MIKLAR BREYTINGAR FRAMUNDAN

MIKLAR BREYTINGAR FRAMUNDAN

Ég fylgist mikið með skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory. Mér finnst frábært að geta nýtt mér stjörnuspekina til að geta betur gert mér grein fyrir þeirri orku sem í gangi er í heiminum hverju sinni og þeim áhrifum sem hún er líkleg til að valda.

Kynslóðapláneturnar fara ýmist fram á við eða aftur á bak um sporbaug sinn, en frá og með 4. febrúar síðastliðnum eru þær allar á leið fram á við og verða það til 29. apríl. Því fylgir mikil og hröð orka og því eru miklar líkur á hröðum og óvæntum breytingum í heiminum næstu mánuði, einkum vegna þess að orkan frá plánetunni Úranusi er svo sterk á þessu ári.

FULLT TUNGL Í LJÓNI

Miðvikudaginn 16. febrúar verður Tunglið fullt á 27° og 56 mínútum í Ljónsmerkinu. Þetta er fimmta fulla Tunglið í röð sem verður fullt á 27° og við eigum von á að næstu tvö verði það líka.

Talan 27 með samtöluna 9, markar oft hápunkt eða endalok á einhvern hátt. Því er líklegt að margir hlutir nái hámarki eða á þeim verði vending á næstunni. Því munu fylgja stórtækar breytingar og við megum eiga von á að gömlu kerfin hrynji, en samhliða hruninu er fólkið að móta grunn að nýju kerfi fyrir NÝJA JÖRÐ. Slíkar umbreytingar koma væntanlega til með að valda umróti.

Þegar Tunglið er fullt megum við yfirleitt vænta þess að allar tilfinningar séu hástemmdar. Ljónið tengist HJARTANU og því koma hlutirnir til með að snúast mikið um HJARTAORKUNA og KÆRLEIKANN, enda erum við að fara úr ÖLD HUGANS yfir í ÖLD HJARTANS og þetta fulla Tungl í Ljóni er að undirstrika þau umskipti.

TUNGLIÐ TÁKNAR FÓLKIÐ

Í kortinu fyrir Reykjavík (reyndar líka London) er Tunglið í samstöðu við Rísinguna (ASC) en Tunglið í kortum þjóða er táknrænt fyrir fólkið. Málefni fólksins koma því til með að tengjast HJARTANU og líklegt er að þau málefni sem verði fólki hjartfólgin tengist ríkisstjórnum, valdbeitingu og stefnumálum, þar sem Plútó er í Steingeit og í nákvæmri 150° afstöðu við þetta fulla Tungl.

Sú afstaða kemur til með að baða ferli Plútós undanfarin ár í gegnum Steingeitina sterku LJÓSI Tunglsins, en það LJÓS er líklegt til að lyfta hulunni af spillingu á hærri valdastöðum. Fleiri afstöður plánetanna valda því svo að fólk mun sýna geysimikla ákveðni, seiglu og hugrekki (Tungl í Ljóni) og hvergi hvika frá sannleika sínum (Sól í Vatnsbera), þegar það ver málstað sinn.

Fólkið er líklegt til að verja hann á kærleiksríkan og friðsamlegan máta án nokkurs ofbeldis, líkt og við erum að sjá í Kanada þessa dagana. Frelsislest trukkabílstjóranna þar í landi er táknræn fyrir frelsisþrá og kærleika þar sem fólk stendur fast á sínum eigin sannleika. Sú hreyfing sem hófst í Kanada er nú að verða alþjóðleg, enda bílalestir þegar verið á ferð um  Ástralíu, Brasilíu, Ítalíu og Bretland og í mörgum löndum er verið að plana slíkar lestir á næstu vikum.

ÁHRIF FRÁ ÚRANUSI OG MARS

Plánetan Mars er á þessu fulla Tungli í 120° samhljóma afstöðu við Úranus í Nauti. Það þýðir að Mars í Steingeit magnar upp alla þá orku sem Úranus er táknrænn fyrir, en hún tengist frelsi, sannleika, mannréttindum, aukinni vitundarvakningu, byltingarkenndri orku, eldgosa- og jarðhræringarorku, svo og fréttum sem tengjast Vetrarbrautinni. Við gætum því orðið vitni að einhverju eða öllu þessu á næstunni.

Að auki er mjög falleg 60° samhljóma afstaða á milli Júpiters í Fiskum og Úranusar í Nauti. Hún er táknræn fyrir aukna víkkun vitundar okkar og tengingu við eitthvað æðra. Úranus var himnaguðinn og Júpiter er mjög tengdur ferðalögum til fjarlægra staða og nú erum við að teygja okkar út í Alheiminn. Sambland af þessu tvennu getur því opnað fyrir yfirvitund okkar.

AÐ LIFA Í KÆRLEIKA

Ljónið tengist HJARTANU og því að lifa í KÆRLEIKA. Ljónið tengist líka sköpunarkraftinum og það gerir samstaða Venusar og Mars líka, en þessar plánetur eru í Steingeitarmerkinu á þessu fulla Tungli og verða í samstöðu næstu tvo mánuði.

Miklar rannsóknir hafa farið fram á starfsemi hjartans hjá HeartMath stofnuninni í Bandaríkjunum. Þær hafa sýnt að HJARTAÐ er að öllum líkindum mikilvægasta líffæri líkamans – og Ljónið er táknrænt fyrir HJARTAORKUNA – vegna þess að hjartað sendir 5.000 sinnum meiri upplýsingar frá sér til heilans, en heilinn sendir til hjartans.

Til að lifa meira í KÆRLEIKA er hægt að æfa HJARTAÖNDUN, en hún byggist á því að anda inn og út um hjartað líkt og það væri lunga en við það stækkar orkusvið hjartans. Svo er hægt að senda KÆRLEIK frá hjartanu út til ákveðinna einstaklinga eða til heildar, eins og til þjóða eða jarðarbúa í heild sinni til að vinna að kærleiksríkari heimi.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum!

Til að fá reglulega sendar greinar um svipað efni og um heilsumál geturðu skráð þig á PÓSTLISTANN!

Myndir: CanStockPhoto / tobkatrina/rfcansole

Tilvísanir: www.pamgregory.com
www.heartmath.com

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?