5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA INN RHODIOLA

5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA INN RHODIOLA

MEGINEFNI GREINARINNAR:

1 – Rhodiola er náttúrulegt adaptógen, sem styrkir mótstöðuafl líkamans
2 – Rhodiola dregur úr þunglyndi og eflir starfsemi heilans
3 – Rhodiola styrkir nýrnahettur og skjaldkirtil
4 – Rhodiola eykur úthald hjá íþróttamönnum
5 – Rhodiola eykur fitubrennsu líkamans

5 ÁSTÆÐUR TIL AÐ TAKA INN RHODIOLA

Rhodiola er unnið úr burnirótinni, sem í náttúrulækningum er oft kölluð „gullna rótin”. Hún vex á köldum norðlægum slóðum og í háum fjöllum Asíu og Austur-Evrópu. Latneska heiti burnirótarinnar er Rhodiola rosae og undir því heiti finnum við hana almennt í bætiefnahillum verslana.

Svíar kalla Rhodiola gjarnan „viagra norðursins”, vegna þess að rótin er talin auka kynorku fólks, styrkja ónæmiskerfið, draga úr neikvæðum áhrifum streitu á líkamann og styrkja geðheilsuna. Rhodiola hentar því vel til inntöku yfir vetrarmánuðina.

1 – HELSTU EIGINLEIKAR RHODIOLA

Rhodiola er öflugt náttúrulegt adaptógen, en adaptógen kallast efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu af ýmsum toga. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í Rhodiola (burnirót) sé að finna fimm virk líffræðileg efni, þ.e. rosin, rhodioloside, rosarin, salidroside og tyrosol. Eitt þessara efna, salidroside, er virkt andoxunarefni sem dregur úr áhrifum öldrunar.

Á sínum tíma notuðu víkingarnir burnirótina (rhodiola) til að efla líkamlegan styrk sinn og Sherparnir nota hana þegar þeir klífa há fjöll, meðal annars Mt. Everest. Á síðustu 70 árum hafa Rússar mikið nýtt sér eiginleika burnirótarinnar (rhodiola) til að bæta vinnuafköst, koma í veg fyrir svefnleysi, þreytu og þunglyndi og til að auka úthald íþróttamanna.

2 – RHODIOLA DREGUR ÚR ÞUNGLYNDI OG EFLIR STARFSEMI HEILANS

Rhodiola (burnirót) býr yfir þeim stórkostlega eiginleika að efla heilbrigði heilans og virkar sem vörn gegn þunglyndi. Rhodiola eykur einnig næmi taugafrumna, bæði í heila og annars staðar í líkamanum, þar á meðal taugaboðefnanna tveggja serótóníns og dópamíns.

Þessi taugaboðefni eru þekkt fyrir að bæta fókus, efla minni og ánægjutilfinningar hjá fólki, auk þess sem þau létta lundin. Dópamínið dregur einnig úr hvers konar fíkn, meðal annars úr fæðufíkn.

Ýmsir erlendir læknar sem stunda heildrænar lækningar (functional medicine) mæla orðið með Rhodiola fyrir þá sem eru greindir með ADD og ADHD, þar sem rótin býr yfir þeim eiginleikum að efla fókusinn.

3 – STYRKIR NÝRNAHETTUR OG SKJALDKIRTIL

Árið 2010 var ég komin í algeran útbruna og tókst ekki að byggja upp orku á ný, sama hvað ég reyndi. Ég ákvað því að fylgja ráðum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og leita til náttúrulæknis í Bandaríkjunum. Þar var ég greind bæði með glútenóþol og vanvirkan skjaldkirtil.

Náttúrulæknirinn Dr. Stills sagði mér að til þess að bæta virkni skjaldkirtilsins þyrfti ég að byrja á að styrkja og byggja upp starfsemi í nýrnahettunum. Vegna of mikillar vinnu og í raun algers útbruna voru nýrnahetturnar komnar í kortisólþurrð og þegar slíkt gerist er oft erfitt að fá þær til að hefja framleiðslu á ný. Til að koma framleiðslunni af stað á ný það ráðlagði Dr. Stills mér, ásamt ýmsu öðru eins og góðum nætursvefni og slökun, að taka inn Rhodiola.

Þau ráð dugðu vel og nokkrum mánuðum síðar þegar ég fór í blóðprufu vegna skjaldkirtilsins voru öll gildi orðin eðlileg á ný. Þau hafa haldist eðlileg alveg frá þessum viðsnúningi, meðal annar vegna þess að ég tek alltaf með reglulegu millibili inn Rhodiola og þá í þrjá mánuði samfleytt. Rhodiola er einnig gott til að halda jafnvægi á kólesterólinu í líkamanum.

4 – RHODIOLA VEITIR ÍÞRÓTTAMÖNNUM AUKIÐ ÚTHALD

Rhodiola (burnirót) eykur þol og úthald hjá fólki með því að fjölga rauðum blóðkornum. Rauð blóðkorn flytja súrefni til vöðvanna og með því að hafa meira magna af þeim, má verulega örva getu íþróttamanna og draga úr þreytueinkennum, auk þess sem Rhodiola dregur úr mjólkursýrumyndun og vöðvaskemmdum.

Þessir eiginleikar Rhodiola virka ekki bara vel á þá sem eru íþróttamenn, heldur líka á aðra sem taka bætiefnið inn. Ég hef sex sinnum farið sem fararstjóri til Perú og Bólivíu, síðast árið 2018.

Til undirbúnings fyrir álagið sem fylgir súrefnisskorti í mikilli hæð, en mest var farið í þessum ferðum upp í rúmlega 4.000 metra hæð, byrjaði ég alltaf að taka inn Rhodiola nokkru fyrir hverja ferð og tók það inn á meðan á ferð stóð, svo og í nokkra mánuði eftir heimkomu. Þetta auðveldaði mér að takast á við þynnra loft og minna súrefni og komast að mestu hjá hæðaveiki.

5 – RHODIOLA EYKUR FITUBRENNSLU

Svona rétt í lokin vil ég minnast á enn einn af frábærum eiginleikum Rhodiola, en hann er sá að bætiefnið hjálpar líkamanum að brenna uppsafnaðri fitu og umbreyta í orku.

Rosavin, sem er eitt af efnunum í rótinni, örvar virkni ensíms sem kallast hormónanæmur fitukljúfur (lípasi) og getur brotið niður fitu sem safnast hefur í kviðinn. Rannsóknir hafa sýnt að sé Rhodiola notað samhliða léttri líkamsrækt örvast niðurbrot kviðfitunnar enn frekar.

Neytendaupplýsingar: Mestu gæðin sem ég hef fundið í Rhodiola bætiefnum eru í Rhodiola-nu frá Mercola, sem fæst í Mamma Veit Best í Kópavogi og í Reykjavík.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum

Skráðu þig á PÓSTLISTANN til að frá reglulega sendar greinar um heilsumál og sjálfsrækt

Mynd: CanStockPhoto

Heimildir: www.draxe.com og www.globalhealingcenter.com

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 518 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?