PASTA MEÐ PESTÓI

PASTAUPPSKRIFT VIKUNNAR

 

Þessi pastauppskrift kemur frá henni Björgu Helen, sem er dugleg að
láta ímyndunaraflið og það sem er til í skápunum hverju sinni ráða
för við matreiðsluna, en gefum Björgu orðið…


PASTA MEÐ PESTÓI

“Það er svo auðvelt að búa til allskonar „pestó“. Maður velur það hráefni sem manni líkar, skellir í matvinnsluvél og maukar. Vúla… þá er komið þetta dýrindis mauk sem hægt er að nota út á pasta, á kex, salat, grænmeti, osta, kjöt, fisk og fleira.

Ég nota næringarger í pestóið í staðinn fyrir parmesanost, en það gefur svo gott bragð og svo er það líka hollt.

Verði ykkur að góðu!”

INNIHALDSEFNI:

200-250 gr Penne frá Himnesk hollusta
70-80 gr kasjúhnetur
3 msk næringarger
1 ferskt chilli eða chilliduft
kóríander eða basilíkum
sítrónubörkur
1-2 kúlur hvítlaukur eftir smekk
sítrónuolía frá Himnesk hollusta
extra virgin ólífuolía
vatn
salt og pipar eftir smekk

AÐFERÐ:

1 – Ristið kasjúhneturnar á pönnu og kælið.
2 – Skerið chilli og hvítlauk gróft niður og setjið í matvinnsluvél ásamt kóríander og hnetunum.
3 – Setjið 3 kúfaðar matskeiðar af næringargeri út í ásamt rifnum berki af hálfri sítrónu.
4 – Saltið vel og piprið.
5 – Setjið 3 matskeiðar af sítrónuolíu út í og 2-3 matskeiðar af vatni.
6 – Maukið í vélinni og bætið hreinni ólífuolíu út í þangað til pestóið hefur fengið mjúka áferð.
7 – Gott er að hafa pestóið ekki of þunnt. Smakkið til með meira kryddi ef þarf.

Það er æðislegt er að nota basilíkum í þessa uppskrift í stað kóríander.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, látið vatnið renna af því og setjið það í pott eða skál og blandið pestóinu saman við – og dásamlegur pastaréttur er tilbúinn.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?