LAUSN VIÐ FÓTASVEPPUM
Eru fótasveppir að gera þér lífið leitt? Sé svo, þá er IZA EFFECT málið. Einfalt í notkun í handhægum úðabrúsum.
Vökvanum er einfaldlega úðað á húðina milli tánna og á og undir neglur og leyft að þorna í 15 mínútur eða svo. Vökvaformúlan er hönnuð til að ná til og drepa sveppi á sama tíma og hún er lífræn og lyktarlaus. IZA EFFECT útrýmir því á áhrifaríkan hátt allt að 99,9% veira og naglasveppa.
Þú færð aftur heilbrigðar, fallegar neglur og mjúka fætur án óþægilegrar lyktar af tánum eða af hefðbundnum sveppalyfjum. Mælt er með því að úða á tær og neglur tvisvar til þrisvar á dag í svona fjóra til fimm daga í það minnsta. Regluleg notkun skilar samt bestum árangri.
UNDIRBÚNINGUR OG TÍMI
Best er að raspa og klippa neglurnar eins stuttar og hægt er áður en IZA EFFECT er notað. Úða skal á þurra húð og neglur. En hvenær á að finna tíma til að láta úðann þorna í 15 mínútur?
Það er auðvelt að úða á fæturna strax á morgnana og ganga um berfætt/-ur í 15 mínútur, áður en farið er í sokka og skó. Eins er tilvalið að gera þetta á kvöldin, meðan setið er fyrir framan sjónvarpið.
Flestir sitja fyrir framan það í meira en 15 mínútur í einu, svo það mætti úða á tærnar til dæmis um leið og sest er niður – og svo aftur síðar um kvöldið. Sama er auðvitað hægt að gera að degi til. Sama hvort gert er, er mikilvægt að þurrkta hvorki efnið né þvo það strax af eftir að það hefur þornað!
SKÓRNIR
Það þarf líka að úða í skóna sem mest er gengið/hlaupið og svitnað í, hvort sem það eru íþróttaskór, gönguskór eða vinnuskór. Það þarf nefnilega líka að vinna á sveppum sem hafa komið sér fyrir þar.
Með IZA EFFECT losnarðu við óþægindin og lyktina sem fylgir fótasveppum og kemur lagi á neglurnar á tánum. Sem forvörn má einnig úða í sokka og skó.
PRÓFANIR OG VIRKNI
IZA EFFECT sveppaúðinn er húðprófaður, en möguleiki er á að fólk finni fyrir smávægilegum ertingi í húðinni þegar úðað er á hana – meira svona eins og örlitlum náladofa.
Úðinn hefur farið í gegnum klínískar prófanir og efnið hefur reynst virka vel gegn eftirfarandi sveppategundum: Poliovirus, Adenovirus, Murine norovirus, Staphylococcus aureus, Enterococcus hirae, Pseudomonas aeruginosa ATCC, Trichophyton inter-digitate (rubrum), Escherichia coli, Candida albicans, Aspergillus brasiliensis.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð
deildu henni þá endilega með öðrum
Neytendaupplýsingar: IZA EFFECT fæst í versluninni BETRI DAGAR, Urriðaholtsstræti 24 í Garðabæ og á vefsíðunni www.betridagar.is. Vegna samstarfs við verslunina geturðu fengið 15% afslátt með því að nota kóðann GB24 á greiðslusíðu.
Mynd: Af pakkningu IZA EFFECT og shutterstock.com
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025