HÁRVÖRUR SEM STYÐJA VIÐ UMHVERFIÐ

HÁRVÖRUR SEM STYÐJA VIÐ UMHVERFIÐ

Mér finnst alltaf frábært þegar fyrirtæki hafa skýra umhverfisstefnu og markmið með framleiðslu sinni. Eitt af þessum fyrirtækjum er Maria Nila í Svíþjóð, en fyrirtækið framleiðir vegan sjampó, hárnæringu og aðrar hárvörur, sem vottaðar eru af Peta, Leaping Bunny og The Vegan Society.

Frá árinu 2016 hefur Maria Nila staðið fyrir árlegri góðgerðarherferð undir myllumerkinu #ichoosefriendly.

GÓÐGERÐARDAGATAL

Á alþjóðlegum degi grænkera (International Vegan Day) þann 1. nóvember byrjar nýtt góðgerðardagatal hjá Maria Nila og kallast árið framundan þá Vinsamlega árið – eða The Friendly Year. Fyrirtækið velur þá ákveðinn málstað sem leiðir góðgerðarstarf þeirra og jákvæð framtaksverkefni næstu 365 daga.

Hluti af hagnaði fyrirtækisins hefur runnið til átaksverkefna sem hafa meðal annars snúið að verndun nashyrninga og fíla í útrýmingarhættu, gróðursetningu trjáa og verkefnum sem draga úr plastmengun. Í ár tengist verkefnið Íslandi, því herferð Maria Nila er beint að uppbyggingu á griðarstað hvíthvala við Vestmannaeyjar.

HVÍTHVALIR Í VESTMANNAEYJUM

Griðastaðurinn í Klettsvík við Heimaey er fyrsti griðarstaður sinnar tegundar sem gerður hefur verið til að endurnýja kynni hvala við sitt náttúrulega umhverfi. Fjörðurinn veitir mjöldrunum nægt svæði til að synda, kanna og kafa djúpt. Hann inniheldur náttúrulegt innrennsli og stöð í landi sem gerir starfsfólki Sea Life Trust kleift að fylgjast með og meta hvalina reglulega.

Í dag búa í Klettsvík tveir kvenkyns mjaldarar, systurnar Litla Grá og Litla Hvít. Þær höfðu áður verið í rússneskri hvalarannsóknarstöð, en þaðan voru þær fluttar árið 2011 í dýragarð í Kína, þar sem þær voru þar til þær komu til Íslands í lok sumars 2019.

Griðarstaðurinn er nauðsynlegur til að hjálpa hvölunum að venjast nýjum heimkynnum og aðlagast náttúrulegu umhverfi á ný, en frjálsir mjaldrar geta lifað í allt að 60 ár.

FRÁBÆRAR HÁRVÖRUR

Ég hef notað hárvörurnar frá Maria Nila í nokkur ár og er sérlega ánægð með þær. Mitt uppáhald er Soft tvennan, sjampó og hárnæring, því þessi tegund mýkir frekar gróft hár mitt. Einnig nota ég Soft Argan olíuna til að setja í endana á hárinu, til að krullurnar verði ekki mjög úfnar.

Ljóst/hvítt hár hefur tilhneigingu til að gulna, svo ég nota líka annað slagið Silver sjampóið og hárnæringuna, til að ná gulu slikjunni úr hárinu.

Mér finnst líka frábært að geta stutt við umhverfið með þeim vörum sem ég kaupi. Þótt hárgreiðslustofur séu lokaðar sem stendur, kemur að því að þær opni á ný og þá er hægt að kaupa sér Maria Nila hárvörurnar – og vita að þegar við gerum það erum við að styðja við griðarstað hvíthvalanna í Vestmannaeyjum allt fram til októberloka á næsta ári.

Myndir: CanStockPhoto – og af vefsíðu Maria Nila

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram