Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessa vikuna er það litrík og
matarmikil súpa.
LINSUBAUNA- OG GRÆNMETISSÚPA
– með kókosmjólk
Þegar fer að kólna úti er ekkert eins gott og að fá sér heita og saðsama súpu í kvöldmatinn. Þegar ég elda súpu finnst mér alltaf best að gera stóran skammt af henni og frysta síðan restina þannig að næst þegar ég nenni ekki að elda á ég tilbúna súpu í frystinum sem þarf bara að hita upp. Það gerist ekki betra.
Þessi súpa bíður upp á marga möguleika. Það er hægt að gera hana meira spari með því að nota t.d. 2 dósir af kókosmjólk nú eða rjóma. Einnig er æðislegt að setja út í hana rifinn kjúkling, sýrðan rjóma eða gríska jógúrt svo ég tali nú ekki um að rífa góðan ost yfir.
Hversdagssúpa eða sparisúpa ? Þitt er valið.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
INNIHALDSEFNI Í SÚPUNA
150-200 gr rauðar linsubaunir
1 stór laukur
1 stór sæt kartafla
250-350 gr gulrætur
1-2 rauðar paprikur
1 stór kúrbítur
1 dós niðursoðnir tómatar
3 hvítlauksrif
1 sveppateningur
1 grænmetisteningur
1 ½ – 2 msk túrmerik Kryddhúsið
1 rauður chilli (má sleppa)
rifinn börkur af einni sítrónu
1-2 dósir kókosmjólk
Salt
svartur pipar Kryddhúsið
olía
4-5 dósir vatn (dósin undan tómötunum)
AÐFERÐ:
1 – Skerið allt grænmetið niður, ekki of gróft.
2 – Setjið vel af olíu í stóran pott og hitið aðeins. Setjið teningana og allt kryddið út í og hrærið þar til að allt hefur blandast vel sama (ekki við of háan hita).
3- Setjið niðurskorið grænmetið út í og veltið vel upp úr kryddinu og steikið í 5-10 mínútur.
4 – Setjið síðan 1 dós af tómötum út í grænmetið ásamt 4-5 dósum af vatni þannig að það flæði rétt aðeins yfir grænmetið. Alltaf er hægt að bæta meira vatni við seinna ef þarf. Setjið linsubaunirnar út í og kókosmjólkina ásamt rifnum sítrónuberkinum og hrærið í.
Sjóðið þangað til ykkur finnst grænmetið vera orðið tilbúið. Mér finnst gott að hafa smá bit í því ekki alveg mauk soðið. Smakkið súpuna til og ef ykkur finnst vanta meira af krydd þá endilega bætið við.
NEYTENDAUPPLÝSINGAR: Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/ með 20% fram að miðnætti 4. október. Notið afsláttarkóðann HL20.
Myndir: Björg Helen Andrésdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA