KVENRÉTTINDADAGURINN

KVENRÉTTINDADAGURINN

Í dag eru 105 ár liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. Sá réttur var ekki auðfenginn og til að byrja með voru það einungis giftar konur, eldri en 40 ára sem fengu að kjósa. Margar konur lögðu hart að sér til að berjast fyrir þessum réttindum, sem allar konur á landinu njóta í dag.

Þótt ekki séu nema rúm hundrað ár liðin frá þessum tímamótum er sérkennilegt að réttur sem barist var svona hart fyrir, skuli ekki vera metinn og nýttur, þegar færi gefst á að kjósa.

VANNÝTTUR KOSNINGARÉTTUR

Kosningatölur síðari ára sýna að ungt fólk, bæði karlar og konur, hafa lítinn áhuga á að kjósa. Með atkvæðum sínum geta þau samt beitt rödd sinni, til að hafa áhrif á gang mála í samfélaginu.

Þegar kemur að stjórn landsins getum við kosið til Alþingis, sveitastjórna og nú á næstunni hvaða forseta við veljum til að vera tákn fyrir landið okkar.

Ef við nýtum ekki kosningarétt okkar, bæði konur og karlar, verða atkvæði okkar dauð og ómerk. Einungis með þátttöku í kosningum getum við haft örlítil áhrif á gang mála í samfélagi okkar.

KONUR ERU ÖFLUGAR

Konur sem á þessu landi hafa búið hafa flestar hverjar verið duglegar, skapandi og óbugandi. Þær hafa tekist á við náttúruöflin, sem oft hafa verið óblíð og erfið. Þær hafa alið af sér börn, sem hafa tekið við baráttunni, kynslóð eftir kynslóð.

Konur þurfa enn að berjast fyrir ýmsum úrbótum, en í dag standa þær öflugri saman að framgangi mála og breytingum í samfélaginu.

Til hamingju með daginn allar konur!

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram