FRANKINCENSE ER FRÁBÆR OLÍA

Hugsanlega hafið þið fyrsta heyrt af frankincense þegar þið lásuð eða heyrðuð jólaguðspjallið, því eitt af því sem vitringarnir þrír færðu Jesúbarninu var frankincense í trjákvoðumolum. Það hefur lengi verið notað við ýmiskonar trúarathafnir, þótt margir velji í dag að nýta sér eiginleika þess úr ilmkjarnolíu.

Frankincense ilmkjarnaolía er unnin úr trjákvoðu úr Boswellia trénu. Kvoðan er dregin úr trjánum og síðan látin þorna og harðna. Svo er hörð trjákvoðan eimuð með gufu til að vinna úr henni olíuna. Frankincense ilmkjarnaolía hefur verið notuð í Ayurvedískum lækningum (Indland) í hundruðir ára, meðal annars vegna þess að hún bætir liðagigt, meltinguna, dregur úr asma einkennum og bætir tannheilsuna. Auk þess veitir hún almenna vellíðan á heimilinu, sé hún notuð í ilmlampa.

Trjákvoða sem Frankincense ilmkjarnaolía er unnin úr.

LIÐAGIGT

Bólgueyðandi áhrif frankincense ilmkjarnaolíunnar virka vel á liðbólgur sem tengjast slitgigt og liðagigt. Með blandaðri frankincense ilmkjarnaolíu eins og frá NOW má bera olíuna beint á bólgusvæðin, auk þess sem gott er að anda henni inn, en þá er hún borin á innanverða úlnliðina. Rannsóknir sýna að frankincense getur hindrað losun boðefna (leukotriene), sem geta valdið bólgum. Öflugustu bólgueyðandi eiginleikar frankincense felast í jurtalyktarefninu og sýrunni úr boswellia trénu.

Tilraunir á dýrum hafa sýnt að sýran úr boswellia trénu geti verið jafn áhrifamikil og bólgueyðandi lyf án stera (NSAID lyf), en þau eru eru meðal annars íbúfen og voltaren. Ilmkjarnaolían er andstætt lyfjunum, án allra aukaverkana.

STARFSEMI ÞARMA OG RISTILS

Bólgueyðandi áhrif frankincense geta líka haft góð áhrif á starfsemi þarma og ristils. Bætiefnablöndur með boswellia og frankincense ilmkjarnaolía vinna þar saman og geta dregið úr einkennum Crohn‘s og sáraristilbólgu.

Boswellia, sem frankincense er unnið úr, hefur lengi verið þekkt sem gott bætiefni við gigtareinkennum. Það virkar einnig vel á bólgusjúkdóma í meltingarveginum og hjálpar fólki með krónískan niðurgang að öðlast á ný eðlilegar hægðir.

ASTMAEINKENNI

Frankincense hefur í gegnum aldirnar verið notað í náttúrulækningum til að meðhöndla bronkítis og astma. Rannsóknir benda til þess að innihaldsefni í olíunni hindri framleiðslu á losun boðefna (leukotrienes), sem valda því að bronkitisvöðvarnir dragast saman við astma.

Við innöndun á frankincense ilmkjaranolíunni opnast öndunarvegurinn, auk þess sem olían slær á hósta og dregur úr slímmyndun.

TANNHEILSAN

Rannsóknir hafa sýnt að frankincense verndar tannheilsuna. Það er gott að nota olíuna við andremmu og munnangri. Best er þá að setja 1-2 dropa í örlítið vatn og skola svo munninn með því. Einnig má bæta ilmkjarnaolíunni út í tannkremið og bursta svo tennurnar með því.

NEGLUR OG NAGLABÖND

Ef þú ert með þurr naglabönd og þurra húð í kringum neglurnar, þá er frábært að nudda frankincence ilmkjarnaolíunni á neglur og húð einu sinni á dag, einkum og sér í lagi á þurrum vetrardögum. Þessi aðferð hefur skilað góðum árangri hjá mér, en ég hef gjarnan þjáðst af ofþurrk í höndum á vetrum.

NOTKUN OLÍUNNAR

Hægt er að setja dropa af olíunni á úlnliðina og anda svo að sér ilmi hennar. Einnig má nudda blandaðri olíu á gagnaugu eða hnakka, svo og á kviðinn við meltingarvanda. Sumir velja að setja frankincense ilmkjarnaolíuna á iljarnar, en þar hefur olían áhrif á alla taugaenda sem liggja niður í iljar.

Svo má alltaf setja olíuna í ilmlampa eða í bómullarhnorða, sem komið er fyrir í grisjupoka í rúmi þeirra sem þjást af astma.

Frankincense ilmkjarnaolíublandan frá NOW er blönduð jojoba olíu. Hún blandast vel við Balsam fir needle ilmkjarnaolíu, myrrh ilmkjarnaolíu, orange ilmkjarnaolíu og sandalwood ilmkjarnaolíublöndu.

Neytendaupplýsingar: Francincense ilmkjarnaolíublandan fæst í H-verslun og á vef hverslun.is, í Melabúðinni og Fjarðarkaupum. Ef þú kaupir hana í hverslun.is geturðu nýtt þér afsláttarkóðann GB19 til að fá 10% afslátt.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum. Þú ert alltaf velkomin/-n á FACEBOOK síðuna, þar sem eru daglegir póstar.

Mynd: CanStockPhoto / Madeleine_Steinbach

Heimildir:
OrganicAromas.com

HealingHarvestHomestead.com

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/27117114

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3309643/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15829470

https://www.healthline.com/nutrition/frankincense#section1

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram