HAKKRÉTTUR VALDÍSAR

Uppskriftin þessa vikuna kemur frá Valdísi Rut
Jósavinsdóttur á Akureyri. Hún hefur nokkrum
sinnum komið á HREINT MATARÆÐI námskeið
og deilir hér rétti, sem bæði hentar meðan verið er í
hreinsun og eins utan hennar.


HAKKRÉTTUR VALDÍSAR

Hér er góður hakkréttur sem ég vil endilega deila með ykkur. Þennan rétt er ég búin að vera að þróa frá því ég fór í mína fyrstu hreinsun hjá Guðrúnu Bergmann.

Ég geri alltaf tvöfalda uppskrift og set nokkra skammta í frysti til að geta tekið með mér í vinnuna eða til að borða þegar aðrir á heimilinu eru t.d. að úða í sig pizzu eða eitthverju öðru, sem ég kýs að borða ekki.

Verði ykkur að góðu
Valdís Rut

 

INNIHALDSEFNI:

500 – 550 gr nautahakk

1 stk 400 gr sæt kartafla ( má líka vera bland af sætri kartöflu, graskeri og gulrótum )

1 dós svartar baunir

3-4 stk hvítlauksgeirar

1 stk rauðlaukur

3 – 4 msk tamari sósa frá Clearspring

1 msk cumin krydd

1 tsk garam masala

1/4 tsk red pepper frá Olifa ( mjög sterkt )

1 1/2 tsk himalaya salt

olía

AÐFERÐ:

1 – Sætu kartöflurnar eru baðaðar í olíu og kryddaðar með salti, cumin og garam masala og settar í ofn á 180 gráður í 30 – 40 mínútur eða þar til þær eru fulleldaðar.

2 – Á meðan eru laukarnir settir á pönnu og léttsteiktir – hakkinu síðan bætt á pönnuna og steikt ásamt lauknum. Hakkið er kryddað með salti, cumin kryddi, garam masala, rauðum pipar og tamarisósu.

3 – Þegar hakkið er fulleldað er svörtum baunum bætt við ásamt sætu kartöflunum og öllu blandað saman og vollllllllllla !!!!!!!!!!

4 – Avókadó on the side gerir réttinn svo ennþá betri

Myndir: Valdís Rut Jósavinsdóttir.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram