GRÍSK JÓGÚRT Í SPARIBÚNINGI

Matarbloggarinn minn hún Björg Helen Andrésdóttir færir okkur síðustu
uppskrift fyrir sumarfrí í dag. Við Björg Helen ætlum okkur nefnilega báðar
að taka frí frá föstudagspóstum í júlí. Fylgist vel með eftir Verslunarmannahelgina
þegar Björg Helen kemur aftur með nýjar og flottar uppskriftir.


Stundum þegar mig langar í eitthvað sætt og gott, sem er hollt og fljótlegt að útbúa, skelli ég í þennan rétt og nota það sem ég á í hann hverju sinni. Ég er mjög hrifin af hreinni grískri jógúrt en hana má poppa upp með ýmsu góðgæti. Hún er líka svo frábær með allskonar mat og ég nota hana mikið í staðinn fyrir sýrðan rjóma.

Uppskriftin sem ég færi ykkur í dag er svolítið dass af þessu og dass af hinu. Það er sko ekkert heilagt í því hvað á að vera mikið af hverju þannig að leyfið hugmyndarflugina að njóta sín og raðið saman þessum góðu hráefnum í fallegt glas/glös og njótið

Verði ykkur að góðu!

GRÍSK JÓGÚRT Í SPARIBÚNINGI

INNIHALDSEFNI:

Grísk jógúrt

Kókosmjólk/rjómi (þykki hlutinn) frá Coop fæst í Nettó

Agave sýróp dökkt – Himnesk hollusta

Haframúslí – Himnesk hollusta

Hnetu- og kókosbiti – Himnesk hollusta

Ristaðar kókosflögur – Himnesk hollusta

Vínber

Hindber

Lime

AÐFERÐ:

1 – Hrærið saman um það bil 30% kókosrjóma, köldum og 70% af grískri jógúrt. Kókosrjóminn gerir grísku jógúrtina léttari í sér.

2 – Setjið Agave sýróp út í eftir smekk og hrærið saman við. Dökka Agave sýrópið frá Himneskri hollustu er með svo þétt og gott bragð sem ég elska.

3 – Síðan byrjar maður að raða í glasið. Fyrst setti ég jógúrtina, síðan vínberin. Aftur jógúrt, síðan múslí og nokkra hnetu- og kókostbita smátt skornum. Í lokin set ég meiri jógúrt og skreyti síðan með hindberjum, hnetu- og kókosbitum og ristuðum kókosflögum.

4 – Til að toppa þetta þá ríf ég í rifjárni lime börk yfir sem gefur þessu extra ferskt og gott bragð.

Það er svo gaman að bjóða upp á þennan eftirrétt í fallegum glærum glösum og ekki síðra ef þau eru á fæti svo hráefnin sjást vel í gegnum þau.

Hægt er að útbúa eftirréttinn nokkrum tímum áður en hann er borinn fram. Það er líka tilvalið bjóða upp á þennan rétt í minni glösum ef maður býður fólki í brunch.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram