GLÚTENLAUS GRÆNMETISBAKA

Þessi glútenlausa grænmetisbaka kemur úr smiðju hjónanna Ólafar og Omrys í Kryddhúsinu. Reyndar kemur uppskriftin upprunalega frá tengdamóður Ólafar og móður Omrys, en hún gerir þessa böku gjarnan og setur á matarborðið á Shabbat, en Omry er frá Ísrael.
Ólöf og Omry borða þetta yfirleitt sem aðalrétt, enda er þetta saðsöm baka og frábært að bera hana fram með matarmiklu salati. Bakan er ljúffeng hvort sem er köld eða heit.
Uppskriftin dugar fyrir 4 sem aðalréttur en mun fleiri auðvitað sem meðlæti.

GLÚTENLAUS GRÆNMETISBAKA TENGDAMÖMMU:

4 bökunarkartöflur (mætti líka nota stórar sætar kartöfur)
5 egg
1 msk sætkartöflukrydd Kryddhússins
1/2 tsk túrmerik Kryddhússins
1 dós blandað grænmeti (450g)
lúkufylli af grófskorinni steinselju
salt og pipar

AÐFERÐ:

1 –  Sjóðið kartöflurnar
2 – Hitið ofninn í 160°C.
3 –  Afhýðið kartöflurnar þegar þær  eru  soðnar og stappið (betra að gera það á meðan þær eru heitar). Gott að setja í hrærivélaskál, brjóta eggin út í og hræra aðeins saman þannig að eggin blandist vel saman við.
4 – Setjið kryddið út í og blandið að lokum grænmetinu úr dósinni og steinseljunni varlega saman við með sleif.
5 – Setjið svona 3-4 msk af olíu í eldfast mót (við notuðum 10×22 cm mót) og setjið inn í heitann ofninn í smá stund til að hita olíuna.
6 – Takið mótið út og veltið því á alla kanta þannig að olían renni vel út í mótið.
7 – Hellið hrærunni í mótið og bakið í u.þ.b. 45-50 mín eða þar til yfirborðið er orðið gullinbrúnt.

MATARMIKIÐ SALAT MEÐ SUMAC OG HERSLIHNETUM: 

Ólöf og Omry, glöð á góðri stund.
græn salatblanda
rifnar gulrætur
rifin pera
grófsaxaðar heslihnetur
Sumac frá Kryddhúsinu
salt eftir smekk
SALATDRESSING:
1 tsk balsamic vineger
u.þ.b.1/2 dl kaldpressuð ólífuolía
1 msk hunang (má sleppa þar sem peran í salatinu er sæt)
Stráið Sumac yfir salatið og saltið aðeins.
Blandið vel saman.
Hellið að lokum hellið dressingunni yfir og stráið að lokum heslihnetum yfir allt.
Mynd: Ólöf Einarsdóttir
image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?