JÚPITER Í TVÍBURUM
JÚPITER Í TVÍBURUM
Júpiter fór inn í Tvíburana síðastliðinn laugardag og kemur til með að vera í því merki fram til 10. júní 2025. Hið hefðbundna er að líta á Júpiter sem bæði stjórnanda Bogmanns og Fiskanna, þótt Neptúnus hafi smokrað sér inn sem stjórnandi Fiskanna, en Júpiter tengist útþenslu, velgengni, auðlegð og auknum vexti, í raun á öllum sviðum lífsins.
Plánetan er nefnd eftir rómverska himnaguðinum Júpiter og er stærsta plánetan í sólkerfinu. Í stjörnuspeki er almennt talað um að Júpiter stækki allt sem hann snertir og í leit sinni að sannleika stækkar hann og afhjúpar bæði ljós- og skuggahliðar þess merkis sem hann ferðast um.
Í Tvíburunum gæti það meðal annars tengst ýmis konar fréttaflutningi, upplýsingum sem hafa verið veittar almenningi, upplýsingum sem hafa verið ranglega settar fram og ýmis svik í tengslum við upplýsingagjöf.
Tvíburarnir eru loftmerki og því eiga þeir stundum erfitt með að halda stefnu sinni og einbeitingu og geta því þotið úr einu í annað. Meðan Júpiter er í Tvíburunum eru því líkur á að hlutirnir geti stundum orðið tætingslegir, en þá er mikilvægt að slaka aðeins á og tengjast eigin hjarta og taka svo stefnuna á ný.
NÝR SKILNINGUR AÐ VAKNA
Þegar nýr skilningur vaknar hjá okkur eru líkur á að breyting verði á sannfæringarkerfi okkar. Margt á eftir að þurfa að víkja úr því, meðal annars þegar við öðlumst nýjan skilningi á trúmálum, lífsspeki og heimsfræði.
Meðan Júpiter er í Tvíburunum örvar hann vitsmunalega starfsemi okkar og löngun til að læra, rannsaka og deila hugmyndum okkar og framtíðarsýn með öðrum.
Tvíburinn er tjáskiptamerki og Júpiter mun því þenja út allt sem tengist tjáningu, hvort sem það eru ritstörf, ræðumennska, kennsla eða samskipti/tjáskipti í hvaða formi sem þau eru – hvort sem er í gegnum blogg, myndbönd á netinu eða aðrar leiðir til að miðla þekkingu.
Júpiter hvetur okkur til að hugsa gagnrýnt og sjálfstætt og gefa gaum að þeim orðum sem við veljum að nota, því orð eru álög. Júpiter hvetur okkur líka til að efast um almennar frásagnir og leita heimilda víða, áður en við samþykkjum eitthvað sem sannleika – auk þess sem hann minnir okkur á að þekkingu er ekki bara að finna í bókum.
Mikilvægast er þó að læra að spyrja réttu spurninganna og margra spurninga, áður en við samþykkjum eitthvað sem satt.
MERKÚR, VENUS, JÚPITER OG SEDNA
Margar plánetur raða sér aftast í Nautsmerkinu og fremst í Tvíburunum þessa dagana. Merkúr og Venus eru til dæmis í samstöðu við Júpiter en þeirri samstöðu gætu fylgt ný tækifæri og heppni.
Venus og Júpiter eru líka í samstöðu við dvergplánetuna Sedna, sem er á fyrstu gráðunni í Tvíburum, en Sedna á eftir að vera í Tvíburunum næstu 40 árin. Sedna fylgir mikil umbreytingarorka, jafnvel myndbreytingarorka, en hún er að vekja okkur til vitundar um tilgang sálarinnar og styðja okkur í að framkvæma það sem sálina dreymir um í þessu lífi.
MERKÚR OG SALACIA
Merkúr er þessa dagana líka í 30 gráðu afstöðu við Salacia, en í mýtunni var Salacia eiginkona Neptúnusar. Henni fylgdi hafmeyjarorka og hún birtist sem glitrandi ljós, sem merlar á yfirborði sjávar og stöðuvatna, en hún er plánetan sem vekur okkur til vitundar um æðri kærleika.
Hún veitir styrk til að sjá fyrir okkur ný tækifæri, meta þau og finna viðeigandi tíma til að setja þau í framkvæmd. Hún gefur okkur kraft til að taka stökkið yfir í umbreytinguna, því við vitum í hjarta okkar að umbreytingin er rétta leiðin.
Allt sem tengist Salacia er ferli og snýst um það sem lærist í ferlinu. Salacia verður í samstöðu við Norðurnóðuna í byrjun júlí, svo ef þið eruð að vinna að einhverjum langtíma verkefnum, eru allar líkur á að allt smelli saman eftir mánuð eða svo.
UMBREYTANDI SÁLARVINNA
Samstaðan á milli Venusar, Júpiters og Sedna örvar okkur til umbreytandi sálarvinnu.
Því gæti námskeiðið sem ég verð með þann 8. ágúst á Hótel Kríunesi verið frábært tækifæri til slíks fyrir þig. 8. ágúst er mikill orkudagur en 8:8 hefur lengi verið kallað hlið Ljónsins. Nú er hins vegar þrefaldur áttu dagur því samtalan af 2024 er líka átta.
Á þessu námskeiði vinnum við að öflugri tengingu við Sálarsjálfið og með Orkukóðana SJÖ, auk þess sem ég kenni áhrifaríkar og fljótvirkar leiðir til að víkja úr vegi þeim innri hindrunum sem kunna að valda því að við erum ekki að ná þeim árangri sem við leitum eftir í lífinu.
Það gildir sérstakt forskráningartilboð til miðnættis 29. maí – SMELLTU HÉR til að kynna þér námskeiðið nánar og skrá þig.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum!
Um höfund
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar15/09/2024FULLT OFURTUNGL OG TUNGLMYRKVI
- Greinar02/09/2024NÝTT TUNGL Í MEYJU 03.09.24
- Greinar23/08/2024LÍKAMINN GEYMIR ALLT
- Greinar19/08/2024FULLT TUNGL Í VATNSBERA 19.08.24