KOLLAGEN DREGUR ÚR HRUKKUM

KOLLAGEN DREGUR ÚR HRUKKUM

Lestrartími: 2 1/2 mín.

Vissir þú að kollagen er eitt helsta prótínið í líkamanum og að um 30% af prótínmólekúlum líkamans eru kollagen. Aðalefnið í bandvef líkamans er kollagen og sem prótíntegund skipar það stórt hlutverk í uppbyggingu og styrkingu á ótal vefjum í líkamanum, allt frá beinum og brjóski, til húðar, hárs og augna að ógleymdu meltingarkerfinu.

Kollagen er í reynd límið sem heldur líkama okkar saman. Með aldrinum minnkar framleiðsla líkamans á því og þá er gott að bæta sér upp skortinn með því að taka inn kollagen-bætiefni.

Kollagen eykur teygjanleika húðarinnar, stuðlar að auknum raka í henni og eykur þéttleika kollagen-trefja í henni. Þéttari og styrkari húð veitir unglegra útlit. 

KOLLAGEN ER AUÐMELT PRÓTÍN

Margir eiga erfitt með að brjóta niður prótín úr bæði hvítu og dökku kjöti og hjá þeim getur slíkt leitt til meltingarvandamála eins og uppþembu. Kollagen-bætiefni er hins vegar yfirleitt vatnsrofið (hydrolyzyed) og við það brotnar það niður í peptíð, sem auðvelda líkamanum upptöku á því. 

Kollagen-bætiefni geta því bætt líkama-num upp það prótín sem hann vantar. Þar sem búið er að brjóta kollagenið frá NeoCell niður í peptíð, er auðvelt að leysa það upp í heitu vatni. Einnig má bæta því út í heitt kaffi eða kalt búst, sem auðveldar mjög notkun þess.

Kollagenið frá NeoCell er bæði til í dufti og í hylkjum með viðbættu C-vítamíni, en ýmsum hentar betur að taka það inn í hylkjum.

SYKUR BRÝTUR NIÐUR KOLLAGEN

Gott er að vera meðvitaður um að sykur brýtur niður kollagen í húðinni, en kollagenið er stinna efnið sem gefur húð þinni fyllingu, æskuljóma og þéttleika. Sykurneysla leiðir til insúlín framleiðslu, sem aftur veldur því að það verður truflun á prótínnýtingu.

Sú truflun verður til vegna þess að sykurinn brenglar merkjasendingar í líkamanum.  Brenglunin hefur síðan á áhrif á framleiðslu prótína og amínósýra sem byggja upp kollagen og teygni í húðinni. Sykurinn bindur sig við amínósýrurnar og úr verður límkennd blanda, eftir því sem einn þekktasti húðlæknir í Hollywood, Dr. Harold Lancer segir. 

KOLLAGEN ER GOTT FYRIR LIÐI OG BEIN

Liðverkir valda mörgum vanda og geta til dæmis hindrað fólk í að stunda daglegar hreyfingar, lengri gönguferðir og líkamsrækt. Eftir tíðahvörf dregur oft úr þéttleika beina hjá konum og hætta á beingisnun eykst.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kollagen-bætiefna á bein og liði. Niðurstöður þeirra sýna að regluleg inntaka á kollageni dregur úr eða kemur í veg fyrir liðverki og styrkir beinin, auk þes sem það styrkir ýmsa vefi í líkamanum.

KOLLAGEN STYRKIR MELTINGARVEGINN

Kollagen er stór þáttur í bandvefnum sem myndar ristil og þarma. Kollagen-bætiefni gæti því hentað vel til viðgerða hjá þeim sem eru með leka þarma, iðraólgu (Irritable Bowel Syndrom=IBS) eða aðra meltingarsjúkdóma, þar sem bandvefurinn hefur skaddast.

ERTU AÐ ÆFA?

Þar sem kollagen er svo mikilvægt fyrir bein, liðamót og brjósk er það eitt af þeim næringarefnum sem þeir sem æfa mikið ættu að nýta sér. Öll áreynsla við æfingar leggur álag á liði og liðamót og því er nauðsynlegt að styrkja líkamann með kollageni. Sjálf tek ég reglulega inn kollagen-bætiefni, annað hvort í duftformi eða í hylkjum.

Að mínu mati er NeoCell kollagenið frábært. Fyrirtækið var því eitt af þeim fyrstu sem hóf framleiðslu á kollagen-bætiefni árið 1998 og kollagenið frá þeim er á góðu verði.

Neytendaupplýsingar: Kollagenið frá NeoCell fæst meðal annars í stærri verslunum Nettó, hjá Mamma Veit Best í Auðbrekku/Kópavogi og á Njálsgötu/Reykjavík og í Fjarðarkaup í Hafnarfirði.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar og upplýsingar um ýmis mál tengd sjálfsrækt og náttúrulegum leiðum til að styrkja heilsuna.

Myndir:  CanStockPhoto / rustle69 og af vef neocell.com

Heimildir:  https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26267777/

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram