SÚREFNISMEÐFERÐ FYRIR ANDLITIÐ
Lestrartími: 1 mínúta 45 sekúndur
Fólk velur að fagna tímamótum í lífi sínu á marga mismunandi vegu. Ég hef gjarnan viljað fagna afmælum og öðru slíku með ferðalögum til staða sem ég hef ekki komið til áður, hvort sem fjölskyldan fylgir með eða ekki. Í ár fagnaði ég afmæli mínu hvorki með veislu né ferðalagi, heldur valdi að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður.
Ég ákvað að fara í tíu tíma súrefnismeðferð fyrir andlitið. Ég hef aldrei farið í svona framhaldsmeðferð með andlitið fyrr, hvað þá í súrefnismeðferð. Þetta var því bæði spennandi og slakandi, því svona meðferð er algert dekur. Ég var líka spennt að fylgjast með breytingum meðan á meðferð stóð og ánægð með þann árangur sem hún skilaði.
BÆTIR RAKABIRGÐIR HÚÐAR
Súrefnismeðferðin er mjög áhrifarík aðferð til að bæta náttúrulegar rakabirgðir húðarinnar og minnka og jafna línur og djúpar hrukkur í andliti og á hálsi án þess að svipbrigði í andliti breytist. Meðferðin felur hvorki í sér að húð sé rofin með nálum, né með skurðaðgerð, sem hentar mér mjög vel, því ég er algerlega á móti slíkum aðferðum.
Með súrefnismeðferðinni er rakastig húðarinnar aukið verulega, ekki bara á yfirborði hennar, heldur líka í neðri lögum húðarinnar. Það er gert með því að þrýsta Hyaluronic-sýru (fjölsykrusýru), vítamínum og steinefnum niður í húðina með þrýstingi frá hreinu súrefni. Hyaluronic-sýran bindur raka í húðinni og gefur henni þannig þéttleika og lyftingu.
AÐFERÐ SEM STJÖRNURNAR NOTA
Súrefnismeðferð fyrir andlitið er vinsæl hjá stjörnunum í Hollywood. Þær fara gjarnan í svona meðferð til að fá lyftingu í húðina, áður en þær mæta á rauða dregilinn. Einnig er vinsælt þar í landi og víðar að fara í súrefnismeðferð, til dæmis fyrir brúðkaup eða myndatöku brúðhjóna.
Tækið sem notað er við súrefnismeðferðina vinnur hreint súrefni úr andrúmsloftinu. Með súrefninu er Hyaluronic-sýru og nauðsynlegum vítamínum og steinefnum þrýst niður í neðri lög húðarinnar. Meðferðin kemur af stað ákveðnu endurnýjunar- og yngingarferli í húðinni, sem viðhaldið er með húðvörum frá Intraceuticals sem notaðar eru daglega milli meðferðatíma.
Húðvörurnar eru 100% hreinar og innihalda hvorki rotvarnarefni né paraben. Með þeim fær húðin vítamínskot á hverju degi, þegar bætt er á náttúrulegar rakabirgðir hennar.
Neytendaupplýsingar: Snyrtistofan Hafblik býður upp á súrefnismeðferðir fyrir andlitið. Hægt er bóka tíma í fría skoðun á húðinni í síma 893-0098 eða með því að senda póst á snyrt@snyrt.is
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar um sjálfsrækt, andleg málefni, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að styrkja heilsuna.
Myndir: Af vefsíðu Intraceutical og frá Snyrtistofunni Hafblik
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA