KJÚKLINGUR MEÐ TIKKA MASALA OG BANANA

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er komin í haustgírinn og er hér með
frábæran kjúklingarétt fyrir okkur.
Hann gæti hentað vel sem helgar-
réttur eða fyrir næsta 
vinaboð.


Kæri lesandi!

Nú þegar haustið er gengið í garð og farið er að kólna í veðri er gott elda sér vel kryddaðan kjúklingarétt til að gæða sér á. Fyrir margt löngu síðan man ég eftir kjúklingarétti sem innihélt banana og smakkaðist hann mjög vel.

Ég ákvað því að prufa að setja banana með í þennan rétt og það kom mjög vel út. Nauðsynlegt er að hafa bananann vel þroskaðan. Núna setti ég bananasneiðarnar ofan á kjúklinginn, en næst ætla ég að prufa að setja þær undir kjúklinginn. Held að þær verði meira „djúsí“ þannig.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

KJÚKLINGUR MEÐ TIKKA MASALA OG BANANA

1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri, skinnlaus
1 banani vel þroskaður
½ krukka sólþurrkaðir tómatar
1 góð lúka strengjabaunir frosnar Angelmark
1 rauðlaukur
60-80 gr kasjúhnetur
1 dós kókosmjólk
1 msk hvítlaukskrydd Kryddhúsið
1 msk reykt paprika Kryddhúsið
1 msk Cumin Kryddhúsið
2 ½ msk Tikka masala Kryddhúsið
olía
salt
pipar

AÐFERÐ:

1 – Byrjið á því að steikja smátt saxaðan laukinn og strengjabaunirnar (mega fara frosnar á pönnuna)
saman upp úr olíu þar til laukurinn er farinn að mýkjast.

2 – Saltið aðeins og setjið í smurt eldfast mót.

3 – Saxið sólþurrkuðu tómatana og setjið einnig í mótið.

4 – Bætið meiri olíu á pönnuna og setjið allt kryddið út í, blandið því vel saman og steikið við lágan hita í smá stund.

5 – Setjið þá kjúklinginn út í og veltið honum aðeins upp úr kryddinu þannig að það þeki kjötið vel. Leyfið
honum að steikjast aðeins á pönnunni á báðum hliðum við miðlungs hita. Saltið hann og piprið.

6 – Hellið því næst kókosmjólkinni út á pönnuna. Takið kjúklingabitana og setjið yfir grænmetið og
sólþurrkuðu tómatana í eldfasta mótinu en látið kókosmjólkina krauma aðeins lengur með kryddinu á pönnunni. Saltið og piprið.

7 – Blandið öllu vel saman. Stráið kasjúhnetum yfir réttinn og setjið niðurskorinn bananann yfir kjúklinginn
(held það sé betra að hafa bananabitana undir kjúklingabitunum, myndi gera það næst) áður en „sósunni“ er
hellt yfir allt sem í eldfasta mótinu er.

8 – Bakið réttinn  í ofni við 190 gráður i 30-40 mínútur.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram