JÓLATE eða JÓLAGLÖGG

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þar sem komið er fram í aðventu
er það JÓLATE eða JÓLAGLÖGG í dag


Mér áskotnaðist þessi dásamlega Jólaglöggsblanda frá Kryddhúsinu um daginn en hún er nýkomin í verslanir. Þar sem lítið er um jólaglöggsgleði þessa dagana hjá mér og flestum öðrum, ákvað ég að búa mér til óáfengt Jólaglöggste úr kryddblöndunni.

Almáttugur hvað þessi blanda er mikil dásemd! Jólalyktin sem kemur þegar heita vatnið blandast kryddinu er himnesk! Lykt af kanil, kardimommum, stjörnuanís og fleiri góðum kryddum. Mæli með þessum drykk á aðventunni.

Aðventukveðja
Björg Helen

JÓLATE eða JÓLAGLÖGG

1 tsk Jólaglöggs kryddblandan eða eftir smekk

Heitt vatn

Síróp eða hunang

Setjið kryddblönduna í glas eða könnu og heitt vatn út í. Mér finnst voðalega gott að fá mér smávegis af sírópi eða hunangi út í.

Einnig er þessi blanda frábær til að búa til jólaglögg og ég set hér með link frá Kryddhúsinu sem er með uppskrift að bæði óáfengu og áfengu jólaglöggi.

https://www.kryddhus.is/verslun/jolagloggskryddblanda-85gr/  

Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Heimkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

Mynd: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?