Þessi frábæra uppskrift að – GULRÓTABUFFUM SOLLUNNAR – kemur frá Solveigu Friðriksdóttur. Hún býr á Stöðvarfirði og lætur fjarlægðina ekki aftra sér frá því að taka þátt í HREINT MATARÆÐI námskeiði, nú í annað sinn. Hún deildi þessari uppskrift með hópnum sem hún er í og veitti mér góðfúslega leyfi til að birta hana hér á síðunni minni.
GULRÓTABUFF SOLLUNNAR
INNIHALDSEFNI:
◦ 4 dl soðin hýðishrísgrjón
◦ 1 sellerístöngull
◦ 4 cm vænn bútur engifer
◦ 4-6 hvítlauksrif
◦ 1 dós smjörbaunir
◦ 1 dl graskersfræ
◦ 1/2 chilli pipar
◦ 4 dl soðnar gulrætur
◦ 1 dl soðin sæt kartafla
◦ 1 ten grænmetiskraftur frá Naturata
◦ 1 tsk Garam masala frá Pottagöldrum
◦ 1 tsk Karrý madras frá Pottagöldrum
◦ himalajasalt
◦ (Ef þessi krydd eru ekki til notið það sem þið eigið)
RASP:
◦ 5 þynnur Le pain des Fleurs hrökkkex (hægt að nota 1/2 dl haframjöl)
◦ 1/2 dl kókosmjöl
◦ 1/2 dl valhnetur (eða aðrar hnetur)
AÐFERÐ:
⁃ Hvítlaukur og chilli skorið smátt, engiferinn rifinn eða skorinn smátt. Blandað saman ásamt graskersfræjum, selleríi, smjörbaunum og hrísgrjónum í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Sett í hrærivélaskál.
⁃ Blandið gulrótum og sætum kartöflum saman og bættið út í hrærivélaskálina
⁃ Allt hrært saman og kryddað. Smakkað og kryddað meira ef þarf.
RASP:
⁃Þynnur (eða haframjöl), kókosmjöl og valhnetur mixað saman.
Gott að nota ísskeið til að móta buffin. Þeim er velt upp úr raspinu og svo steikt í olíu á pönnu þar til þau eru gullin.
Ef buffin eru mjög laus í sèr er hægt að bæta einhverju í sem bindur eða bæta við hrísgrjónum.
Buffin eru viðkvæm og get losnað aðeins í sundur. Ef skammturinn klárast ekki og þið viljið frysta þau er gott að hafa smjörpappír á milli ef þeim er staflað í box.
Njótið með góðu salati og sósu að vild 🙂
Uppskrift og myndir: Solveig Friðriksdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025