MUNDU EFTIR MELTINGUNNI

MUNDU EFTIR MELTINGUNNI

Lestrartími: 3 mínútur og 20 sekúndur

Aðventan er mætt og eins og hún getur verið yndislegur tími, með kertum og kósýheitum, er hún hjá mörgum líka mikill annatími. Þá er svo auðvelt að grípa það sem hendi er næst þegar svengdin kallar. Fyrir utan svo freistingarnar sem finna má í sælgæti og smákökum sem víða eru á boðstólnum á þessum árstíma, eru líka jólahlaðborð með vinnufélögum, vinum eða fjölskyldunni – og svo koma jólaboðin.

Á þessum tíma árs er því mikilvægt að huga vel að því að halda meltingunni góðri. Annars má gera ráð fyrir ýmis konar meltingarvandamálum eins og bakflæði og uppþembu með tilheyrandi vindverkjum og vanlíðan. Við það bætast svo vandamál tengd losun eins og hægðatregða eða niðurgangur.

Með því að muna eftir því að meltingin þarfnast aðstoðar í þessum mánuði er hægt að tryggja að líðanin haldist góð þótt fallið sé fyrir freistingum hér og þar.

MELTINGARENSÍM

Með aldrinum dregur úr framleiðslu á meltingarensímum hjá flestum, en þau hjálpa til við niðurbrot fæðunnar sem við neytum. Því getur það breytt miklu fyrir meltingu og líðan að taka þau daglega inn því þau draga úr ýmsum óþægindum sem geta fylgt því að fæðan brotni ekki nægilega vel niður.

Ég hef notað meltingarensím nokkuð reglulega í tæp tíu ár og það hefur skipt miklu fyrir mína líðan. Sum meltingarensím eru mjög alhliða og stuðla að niðurbroti á flestu því sem við neytum. Önnur eru sértæk og vinna sérstaklega ákveðnum fæðutegundum.

ALHLIÐA MELTINGARENSÍM

Sjálf nota ég Full Spectrum meltingarensímið frá Dr. Mercola. Í því eru virkari ensím en í flestum öðrum meltingarensímum á markaðnum. Þau tryggja að ég fái sem besta næringu úr fæðunni sem ég borða, með því að stuðla að niðurbroti á kolvetnum, fitu og prótínum.

Meltingarensímin draga úr alls konar óþægindum í meltingarveginum eins og til dæmis uppþembu, lofti í þörmum og óþægindum eftir máltíðir. Almennt dugar að taka inn eitt hylki fyrir stærstu máltíð dagins, en ef um er að ræða tvær stórar máltíðir á dag má taka inn eitt fyrir hvora.

GLÚTEN MELTINGARENSÍM

Glúten samanstendur af nokkrum mismunandi prótínum og því getur verið sérlega erfitt að melta það. Oftast er glúten í hveiti þótt það finnist líka í byggi og rúg, auk þess sem það er falið í mörgum tilbúnum réttum.

Þeir sem eru að forðast glúten vita hversu erfitt það getur verið að borða annars staðar en heima. Ekki er hægt að sjá, bara með því að horfa á matinn, hvort hann innihaldi glúten eða þykkingarefni, bindiefni eða bragðauka með glúteni.

Glúten ensímið frá Dr. Mercola er vísindalega þróað til að stuðla að skjótri og fullkominni meltingu á glúteni og þar með draga úr uppþembu, lofti og óþægindum í þörmum. Í því er Optimal pH Protease sem stuðlar að hröðu niðurbroti glútens í minni agnir og amínósýrur. Einnig er í því Peptidase sem losar amínósýrur úr glútenprótíninu og Amylase sem stuðlar að meltingu kolvetna svo hin ensímin geti fókusað á glútenið.

Tvö lykilatriði aðgreina þessa formúlu frá öðrum á markaðnum. Í stað þess að brjóta glútenprótínið niður í miðju, brjóta Peptidase ensímin í Glúten ensíminu próteinin niður bæði í miðju og til beggja enda.

Hægt er að taka Glúten ensímið inn eitt og sér til að bæta niðurbrot á glúteni og kolvetnum. Bestum árangri skilar samt að nota það með Full Spectrum ensíminu til að stuðla að bestu niðurbroti hverrar máltíðar.

GALLBLÖÐRU MELTINGARENSÍM

Gallblaðran er lítið líffæri sem liggur undir lifrinni. Megintilgangur hennar er að að geyma gallvökva sem lifrin framleiðir og losa hann svo út í meltingarveginn eftir þörfum til að brjóta niður fitu. Hafi gallblaðran verið fjarlægð, á fólk yfirleitt í vanda með að melta fitu, en hægt er að örva þá meltingu með sérstökum ensímum fyrir gallblöðruna.

Með því að taka inn Gallbladder ensímið frá Dr. Mercola, sem stuðlar að niðurbroti fæðunnar þótt engin sé gallblaðran, er hægt að njóta fæðu sem fólk þarf almennt að forðast eftir að gallblaðran hefur verið fjarlægð.

Gallblöðru ensímið er vísindalega þróað með galli úr nautgripum, sem bætir upp þann gallvökva, sem þeir sem eru án gallblöðru framleiða ekki. Ensímin stuðla þannig að góðri meltingu og koma í veg fyrir uppþembu og óþægindi í þörmunum.

Neytendaupplýsingar: Meltingarensímin frá Dr. Mercola fást í verslun Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi og á vefsíðu þeirra www.mammaveitbest.is

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.

Myndir: Af vefsíðu MercolaMarket.com / CanStockPhoto / dreamdesigns

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram