UPPSKERUTUNGL Í MEYJU
Lestrartími: Rúmar 4 mínútur
Orkan er mjög öflug á þessum tíma og kemur til með að fara vaxandi héðan í frá og fram til áramóta. Næstu þrír mánuðir, það er að segja september, október og nóvember eiga að öllum líkindum eftir að verða gríðarlega mikilvægir fyrir heiminn.
Það eru margar afstöður plánetanna sem styðja það, en þó einkum tvær sem hafa verið ríkjandi síðustu tvö til þrjú árin og eru nú að nálgast nákvæmar afstöður enn á ný. Önnur þeirra er 90° spennuafstaðan á milli Eris í Hrút og Plútó í Steingeit, sem hefur verið viðvarandi frá því snemma árs 2020, hin er 90° spennuafstaðan á milli Satúrnusar í Vatnsbera og Úranusar í Nauti sem hefur verið viðvarandi frá árinu 2021.
NÝJA TUNGLIÐ OG UPPSKERAN
Nýja Tunglið kveiknar kl. 08:16 fyrir hádegi þann 27. ágúst á 4°og 3 mínútum í Meyju. Meðfylgjandi kort er gert fyrir Reykjavík og sýnir plánetuafstöður nýja Tunglsins. Ef þið eigið stjörnukort er gott að skoða hvar fjórða gráðan í Meyju lendir í kortum ykkar, vegna þeirra áhrifa sem Tunglið getur hafa á ykkur.
Ef þið skoðið táknið fyrir Meyjuna, sjáið þið að það er slíður kornsins. Meyjan er því mjög tengd alls konar korni og hér á norðurhveli Jarðar hefst uppskeran vanalega í byrjun september. Meyjan er því mjög tengd fæðuuppskeru og kastljósið beinist sterkt að uppskeru núna.
Til að auka enn á áherslu þess, þá er Satúrnus í 180° spennuafstöðu við smástirnið Ceres (ekki teiknað inn á kortið), en sú pláneta er tengd jarðyrkju, einkum og sér í lagi korni og uppskeru þess. Þessi spennuafstaða gefur til kynna að það geti orðið einhver truflun á fæðuframboði okkar og dreifingarkerfi þess.
Reyndar snúast þessar afstöður núna ekki bara um uppskeru fæðunnar, heldur líka um andlega uppskeru okkar. Að ná að uppskera árangur úr þeirri andlegu vinnu sem við höfum verið að leggja af mörkum hingað til.
NÝJA TUNGLIÐ OG VANINN
Meyjan er líka stjörnumerki sem tengist daglegum vana okkar og er stjórnað af Merkúr, sem er pláneta hugans. Hún getur tengst neikvæðu sjálfstali okkar um að við séum „ekki nægilega góð, ekki nægilega ung, ekki nægilega falleg, ekki nægilega klár“ – en þetta sjálfstal er oft í gangi meira og minna allan daginn hjá okkur – og kemur í veg fyrir að við náum árangri og framþróun.
Nýja Tunglið í Meyju getur hins vegar hjálpað okkur að mynda nýja vana í lífi okkar, daglegt vanamynstur sem tengist hugsunum okkar – og kemur í stað þessara neikvæðu hugsana. Við þurfum að skipta út þessum gömlu vanabundnu hugsunum sem stöðugt rúlla um í kollinum á okkur og setja í staðinn inn jákvæðar hugsanir – eins og til dæmis:
„Ég nýt allsnægta. Ég hef allt sem ég þarf á að halda í lífinu. Ég bý í heimi töfra og kraftaverka.“
Við getum auðvitað valið þær jákvæðu hugsanir sem eru í samræmi við líf okkar og ásetning og tamið okkur að lesa þær reglulega, til að setja inn jákvæðar hugsanir í stað þeirra neikvæðu. Einmitt núna er frábær tími til að gera það.
Meyjan er frábært merki þegar kemur að því að endurmeta smáatriðin því henni fylgir nákvæmni og löngun til að komast að hinu rétta með staðreyndum og upplýsingum.
ÁHRIF FRÁ MARS OG MERKÚR
Við eigum reyndar af tveimur öðrum ástæðum eftir að sjá fullt af upplýsingum, sem við viljum fara vel í gegnum. Mars er á fjórðu gráðu í Tvíbura í hundrað og tuttugu gráðu samhljóma afstöðu við Merkúr, sem er á sjöttu gráðu í Vog. Þessi afstaða örvar hugann, einkum vegna þess að Mars er í Tvíbura og Merkúr stjórnar Tvíburanum. Hugurinn á því eftir að vera mjög virkur og við eigum eftir að fá mikið af upplýsingum.
Gott er að hafa í huga að Mars í Tvíbura getur átt það til að vera huglægt mjög snöggur og kaldhæðnislega fyndinn, en hann getur líka verið pirraður og svekktur. Við gætum því séð viðbrögðin við þeim upplýsingum sem fram koma birtast sem reiði á samfélagsmiðlunum eða sem reiði gagnvart ákveðnum fjölmiðlum sem tengjast þeim upplýsingum sem fram koma.
MERKÚR Á ÖXLI HEIMSINS
Þetta á eftir að verða stórt þema á næstunni, vegna þess að Merkúr sem stjórnar Meyjunni og þessu Nýja Tungli, svo og Tvíburanum, er á Öxli Heimsins. Hann er á 1° og 17 mínútum í Vog en núll gráðurnar í Kardinála merkjunum sem eru Hrútur, Krabbi, Vog og Steingeit – og næstu 2 gráður sitt hvorum megin við núll gráðuna – eru á Öxli Heimsins.
Allar þær upplýsingar og staðreyndir sem Meyjan á eftir að greina í smáatriðum og draga fram í dagsljósið koma því til með að vera mjög mikilvægar fyrir heiminn í heild sinni, þar sem Merkúr er á Öxli Heimsins. Þessar upplýsingar koma til með að birtast augum almennings í meira magni en hingað til.
MARS Í TVÍBURA KALLAR Á FÓKUS
En aðeins meira um Mars í Tvíbura. Hann er rétt nýkominn inn í Tvíburann og kemur til með að vera þar í átta mánuði en það er óvanalega langur tími. Það skýrist af því að Mars kemur til með að breyta um stefnu og fara í langt ferli aftur á bak í lok október. Mars verður því í Tvíburanum fram til 25. mars á næsta ári.
Staða hans kemur til með að efla huga okkar. Hið áhugaverða er að Mars vill fastan fókus og er góður í að halda fókus sínum. Tvíburinn er hins vegar breytilegt LOFTmerki og hann dreifir orku sinni út um allt. Það getur verið dásamlegt, vegna þess að það er svo skapandi – en hann getur dreift orkunni um of.
Við fáum fullt af upplýsingum, það verður mikið drama í gangi og margt litríkt að gerast, eftir því sem orkan stígur hærra og hærra. Þá er auðvelt að láta glepjast af þessu eða hinu. Mars er hins vegar að biðja okkur um að hafa stjórn á huga okkar – og halda fókus okkar á hinu jákvæða.
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.
Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sendar greinar og upplýsingar um ýmis mál tengd sjálfsrækt og náttúrulegum leiðum til að styrkja heilsuna.
Mynd: CanStockPhoto.com/ Productionperig /mark95
Heimildir: Útdráttur úr skýringum Pam Gregory fyrir nýtt Tungl í Meyju. Heildarskýringar hennar má finna HÉR! Vefsíður Pam eru www.pamgregory.com og www.thenextstep.co.uk ef þið hafið áhuga á myndböndum eða bókum frá henni eða viljið skrá ykkur á póstlistann hennar.
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025