JAFNDÆGUR, MANNRÉTTINDI OG VALD FÓLKSINS

JAFNDÆGUR, MANNRÉTTINDI OG VALD FÓLKSINS

Ég hef undanfarið rúmt eitt og hálft ár fylgst náið með breska stjörnuspekingnum Pam Gregory og skýringum hennar á áhrifum himintunglanna, sem í mínum huga eru afar merkilegar. Ég byrjað fyrst að kynna mér stjörnuspeki árið 1984, en stjörnuspeki hefur verið notuð af mörgum samfélögum víða um heima öldum saman.

JAFNDÆGUR AÐ VORI

Jafndægur að vori verða laugardaginn 20. mars, en þau marka í vestræni stjörnuspeki þann tímapunkt þegar Sólin fer inn í Hrútsmerkið.

Þar sem Hrúturinn er fyrsta merki dýrahringsins, líta stjörnuspekingar á jafndægur sem upphafið á nýju stjörnuspekiári. Kortið fyrir jafndægrin er því í augum þeirra kort fyrir árið, því það gefur tóninn og setur fram skýrt þema fyrir allt árið – það er að segja fyrir næstu tólf mánuði, fram í mars árið 2022.

Jafndægrin marka þýðingarmikið nýtt upphaf, jafnvel enn frekar nú en nokkru sinni fyrr, ef þau eru skoðuð í samhengi við samstöðu Júpiters og Satúrnusar í Vatnsbera þann 21. desember síðastliðinn. Þá mættust þessar plánetur í fyrsta skipti í tvö hundruð ár í loftmerki. Það  markaði upphafið á nýjum tvö hundruð ára hring, þar sem þessar plánetur munu mætast í loftmerki á tuttugu ára fresti.

Upphafi að þessu nýja ári í stjörnuspekinni er því magnaðra og mikilvægara en verið hefur undanfarin ár. Það er líka magnaðra vegna alls þess mikla ljóss sem streymir til jarðar þar sem hún er að fara í gegnum Photon-beltið. Samhliða þessum breytingum eru bæði jörðin og mannfólkið á henni að fara  í gegnum framþróun í meðvitund sinni.

Þetta er kannski aðeins of flókið fyrir þá sem eru ekki almennt að spá í stjörnuspeki og aðrar breytingar í kosmósinu, en jörðin er á leið inn í nýtt 12.000 ára tímabil og því fylgja allar þessar miklu breytingar.

MANNRÉTTINDI OG ÖNNUR RÉTTINDI FÓLKS

Í kortinu fyrir Jafndægrin og út allt þetta ár, er mjög sterk 90° spennuafstaðan á milli Satúrnusar í Vatnsbera og Úranusar í Nauti. Sú afstaða er líkleg til að tengjast mannréttindum, borgaralegum réttindum, frelsi, breytingum á lögum, breytingum á stjórnarskrám og byltingarkenndri orku.

Pam Gregory hvetur okkur til að líta til baka í gegnum söguna og skoða hvernig sterkar afstöður milli Satúrnusar og Úranusar hafa birst í gegnum tíðina. Til dæmis má skoða árin frá 1860-1862, en þá stóð yfir borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Flestir vita að helsta ástæða þeirrar styrjaldar var þrælahald í Suðurríkjunum. Varla er hægt að ímynda sér stærra mannréttindamál en þrælahaldið og þegar borgarastyrjöldinni lauk var gerð breyting á stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Næst skoðum við árin 1918-1920 en þá stóð Rússneska byltingin yfir. Þá fór fólk út á göturnar og felldi úrelta og staðnaða ríkisstjórn, sem hafði ríkt í áratugi. Um svipað leyti börðust líka konur víða um heim fyrir kosningarétti sínum, meðal annars með því að festa sig með keðjum við girðingar og með hungurverkföllum, til að ná fram þessum mikilvægu mannréttindum.

Á árunum 1965-1967 stóð svo kínverska menningarbyltingin yfir. Henni fylgdi nú frekar skerðing á mannréttindum en rýmkun. Þessar byltingar hafa allar tengst spennuafstöðu á milli Satúrnusar og Úranusar. Spennuafstöður þessara tveggja plánetna hafa alltaf tengst mannréttindamálum, borgararéttindum, frelsi og lagamálum, stjórnarskrármálum eða byltingum. Með öðrum orðum VALDI FÓLKSINS á götum úti!

VALD FÓLKSINS

Mannréttindamál, borgararéttindi, frelsi og lagamál, stjórnarskrármál eða byltingar eru því málaflokkar sem eru líklegir til að lita allt þetta ár. Með viðhorfi okkar, hugsunum og þeirri tíðni sem við sendum frá okkur, erum við þátttakendur í þessu ferli, sérhvert augnablik, á sérhverjum degi. Allar hugsanir okkar og tíðnir bætast í sameiginlegan pott þeirrar framtíðar sem við erum að laða til okkar.

Þetta er áhugavert vegna þess að ein hliðin á Satúrnusi tengist því að halda í það gamla, meðan önnur hliðin á Satúrnusi í Vatnsbera tengist samfélagslegri ábyrgð okkar. Hvernig sérðu samfélagslega ábyrgð þína í þessari meðvitundarbyltingu? Ætlarðu að reyna að hanga í því gamla með allan óttann og reiðina sem fylgir því eða ætlarðu að stíga fram af hugrekki og gera breytingar.

Úranus tengist breytingum, hinu nýja og ferska, byltingum, uppljóstrunum, sannleika, frelsi og réttindum fólks. Þar sem Úranus er í Nauti, tengist hann líka eldgosum og jarðskjálftum, hvort sem þau eldgos tengjast jörðinni eða mannfólkinu. Hið athyglisverða við þessa samstöðu er að Úranus mun alltaf sigra, því sú pláneta er utar á sporbaug um jörðu en Satúrnus.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á að læra meira um STJÖRNUSPEKI og fá skýringar Pam Gregory á íslensku tvisvar í mánuði, smelltu þá á STJÖRNUSKIN sem er námskeiðshópur.

Heimildir: Stjörnuspekiskýringar Pam Gregory – www.pamgregory.com

Myndir: CanStockPhoto/ Vadimsadovski – JohanSwanepoel

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram