Þessa vikuna fáum við uppskrift frá henni Ólöfu Einarsdóttur í Kryddhúsinu (Krydd og Tehúsinu) í Hafnarfirði.
Hún eldar mikið mat sem tengist norður hluta Afríku og öðrum Miðjarðarhafslöndum. Þessi réttur er spennandi og kyddið hennar Ólafar gefur honum einstakt bragð.
KÍNÓA MEÐ ARABÍSKRI KRYDDBLÖNDU:
1 bolli kínóa (150 gr)
2 msk Arabísk kryddblanda fyrir grjón og kínóa frá Kryddhúsinu
salt
2 bollar vatn
AÐFERÐ:
1- Hitið pott. Hellið aðeins af olíu út í heitann pottinn og setjið kínóað og kryddblönduna út í pottinn.
2- Hitið allt í gegn.
3 – Hellið vatninu út í og saltið.
4 – Lækkið hitann á minnsta straum og sjóðið undir loki í u.þ.b. 10 mín eða þar til kínóað er orðið mjúkt undir tönn.
MAROKKÓSKUR FISKRÉTTUR:
½ laukur (eða 1 lítill) smátt skorinn
3 msk Marokkóskt fiskikrydd Kryddhússins
½ -1 tsk Marokkósk Harissa Kyddhússins (má sleppa ef fólk vill ekki sterkt)
1 dós tómatar (organic)
2-3 msk tómatpúrra (organic)
1-2 msk hunang eða önnur sæta (til að vinna á sýrunni í tómötunum)
2 tómatar skornir í sneiðar
salt og pipar
olía til að steikja
600-800 gr þorksur (eða lax/bleikja)
½ sítróna (safi kreistur yfir fiskinn)
AÐFERÐ:
1- Mýkjið laukinn á pönnu. Gott að setja sætuna (hunangið) saman við laukinn og svita hann á pönnunni þar til hann er orðinn mjúkur og gullinbrúnn.
2- Setjið tómatpúrruna út í og Marokkóska fiskikryddið (og Harissu kryddblönduna ef vill) og hrærið í u.þ.b. 3 mín eða þar til myndast aðeins olía á pönnunni úr kryddinu og tómatpúrrunni.
3- Saltið og piprið eftir smekk.
4- Bætið því næst tómötunum (úr dósinni) útí og þynnið sósuna út með eins og ½ – 1 glasi af vatni.
5- Setjið að lokum tómatsneiðarnar útí og látið allt malla í a.m.k. 20 mín eða lengur. Gætið að bæta við vatni ef sósan er of þykk.
6- Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita, kreistið sítrónusafa yfir hann (gott að salta aðeins fiskinn). Leggjið fiskibitana í sósuna og leyfið honum að malla í c.a 6 mín eða þar til hann er soðinn í gegn.
Borið fram með góðu grænu salati og avocado (sem búið er að skera í sneiðar og kreista aðeins sítrónu og stá aðeins salti (Himalaya- eða Dauðahafssalti sem fæst í Nóatúni og Fjarðarkaup) yfir.
SALAT DRESSING SEM ER Í UPPÁHALDI:
u.þ.b. ½ dl kaldpressuð ólífuolía
1 tsk balsamic vinegar
1-2 tsk hunang
skvetta af sítrónusafa
salt (Himalaya eða Dauðahafssalt sem fæst í Nóatúni og Fjarðarkaup) og pipar
Öllu hrært saman og hellt yfir grænt salat.
Myndir: Ólöf Einarsdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025