SIGURÐUR LÉTTIST UM 12,4 KG Á 24 DÖGUM

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Fyrir nokkru síðan hringdi í mig kona og sagði að sig langaði svo til að gefa manninum sínum námskeiðið HREINT MATARÆÐI í afmælisgjöf. Hún sagði að hann væri reyndar mikill sælkeri, svo hún væri ekki viss um hversu duglegur hann yrði í hreinsikúrnum, en vildi samt gefa honum hann.

Það var auðsótt mál að skrá hann, en gæta þess jafnframt að hann fengi engar upplýsingar um námskeiðið, fyrr en eftir afmælisdaginn sem var bara nokkrum dögum áður en námskeiðið byrjaði.

Reynslusaga þessa manns og hvert afmælisgjöfin leiddi hann, er svo frábær að ég fékk leyfi til að deila henni með öðrum í þessari grein.

EKKI STAÐFASTUR Í ÁTÖKUM

Þegar til kom ákvað konan að skrá sig líka á námskeiðið, þar sem hún taldi að rétt væri að fylgja manninum eftir. En strax á fyrsta degi í ferlinu, kom í ljós að Sigurður Helgi ætlaði að taka þetta með trompi, en gefum honum orðið.

„Ég hafði engar væntingar þegar ég mætti á námskeiðið og bjóst ekki við að ná miklum árangri. Vegna veikinda minna er ég á talsvert miklu af lyfjum, m.a. sterum og taldi að það myndi hamla mér. Svo hef ég yfirleitt ekki verið mjög staðfastur þegar fara á í einhver átök. Ég kom því sjálfum mér verulega á óvart, því þetta gekk svo glimrandi vel og á margan hátt var það mögnuð reynsla að fara í gegnum hreinsikúrinn.“


Þátttakendur á HREINT MATARÆÐI námskeiðum eru hvattir til að taka af sér andlitsmyndir í upphafi og við lok hreinskúrsins. Breytingar sjást oftast fyrst í andlitinu, eins og þessar myndir af Sigurði Helga sýna.

HEFUR EKKI LIÐIÐ SVONA VEL Í MÖRG ÁR

„Á fræðslufundunum lærði ég mjög mikið um áhrif fæðu á líkamsstarfsemina og með góðum stuðningi, bæði frá Guðrúnu og hennar daglegu hvatningum í gegnum Facebook hópinn, svo og frá konunni minni, náði ég að fylgja planinu eftir.

Mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár. Ég hef þjáðst af andþyngslum, sem hafa minnkað verulega og ég finn ekki lengur fyrir liðagigtarverkjunum, sem hafa verið svæsnir í allan vetur. Ég finn líka að ýmsar aðrar bólgur hafa horfið úr líkamanum. Fyrir hreinsikúrinn var ristillinn í mjög slæmu ástandi, en er núna í góðum málum. Að auki er ég svo miklu orkumeiri og hressari.“

MÆLT OG VIGTAÐ

Sigurður Helgi gerði það sem fæstir, sem hingað til hafa verið á HREINT MATARÆÐI námskeiðunum hafa gert. Hann mældi sig um mittið í upphafi hreinsikúrsins og vigtaði sig, eins og reyndar flestir gera. Hann kom svo öllum á óvart þegar hann sagði frá því á síðasta fundi að hann hefði lést um 11 kg og ummálið minnkað um 11 sentimetra. Hann hafði breyst svo mikið að það var engu líkara en konan hefði fengið nýjan mann.

Þremur dögum síðar, eða á síðasta degi hreinsunar höfðu 12,4 kg fokið.

NÝR OG BETRI MAÐUR

„Núna mánuði eftir fyrsta fund hef ég lést um 13,5 kg, því ég held áfram að tileinka mér þennan lífsstíl sem byggir á hreinna mataræði. Mér finnst ég vera nýr og betri maður eftir þennan hreinsikúr og aldrei svangur, þótt fæðuvalið hafi stórbreyst. Ég hvet því alla sem þrá betri líðan og vilja losna við bólgur og verki til að fara á HREINT MATARÆÐI námskeið hjá Guðrúnu,“ segir Sigurður Helgi að lokum.


Ef þú hefur áhuga á að taka stjórn á þínum heilsumálum og bæta eigin líðan, hefst næsta HREINT MATARÆÐI námskeið 23. apríl. Það er jafnframt það síðasta fyrir sumarið.

Myndir: Emma Vilhjálmsdóttir
CanStockPhoto / gvictoria

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram