HREIN UPPRIFJUN

HREIN UPPRIFJUN

Þann 12. febrúar poppaði upp skemmtileg minning á Facebook síðunni minni. Þann dag voru nákvæmlega sjö ár síðan bókin HREINT MATARÆÐI kom út hér á landi.

Ég þýddi hluta af efni hennar og sá að undir færslunni hafði ég skrifað að ég myndi fljótlega vera með stuðningsnámskeið við hreinsikúrinn fyrir þá sem vildu fara í gegnum hann.

Síðan eru liðin rúm sjö ár. Á þeim árum hef ég orðið vitni að ótrúlegum breytingum á heilsu fólks, bara við það að breyta mataræði, taka inn ákveðin bætiefni og huga að hvíld og hreyfingu í rúmar þrjár vikur. 

ÖRLAGAVALDAR Í LÍFI MANNS

Örlagavaldar í lífi manns eru yfirleitt margir. Í þessu tilviki var það Jóhanna tengdadóttir mín sem kynnti mig fyrir CLEAN bókinni, þegar ég var í heimsókn hjá fjölskyldunni í Texas haustið 2014. Ég ætlaði nú ekki að nenna að fara að kynna mér enn eina mataræðisbókina, svo það liðu nokkrir dagar þar til ég fór að blaða í henni, en eftir það varð ekki aftur snúið.

Efni bókarinnar heillaði mig því það fjallaði um leiðir til að heila líkamann á náttúrulegan hátt og virkaði eins og beint framhald af því sem við Hallgrímur heitinn Magnússon læknir höfðum fjallað um í bók okkar Candida Sveppasýking. Ég endaði því á að taka eintak Jóhönnu með mér heim og panta nýtt handa henni.

Ég lauk því að lesa bókina í flugvélunum á heimleið. Daginn eftir heimkomu var ég svo mætt með hana til bókaútgáfunnar Sölku til að hvetja þær til að gefa bókin út á íslensku.

FYRSTA HREINSUN Í OKTÓBER 2014

Umsókn um útgáfurétt tók nokkurn tíma, en á meðan prófaði ég hreinsikúrinn á sjálfri mér. Ég pantaði mér tilbúinn pakka frá CLEAN en komst að raun um að í einni formúlunni voru efni sem ekki voru leyfð af EU (við virðumst fylgja þeirra reglum í einu og öllu þótt við séum ekki í EU).

Ég hafði því samband við CLEAN PROGRAM í Bandaríkjunum og sagði þeim hvaða stuðningsefni ég hefði keypt hér á landi og fékk ráð um hverju ég þyrfti að bæta við. Sá bætiefnapakki varð síðan grunnur að þeim stuðningsefnum sem ég ráðlagði á námskeiðum mínum. Hann eins og annað hefur breyst samhliða breytingum hjá CLEAN og eins nýjum stuðningsefnum sem komið hafa á markað.

Af sérstökum ástæðum endaði ég á að taka átta vikna hreinsun og við það breyttist heilsufarsástand mitt mikið. Í raun stendur þó hreinsikúrinn bara í þrjár vikur, en margar konur hafa tekið tvöfalda hreinsun með því að skrá sig strax á næsta námskeið eftir að því fyrsta er lokið – og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.

SJÖ ÁRUM SÍÐAR

Mig óraði ekki fyrir því þegar ég hóf þetta HREINA ferli til að bæta heilsu mína að ég ætti enn eftir að vera með þessi námskeið nú sjö árum síðar, en rúmlega 2.200 manns hafa tekið þátt í þeim. Flestir þátttakendur hafa verið kvenkyns, en ég man enn eftir Gumma smið, sem var fyrsti karlmaðurinn sem skráði sig á HREINT MATARÆÐI námskeið.

Hann hafði fundið mig á Netinu þegar hann gúglaði „hreint mataræði“ og mætti samviskusamlega á alla fundi. Þegar hann mætti á lokafundinn spurði ég hvernig hefði gengið. „Vel“, svarði hann. „Mér líður öllum mun betur, liðverkir, þreyta og þróttleysi horfið og ég er búinn að léttast um 11 kg.“

Það leið næstum því yfir konurnar sem voru á námskeiðinu með honum, þegar þær heyrðu þessa tölu.

ÁRANGUR FÓLKS ÁNÆGJULEGASTUR

Eitt af því ánægjulegasta við námskeiðin mín er að heyra af breyttri og betri líðan hjá þátttakendum þegar hreinsikúrnum lýkur. Þessi umsögn er af síðasta námskeiði:

„Eftir 21 dags hreinsun er ég með miklu meiri orku, betri líkamlega og andleg líðan, bjartsýnni, sef betur, er laus við höfuðverki og vöðvabólgu í öxlum, tek engin lyf lengur, en var vön að nota allt of mikið ibufen, treo og vægt lyf til að hjálpa mér að sofna. Best af öllu er að meltingin hefur komist í gott lag og ristillinn stendur sig vel í losun úrgangsefna.“

FYLGI EFTIRSPURNINNI

„Hvað ætlar þú eiginlega að halda þessum námskeiðum lengi áfram?“ spyr fólk gjarnan. Ég hef bara eitt svar við því. Ég held þeim áfram á meðan fólk heldur áfram að hafa samband við mig og spyrja hvenær næsta námskeið verði.

Næsta námskeið hefst 10. mars og ef þú hefur áhuga á að bæta eigin líðan, auka orkuna og léttast í leiðinni geturðu skráð þig með því að SMELLA HÉR!   Það er 20% afsláttur af námskeiðsgjaldi dagana 4. og 5. mars.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Þú getur skráð þig á PÓSTLISTANN til að fá reglulega sendar greinar um heilsumál og fleira áhugavert!

Myndir: Guðrún Bergmann

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?