HNETUDRAUMUR

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessa vikuna er það draumur draumanna
HNETUDRAUMURINN.


Finnst þér hnetur góðar? En hvað með döðlur, kókosmjöl og graskersfræ? Ef svarið er já verðurðu að smakka HNETUDRAUMINN því hann er svo góður!

Það er æðislegt að eiga hann í ísskápnum því þá getur maður nælt sér í einn og einn bita þegar manni langar í smá „nammi“. Hann er líka dásamlegur með kaffi- eða tebollanum. Mér finnst HNETUDRAUMURINN bragðast eins og Snickers eða Reeses súkkulaði þetta í appelsínugulu umbúðunum, þegar maður notar hnetusmjör í hann. Sjávarsaltið setur svo punktinn yfir i-ið.

En það sem skiptir ÖLLU máli í þessari uppskrift, er að rista hneturnar, graskersfræin og kókosmjölið. Það gefur svo mikið meira og betra bragð. Hnetusmjörið er mitt uppáhald í HNETUDRAUMINN. Fyrir þau ykkur sem eruð á HREINU MATARÆÐI hjá Guðrúnu, þá er betra að nota möndlusmjör eða möndlu-heslihnetusmjör, sem er líka geggjað. Er ekki dásamlegt að gera HNETUDRAUMINN til að eiga um helgina?

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

HNETUDRAUMUR með sjávarsalti

INNIHALDSEFNI:

110 gr ristað kókosmjöl

80 gr döðlur

1 msk hnetusmjör eða möndlusmjör eða möndlu-heslihnetusmjör Monki

ristuð graskersfræ Himnesk hollusta

ristaðar pekanhnetur

1 kúfuð msk. kókosolía Himnesk hollusta

5-8 dropar stevia French Vanilla NOW

sjávarsalt

AÐFERÐ:

1 – Byrjið á því að rista kókosmjölið, graskersfræin og pekanhneturnar (í sitthvoru lagi) á þurri pönnu og látið kólna.

2 – Saxið döðlurnar og setjið þær og ristað kókosmjölið í matvinnsluvél. Látið vélina ganga þangað til hráefnin hafa blandast vel saman og allt er orðið smátt saxað.

3 – Bræðið kókosolíuna, setjið stevíuna út í hana og hrærið í. Hellið olíunni yfir hráefnið í matvinnsluvélinni og látið hana ganga aðeins til að olían dreifist vel.

4 – Hellið í viðeigandi mót þannig að þetta verði um það bil 1-2 cm þykkt. Þjappið þessu síðan niður með því að nota skeið eða sleif.

5 – Dreifið ristuðum pekanhnetum og graskersfræjum síðan yfir.

6 – Stráið að lokum sjávarsalti (ekki venjulegu borðsalti) yfir. Betra að hafa minna en meira af því, en það er auðvelt að bæta við seinna. Mér finnst gott að taka síðan smjörpappír eða plastfilmu, setja yfir og þrýsta aðeins niður þannig að pekanhneturnar og graskersfræin festist betur.

Geymið í ísskáp.

Uppskriftin er ekki mjög stór en það er auðvelt að tvöfalda hana.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 589 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram