FULLT TUNGL Í NAUTSMERKINU
Næstkomandi laugardag þann 31. október 2020, er fullt tungl í Nautsmerkinu. Hér á eftir fylgir þýðing mín á skýringum breska stjörnuspekingsins Pam Gregory á orkunni sem fylgir þessu fulla tungli í Nauti, en þetta er annað fulla tunglið í þessum mánuði. Hið fyrra var 1. október, þegar tunglið var fullt í Hrútsmerkinu. Gott er að líta á skýringar hennar sem leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vera undirbúnari því sem framundan er.
Tunglið verður fullt kl. 14:49 eftir hádegi og er þá á 8°og 37 mínútum í Nautsmerkinu. Pam segir þetta vera frekar þversagnarkennt fullt tungl á margan máta, en það er í fyllingu sinni á innan við þrjár mínútur frá Úranusi, svo í raun má segja að pláneturnar séu í nákvæmri samstöðu. Tunglið beinir því ljósi sínu að öllu sem er Úranískt – en hvað þýðir það?
ÚRANUS HRISTIR UPP Í HLUTUNUM
Úranus býr yfir jarðhræringa- og sprengikrafti og mjög svo óstöðugri orku. Í hegðun manna er líklegt að sú orka komi fram sem krafa um frelsi, sjálfstæði og rétt einstaklingsins. Úranus er mjög byltingakenndur og líkur plánetunni Eris í táknum sínum og arketýpu. Orkan sem fylgir þessum plánetum gerir það að verkum að fólk fer út á göturnar og gerir kröfu um meiri gæði, um að á það sé hlusta og kröfu um frelsi.
Orkan frá Úranusi er því á vissan hátt að styrkja langtíma samstöðu Mars og Eris í Hrútnum, sem er mjög tengd rétti einstaklingsins og frelsi á mjög krefjandi máta. Úranus er mjög tengdur – einkum þegr hann er í Nauti, þar sem hann verður til 2026 – við jarðskjálfta, eldgos, öfgafull veður og öfgafulla atburði tengda Jörðinni.
Orkan frá Úranusi getur líka tengst pólitískum jarðskjálftum, áföllum, óvæntum uppákomum eða fréttum eða fregnum utan úr geimnum. Allt þetta getur verið að gerast 31. október, þremur dögum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Og þar sem orkan því mjög, mjög óstöðug getur í raun allt gerst.
LEYNDARMÁL UPP Á YFIRBORÐIÐ
Önnur mögulega birting á þessu fulla tungli getur verið sú, að þar sem fullt tungl beinir ljósi sínu að óþekktum leyndarmálum og Úranus er tengdur sannleikanum, hinu beitta sverði sannleikans – að einhver sannleikur komu fram í dagsljósið eða öllu heldur tunglsljósið nú á þessu fulla tungli er í samstöðu við Úranus. Komum við til með að sjá meira af sláandi sönnum eða óvæntum fréttum koma upp á yfirborðið og inn í ljósið, sem gæti breytt braut okkar inn í framtíðina?
Á fullu tungli koma tilfinningar og viðhorf okkar gjarnan upp á yfirborðið og innan þessarar miklu orku sem er í gangi nú í október og nóvember eru margir toppar og þetta fulla tungl markar einn af þeim.
NAUTIÐ OG ÚRANUS EKKI BESTU MÁTAR
Þetta fulla tungl beinir ljósi sínu að Úranusi, en það skín líka á andstæðan pól plánetunnar, þar sem orkan í Úranusi og í Nautinu passa ekki allt of vel saman.
Nautið tengist alltaf varanlegu ástandi, stöðugleika, öryggistilfinningum og öryggi og vill engar skyndilegar breytingar. Nautið vill ekki láta neitt rugga bátnum.
Úranus er alger andstaða. Einfarinn sem vill brjóta allt upp sem staðnað er og í rútínu og vill allan fyrirsjáanleika burt. Hann vill því brjóta niður hlutina til að geta brotist í gegn.
Pam segir hið áhugaverða vera að langtíma viðvera Úranusar í Nauti til 2020, sé í raun að styrkja plánetunA Plútó í Steingeit – en Steingeitin stendur fyrir hin ráðandi öfl eins og ríkisstjórnir og stofnanir – á meðan Plútíska orkan stendur meira fyrir niðurbrot á gömlum kerfum, ríkisstjórnum og þeim samfélgshugmyndum sem við höfum lengi haft. Hún segir okkur geta séð þetta niðurbrot alla daga í því sem er að gerst í heiminum.
Úranus í Nauti er einnig með samskonar byltingarkennda orku, sem hristir upp í hlutunum, en orka hann snýst ekki um samskonar tilgang og hjá Plútó, heldur um að brjóta niður til að geta brotist í gegn.
SKORIÐ Á FAÐMLÖGIN
Pam hvetur okkur til að hafa það í huga að Nautsorkan er með næm skilningarvit, einkum skynjun á snertingu. Í goðsögninni er talað um að Úranus sér tengdur hvers konar aftengingu (þ.e. hann klippir á hlutina), auk þess sem hann stjórnar Vatnsberanum, þar sem oft gætir vitsmunalegrar fjarlægðar því Vatnsberinn er svo svalur, að hann er ekki mikið fyrir að snerta eða faðmar fólk eins og þeir sem eru í vatnsmerkjum myndu gera.
Þetta þýðir reyndar ekki að Vatnsberar geti ekki búið yfir þessum eiginleikum, en það ræðst af öðrum afstöðum í kortunum þeirra. En er það ekki athyglisvert að allt þetta ár hefur með alls konar boðum og bönnum verið „klippt á“ snertingu og faðmlög okkar við vini og vandamenn – meðal annars vegna mikillar einangrunar og heimavistar.
Pam hvetur því alla sem möguleika geta, innan þeirra takmarka sem þeir búa við að faðma, þó ekki sé nema gæludýr, því faðmlög og snerting eru einn hluti af þörfum mannsins. Hún bætir því líka við að þar sem við séum á leið inn í sterkari Vatnsberaorku, þegar Júpiter og Satúrnus fara inn í Vatnsberann 21. desember n.k. sé afar mikilvægt að lifa frá hjartanu og hjartaorkunni – þar sem Vatnsberinn er svo huglægur og mikið í hausnum, svo halda þarf jafnvægi þar á milli.
SPENNA Á MERKÚR
Merkúr er á þessu fulla tungli á 26° í Vog. Merkúr myndar því T-Square eða spennuafstöðu við pláneturnar Mars, Eris og Black Moon Lilith í Hrút, þar sem örvandi, hvatvísa og stundum reiða orkan ríkir. Pláneturnar í Hrútsmerkinu og Merkúr í Vog eru í 180° spennuafstöðu og mynda svo báðar 90° spennuafstöðu við pláneturnar í Steingeitinni, sem eru Júpiter, Satúrnus og Plútó. Þar mætast því stálinn stinn svo líklegt er að mörg reiðiorð verði látin falla á næstunni. Um hvað er líklegt að þau snúst, þegar Merkúr er í Vog. Um réttlæti, jafnræði og sanngirni, sem allt eru gildi Vogarinnar.
Ráðandi orkan er sterk og mikið um sýnilega yang orku eða karlokru um allan heim og mikið að gerast í 3ju víddinni.
FORSETAKOSNINGAR Í BANDARÍKJUNUM
Þegar haldið er inn í nóvember, nánar tiltekið 3. nóvember, daginn sem forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum fer Merkúr í kyrrstöðu og breytir um stefnum beint áfram á braut um Jörðu. Við stefnubreytingar magnast alltaf orka plánetnanna sem eru að breyta um stefnu.
Eins og Pam hefur áður minnst á, telur hún að kosningunum verði hugsanlega seinkað eða að niðurstöðu úr þeim seinki á einhvern hátt. Hún telur jafnframt að hvor frambjóðandinn sem greinilegar vinnur, séu allar líkur á, vegna þeirrar óstöðugu orku sem í gangi er, að það leiði til samfélagslegrar ólgu í Bandaríkjunum.
Þann 3. nóvember er Merkúr á 26° í Vog líka í nákvæmri spennuafstöðu við Satúrnus á 26° í Steingeit, auk spennuafstöðunnar við pláneturnar í Hrút. Það gefur til kynna að fólk eigi ekki eftir að vera sammála. Þegar skoðanir eins hóps stangast á við skoðanir annars, geta margar mismunandi og sterkar skoðanir kynnt undir öfgafulla orku Hrútsins um allan heim.
JÚPITER OG PLÚTÓ Í SAMSTÖÐU
Ef haldið er lengra inn í mánuðinn eða til 12. nóvember, þá verður Júpiter í nákvæmri samstöðu við Plútó í þriðja sinn á árinu. Fyrri samstöður voru 4. apríl og 29. júní, en í kringum báðar þessar dagsetningar hertu ríkisstjórnir reglur á íbúa landa sinna – svo Pam telur líklegt að við megum búast við auknum valdboðum frá stjórnvöldum enn á ný í kringum 12. nóvember. Júpíter þenur úr hlutina og Plútó (völd) er í þessari samstöðu táknrænn fyrir stjórnvöld.
Við megum eiga vona á að stjórnvöld taki sér meiri völd yfir þegnum landa, en á sama tíma eykur þenslan í Júpiter líka við niðurbrot gömlu kerfanna, sem Plútó hefur verið að brjóta niður.
Júpíter á eftir að auka þetta niðurbrot, en hann á líka eftir að auka andlega umbreytingu okkar, því Plútó er nefnilega líka pláneta andlegra umbreytinga.
TVÆR TÍMALÍNUR
Tvær tímalínur eru nú að eiga sér samtímis stað og er samstaða Júpiters og Plútó er dæmi um það. Við erum bæði með þriðju víddar tímalínu og fimmtu víddar tímalínu. Þriðjuvíddar tímalínan tengist því sem þú sérð í fréttunum, kaosið frá degi til dags, þá truflun og vanhæfni sem er í gangi, allt það sem er ekki að ganga upp, allar þvinganir og ófrelsi, allt það sem ekki er hægt að treysta á – samtímis því sem undirstöður þess sem við höfum treyst á eru að gefa eftir. Þessu fylgir mikil óreiða – en á öðru sviði erum við að ganga inn í alveg nýjan kafla í þróun mannskyns.
Við erum núna stödd þar sem leiðir skiptast og þar sem bilið á milli leiðanna er að breikka. Við getum enn stokkið frá þriðju vídd yfir í fimmtu vídd, en það verður erfiðara eftir því sem á líður. Ástæða þess er sú að hugsanir okkar og tilfinningar verða að fíkn. Við verðum efnislega háð þeim, svo þeir sem eru háðir þessum tilfinningum sem eru á lægri tíðni, tilfinningum eins og ótta, kvíða, skelfingu, reiði og öllum þeim tilfinningum – búa til taugapeptíð sem fara út í allar frumur líkamans – og valda efnislegri fíkn í líkamanum.
Pam hvetur okkur til að leita frekari skýringa á þessu, með því að lesa bókina MOLECULES OF EMOTION eftir Candice Pert. Candice er taugavísindamaður og er með rannsóknum sínum að ryðja alveg nýja braut.
Við getum á hinn bóginn valið fimmtu víddar tilfinningarnar gleði, hlátur, þakklæti, umburðarlyndi, frið og hæfileikinn til að meta hlutina – því við getum líka orðið háð þeim tilfinningum.
Pam segir að því fyrr sem við tökum búnna yfir fjórðu vídd og yfir til þeirrar fimmtu, þeim mun fyrr erum við komin á fimmtu víddar tímalínuna og það verður bæði auðvelda og flýtir fyrir því, bæði hjá okkur sem einstaklingum og sem heild, að opna fyrir nýjan heim sem verður svo miklu betri en sá sem við búum við núna.
Hún treystir því jafnframt að skýringar hennar komist til skila, því um efnislega fíkn í líkamanum gagnvart bæði jákvæðum og neikvæðum tilfinningum er að ræða.
RÁÐIN HENNAR PAM
Pam hvetur okkur til að nota allt sem hún hefur verið að fjalla um þetta árið, eins og að setja Post-it miða um allt hús með orðunum – UM HVAÐ ERTU AÐ HUGSA? – HVAR ER FÓKUS ÞINN? – til að við dettur ekki inn í neikvæðu þriðju víddar orkuna og höldum huga okkar við þá mynd af betri framtíð sem við viljum skapa.
Svo er mjög gott að æfa Hjartaöndun, en hún byggist á því að anda meðvitað, með lokuð eða opin augu, og hugsa á sama tíma um eitthvað sem við erum virkilega þakklát fyrir.
Pam bendir á að við veljum og í þessu tilviki snúist það um að velja hvar við setjum athygli okkar.
STRÍÐSGUÐINN MARS BREYTIR UM STEFNU
Um miðjan mánuð eða þann 14. nóvember, stöðvast Mars á himinhvolfinu og breytir um stefnu og fer beint áfram. Eins komið hefur fram hér að framan, magnast orka plánetanna þegar þær stöðvast og breyta um stefnu. Pam segir að 14. nóvember gæti því orðið mjög HEITUR dagur – svo og nokkrir dagar beggja vegna við hann.
Mars er stríðsguðinn, fullur af yfirgangi og fastheldni, svo við gætum séð mikið af slíkri orku um miðjan mánuðinn, því það er svo mikið á lægri tíðnisviðunum, sem eykur þá orku – EN Mars snýst líka um hugrekki okkar á þessum tímum.
TÍMABIL SPORÐDREKANS
Ef við hugsum þetta út frá þriðju og fimmtu víddinni, þá erum við að fara inn í tímabil Sporðdrekans. Sólin er þegar í Sporðdreka og hefur verið frá því síðla í október og Merkúr fer aftur inn í Sporðdrekann 11. nóvember.
Sporðdrekinn er í stjörnuspekinni merki umbreytinga (transformation), stjórnað af Plútó, og er í raun með tvö tákn. Annars vegar er það Sporðdrekinn sjálfur, sem áður var stýrt af Mars, en hann snýst um lægri tíðnir Sporðdrekamerkisins en þær eru gjarnan tengdar frumhvötum, dýrslegri eðlishvöt, bræði, öfund, afbrýðisemi og grófu kynlífi og eru í grunninn lægri tíðnir hans.
Hins vegar er það Fönixinn sem er táknrænn fyrir Sporðdrekann, en í grískum goðsögnum er Fönix fuglinn sem tengdur er sól og eldi, táknrænn fyrir nýtt upphaf, þar sem hann rís úr ösku hins gamla.
Pam sér fyrr sér að Fönixinn í þessu umbreytingarferli tengist þriðju og fimmtu vídd. Við getum valið að rísa upp úr öskunni og tylla okkur á hæstu tinda eins og Fönixinn eða örninn myndu gera – komið okkur á mun hærra vitundarsvið og orðið að áhorfendum eða vitnum að því sem er að gerast í kringum okkur, og horft á það allt sem orku.
FIMMTA VÍDDIN
Pam segir að ef við hugsum um eðlisfræði þessara tímalína, þá sé þeim ekki bara stýrt af guðlegu plani, plani sem hefur verið að mótast í mörg þúsund ár, heldur efnilega af öllu því nýja ljósi sem er að koma inn til jarðar.
Við erum að fara í gegnum Photon beltið og nýir ljóskóðar sem við höfum ekki vitað um hingað til, streyma til Jarðar. Þegar þetta ljós með sína háu tíðni kemur inn til jarðar, geta hin lægri svið þéttleika eða eðlismassa ekki haldið áfram að vera til – og það er hluti af allri þessari eyðingu eða sundrung.
Út frá stjörnuspekinni sést það vel, svo og eðlisfræðinni og þetta niðurbrot er líklegt að halda áfram til ársins 2024, meðan Plútó (pláneta dauða og endurfæðingar) er enn í Steingeit. Ferlið á eftir að valda ringulreið, ryki og uppnámi.
Pam segir jafnframt að það sem eigi eftir að gerast sé að fimmtu víddar orkan eigi eftir að fara á flug með þessu hátíðniljósi sem er að kom inn til Jarðar fyrir hvert og eitt okkar.
STÍGUM TIL BAKA
Pam hvetur okkur til að horfa á allt sem er að gerast í kringum okkur sem orku og stíga aðeins til baka – til að vera ekki í miðju atburða, því þeir eigi eftir að verða litríkir og dramatískir. Hún segir að það eigi eftir að vera margt sem grípur athyglina á þriðju víddar sviðinu, en það hjálpi hvorki okkur sem einstaklingum, né heildinni að festast þar.
Hún segir að það sem við getum gert er að lyfta okkur á hærra vitundarstig og ef okkur tekst það getum við farið að skapa okkur meiri frið, rólyndi og jafnaðargeð, sjálfsöryggi og traust á hinu ósýnilega, traust á því að hvert og eitt okkar getið verið skapari hins nýja heims.
Í lokin vill hún bæta þessu við. Á fullu tungli er frábært að losa um og láta hlutina fara. Hún hvetur okkur til að velta því ekki bara fyrir okkur því sem við viljum skapa, heldur líka því hverju við viljum sleppa, þegar við höldum inn í þennan næsta kafla í þróun mannsins.
Það sem við viljum sleppa kann að vera eitthvð efnislegt eða hegðunar- eða hugsanamynstur, sem eru ekki lengur að þjóna okkur. Hverju viljum við sleppa til að komast sem fyrst á hraðbrautina inn í nýjan og betri heim?
Lokaorð Pam Gregory eru: Taktið skrefa aftur á bak úr dramanu og verið örninn eða Fönixinn.
Mynd: CanStockPhoto.com – 3dmentat
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar7. desember, 2024MARS Á FERÐ AFTUR Á BAK
- Greinar28. nóvember, 2024LÉTT YFIR NÝJU TUNGLI Í BOGMANNI
- Greinar31. október, 2024MAGNAÐAR PLÁNETUAFSTÖÐUR Í NÓVEMBER
- Greinar21. október, 2024SÓLIN Í SPORÐDREKA