HRÍSGRJÓNAVEFJUR MEÐ RISARÆKJUM

Þessa vikuna býður matarbloggari vefsíðunnar
hún Björg Helen Andrésdóttir okkur upp
á asískan rétt, sem eru hrísgrjónavefjur
með risarækjum og grænmeti.
Þótt hann kunni að hljóma 
framandi er um að gera 
að prófa – og njóta vel.


Kæri lesandi,

Mig hefur lengi langað til að gera vefjur úr „rice paper“ sem ég kalla hrísgrjónavefjur. Hvað er betra en að skera uppáhalds grænmetið sitt í þunna strimla og velja fisk, kjöt eða t.d. tofú til að setja með. Nammi namm! Það er líka frábært ef maður þarf að klára grænmeti úr ísskápnum að skelli því í hrísgrjónavefju.

Það skiptir síðan öllu máli að gera góða sósu með. Ég gerði hnetusósu sem mér finnst mjög góð! Byrjið á því að búa til sósuna og skerið síðan niður grænmetið. Best er að hafa allt tilbúið áður en byrjað er að raða í vefjuna.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

HRÍSGRJÓNAVEFJUR MEÐ RISARÆKJUM OG GRÆNMETI

Myndin hér að ofan sýnir það sem þarf til að búa til hrísgrjónavefjurnar, en byrjum á:

HNETUSÓSAN

2 kúfaðar msk af hnetusmjöri
1-1½ msk Tamari sojasósa frá Clearspring eða önnur sojasósa
1 ½ msk hrísgrjónaedik
1 hvítlauksrif
ferskur rifinn engifer, mér finnst hann góður og nota hann mikið
chilli flögur (má sleppa)
salt eftir smekk
vatn

AÐFERÐ:

1 – Mér finnst best að setja öll hráefnin í litla matvinnsluvél en það má líka hræra þetta saman í skál. Bætið við vatni eftir þörfum, en mér finnst sósan best ef hún er hvorki of þunn né þykk.

2 – Gott er að smakka sósuna til og bætið endilega við ef ykkur finnst þurfa meira af engifer, sojasósu eða öðrum hráefnum sem gefin eru upp.

RÆKJURNAR

1 – Steikið risarækjur upp úr olíu og hvítlauk. Saltið aðeins og piprið.

2 – Kælið áður en þær eru settar í vefjurnar. Gott er að skera þær langsum þannig að þær verði ekki of þykkar í vefjuna.

GRÆNMETIÐ SEM ÉG VALDI

avacadó
klettasalat
agúrka (skafið fræin innan úr henni)
gulrætur
paprika

HRÍSGRJÓNAVEFJURNAR

Bleytið vefjurnar aðeins í vatni og setjið á sléttan flöt. Vefjan er fljót að mýkjast upp. Ég set hér með hlekk inn á myndband sem sýnir hvernig er best að gera þetta:

https://www.youtube.com/watch?v=y31rUItaAnI

Hrísgrjónavefjurnar fást í flestum asískum búðum og eru meinhollar. Ég keypti mínar í Asian market í Skeifunni. Einnig er hægt að kaupa risarækjurnar í þessum verslunum.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 610 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram