MIÐ-AUSTURLENSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

Ég elska svona rétti sem eru “allt í einum potti” og ekki er nú vera þegar þeir smakkast eins vel og þessi. Ég fann hann á TheMediterraneanDish.com og breytti honum smávegis til að hann hentaði sem flestum og útkoman varð dásamleg. Ég skrapp í Kryddhúsið til að ná mér í hluta af kryddinu sem nota þarf í réttinn, en kryddin og kryddblöndurnar hjá þeim eru alveg dásamlegar.

Svo var þessi glútenlausi réttur prófaður í vinkonuboði þar sem hann sló algerlega í gegn.

INNIHALDSEFNI:

Kryddblandan:

2 tsk malað allrahanda
1 tsk svartur pipar (minna ef ykkur finnst þetta of mikið)
3/4 tsk malaðar grænar kardimommur
1/4 tsk malað túrmerik

Í réttin sjálfan:

3 kjúklingabringur skornar í frekar stóra bita, veljið kjúklinga sem ræktaðir eru án sýklalyfja
fínt himalajasalt
Extra virgin ólífuolía – ég notaði olíuna frá Naturata
1 meðalstór gulur laukur, skorinn smátt
4 gulrætur, skornar í svona 1 cm þykkar sneiðar
1 bolli frosnar grænar ertur (baunir)
2 bollar glútenlaus Basmati grjón (hægt að nota þau sem soðin eru í poka) – skolið vel með köldu vatni fyrir matseld
2 kanilstangir
1 þurrkað lárviðarlauf
2 bollar sjóðandi vatn með kjúklingakrafti – eða grænmetiskrafti

AÐFERÐ:

1 – Byrjið á að blanda öllu kryddinu saman í litla skál.

2 – Þerrið kjúklingabringurnar og skerið í stóra bita. Kryddið vel með salti og síðan með kryddblöndunni. Notið fingurnar til að dreifa henni vel yfir bitana, svo það sé krydd á þeim öllum. Látið bitana standa við stofuhita í ca 20 mínútur meðan grænmetið er skorið og sósan útbúin.

3 – Hitið 3 msk af ólífuolíunni upp að meðalhita í stórum, víðum potti með loki. Brúnið kjúklingabitana í olíunni þar til þeir loka sér. Það þarf ekki að elda þá í gegn. Takið bitana úr pottinum og setjið í skál.

4 – Bætið lauknum, gulrótunum og baununum út í pottinn. Látið grænmetið krauma í olíunni í 4 mínútur eða svo og hrærið reglulega í á meðan. Bætið þá hrísgrjónunum út í og ef þið viljið mjög bragðsterkan rétt, bætið þið 1/2 tsk af allrahanda og 1/4 tsk af kardimommum út í og hrærið allt  vel saman.

5 – Bætið kjúklingabitinum út í pottinn og raðið þeim inn á milli grjónanna. Bætið kanilstöngum, lárviðarlaufi og soðinu (kjúklinga- eða grænmetis-) út í pottinn. Látið suðuna koma upp.

6 – Lækkið hitann, setjið lokið á pottinn og látið sjóða í 20 mínútur.

MEÐLÆTIÐ:

TSATZIKI SÓSA:

hálf (stór) dós af laktósafrírri grískri jógúrt frá Örnu
1 tsk Tsatziki kryddblanda frá Kryddhúsinu
1/2 gúrka, afhýdd, kjarnhreinsuð og rifin á grófu rifjárni

Gott er að byrja á að útbúa sósuna, því þá getur hún tekið í sig kryddbragðið meðan eldað er.
Hrærið kryddinu út í jógúrtina.
Látið vatnið renna af gúrkubitunum og kreistið vökvann úr þeim með eldhúsrúllublaði.
Bætið gúrkunum út í jógúrtina og sósan er tilbúin.

GÚRKU OG GRANATEPLASALAT:

Innihaldsefni:

1 gúrka, skorin í litla bita
fræ úr einu granatepli – látið safann fylgja með í salatið
2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
nokkur fersk, rifin myntulauf
fínt himalajasalt

Salatsósan:

1/4 bolli extra virgin ólífuolía (ég notaði Naturata)
2 msk hvítvínsedik
1/2 tsk hvítlauksduft (eða 1-2 pressuð hvítlauksrif)
3/4 tsk allrahanda (kryddið er úr möluðum berjum)
1/2 tsk sumac krydd

Blandið salatsósunni saman og hellið yfir salatið.

Myndir: Guðrún Bergmann
Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu fást hjá þeim á Flatahrauni 5B, í Hagkaup, Fjarðarkaup og Nóatúni.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur

Meira en hreint

Hin umbreytta kona

Lifrarhreinsun

Stjörnukort

Einkaráðgjöf

Skráðu þig á PÓSTLISTANN

Deila áfram