KARRÝKJÚKLINGUR

Karrýkjúklingur er það þennan föstudaginn. Þessi uppskrift eins og margar aðrar hér á síðunni kemur frá þátttakanda á HREINT MATRÆÐI námskeiði. Höfundurinn er Jóhanna Gunnarsdóttir, sem segir þennan rétt sérlega heppilegan fyrir 4ra manna fjölskyldu.

INNIHALDSEFNI: 

600 gr. kjúklingabringur (eða beinlausir leggir) skornar í teninga
2 msk ólífuolía
2 meðalstórir laukar skornir í bita
1 grænt epli, afhýtt og skorið í teninga
3 tsk Madras-karrý
4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar eða pressuð
1 1/2 msk tómatmauk – gott að nota tómatmaukið frá Himneskri hollustu
3 msk Tamari soja sósa frá Clearspring
4 dl vatn með einni kúfaðri teskeið af grænmetiskrafti frá Himneskri hollustu útí
1/2 tsk himalajasalt

AÐFERÐ:

1 – Kjúklingabitarnir steiktir á pönnu og látnir svo bíða þar til grænmetið og karrýið er tilbúið

2 – Laukur, hvítlaukur og epli eru látin krauma í olíu í potti í 3 – 4 mín.

3 – Karrýinu blandað saman við og látið malla í nokkrar mínútur – passið að karrýið brenni ekki við

4 – Bætið síðan kjöti og öllu öðru innihaldsefni í pottinn og látið malla í 30-40 mín.

5 – Hægt að bæta kryddi við eftir á eftir eigin smekk

Jóhanna segir þetta: “Mín fjölskylda vill hafa mikla sósu og því set ég aðeins meira soð og svolítið meira af hvítlauk, tómatmauki, soja sósu og karrýi.”

Kjúklingarétturinn er svo borinn fram með hýðishrísgrjónum, t.d. frá Himneskri hollustu.

Gott ráð varðandi grjónin er að leggja þau í bleyti í minnst 8 tíma fyrir suðu. Grjónin eru í eðli sínu súr, en ef þau eru lögð í bleyti verða þau basísk. Hellið íbleytivatninu af og skolið grjónin með köldu vatni, áður en þau eru aftur sett í pott, ásamt vatni og himalajasalti og soðin

Mynd: CanStockPhoto – Jomzor

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 502 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?