ILMKJARNAOLÍUR Í DAGSINS ÖNN

ILMKJARNAOLÍUR Í DAGSINS ÖNN

Væntanlega kannast þú við ilmkjarnaolíur, hefur einhvern tímann notað þær eða fundið lyktina af þeim þegar aðrir notað þær.

Það eru frekar ilmsterkar þegar þær eru óblandaðar, því þær eru unnar úr kjarna jurtarinnar sem þær koma úr. NOW er með nokkuð breiða línu af ilmkjarnaolíum, en mig langar að tala um tvær þeirra, því þær eru svo meðfærilegar og nytsamar í dagsins önn.

LAVENDER VIÐ HÖFUÐVERKJUM

Höfuðverkir eru mjög algengir hjá fólki. Að baki þeim geta legið margar ástæður, þótt oft sé um einhvers konar streitu að ræða. HEAD RELIEF olíublandan frá NOW er í handhægri lítilli glerflösku með „roll-on“ toppi.

Með henni er auðvelt að bera olíuna á sig á úlnliði, aftan á hálsinn, á gagnaugun eða á önnur svæði sem veita róandi tilfinningu. Meginuppstaðan í blöndunni eru tvær tegundir af lífrænt vottuðu lavender, anthemis nobilis blómaolía og eucalyptus sem blandað er í jojoba olíu. Blandan er einungis ætluð til útvortis nota.

TEA TREE OLÍAN ER EINS OG SJÚKRAKASSI

Ég hef ferðast víða um heim og sjaldan verið með stærri sjúkrakassa en glas af Tea Tree olíu. Olían er hreinsandi og bakteríudrepandi og ég hef borið hana á sár og skrámur og á skordýrabit af öllum gerðum.

Svo hef ég heyrt að hún virki vel á bólur á húð, en það hef ég ekki prófað. Hvar á húðin sem hún er notuð er gott að hafa í huga að olíublandan er einungis ætluð til útvortis nota.

Finnst hins vegar frábært að nú sér hægt að fá Tea Tree olíublöndu frá NOW í „roll-on“ glasi, sem auðvelt er að ferðast með eða hafa í bílnum og nota hvar og hvenær sem er. Tea Tree olían er lífrænt vottuð og blönduð í jojoba olíugrunn.

Myndir:  Af vef NowFoods.com – CanStockPhoto – Veneratio / spline

Neytendaupplýsingnar. Roll-on ilmkjarnaolíurnar, svo og aðrar ilmkjarnaolíur frá NOW fást í H verslun, Fjarðarkaup, Apóteki Garðabæjar, Lyfjaval Mjódd, Apóteki Hafnafjarðar og Lyfsalanum Urðarhvarfi.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram