HEILSA OG LÍFSSTÍLL ER VAL

Þegar við veljum að gera breytingar á lífsstíl okkar er eðlilegt að eitthvað gamalt detti út af listanum, hvort sem það er matur, hreyfingarleysi eða svefnlitlar nætur. Ég nefni þetta þrennt, því í raun eru matur, hreyfing og svefn undarstaðan að góðri heilsu og betri lífsgæðum.

Þegar kemur að vali eru engin boð og bönn. Bara einfalt val um hvað þú ætlar að gera og hvað þú ætlar ekki að gera. Alkahólistinn velur að vera edrú einn dag í einu. Það þýðir að hann velur að neyta ekki áfengis. Sykurfíkillinn velur að hætta að borða sykur einn dag í einu, til að verða fíkn sinni ekki að bráð. Enginn bannar þeim neitt, þeir bara velja.

VAL ER ÖFLUGT ORÐ

Á stuðningsnámskeiðum mínum við HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn kynni ég fyrir fólki tvo lista. Á öðrum eru þær fæðutegundir sem þarf að forðast meðan á hreinsun stendur, meðal annars vegna þess að þær eru bólgumyndandi, valda gigtareinkennum eða eru slímmyndandi. Á hinum eru ótal fæðutegundir sem ráðlagt er að borða, meðal annars allt það flotta grænmeti sem íslenskir bændur eru nú að setja á markað. Í raun stendur valið um að borða allt sem ekki er á forðist listanum.

Ég hvet alla þátttakendur, sem velja að taka svona hreinsikúr, að horfa meira á það sem ráðlagt er að borða, til að falla ekki í skortshugsun og fara að  vorkenna  sér. Val er svo öflugt orð, því það setur okkur við stjórnvölinn í eigin lífi. Við veljum að gera betur, þegar við ákveðum að gera breytingar á lífsstíl okkar heilsunnar vegna.

LEIÐIRNAR ERU MARGAR

Það er hægt að fara margar leiðir til að bæta heilsuna og lífsstílinn, en það er enginn skyndilausn til. Þeir tuttugu og fjórir dagar sem það tekur að fara í gegnum HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn skila frábærum árangri. Hreinsunin er nokkurs konar innri tiltekt og þegar líður á hana losna þátttakendur við bólgur og bjúg, höfuðverki og meltingarvandamál, svefninn batnar, heilaþokan víkur og orka og andlegt jafnvægi eykst.

Markmiðið með hreinsunni er að losa eiturefni úr líkamanum, svo hann hafi svigrúm til að gera við sig sjálfur, því hann býr yfir miklum endurnýjunarhæfileikum. Jafnframt er lögð rík áhersla á uppbyggingu örveruflóru þarmanna til að styrkja ónæmiskerfið.

Hreinsunin er góður grunnur að betri heilsu og bættum lífsstíl. Eins og með allt annað þarf hver og einn síðan að velja hvernig hann vill viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Þeir sem velja sér lífsstíl sem styður við betri heilsu, vita að það val gerir kröfu um einhverjar fórnir, hverjar sem þær eru. Á móti fá þeir hraustari og heilbrigðari líkama með sterkara ónæmiskerfi.

Guðrún Bergmann hefur haldið stuðningsnámskeið við HREINT MATARÆÐI hreinsikúrinn í fjögur og hálft ár. Frábær árangur rúmlega sextán hundruð þátttakenda sannar virkni hans. Næsta námskeið hefst 2. september í  Reykjavík. SMELLTU HÉR til að kynna þér það nánar.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram