NAUTAGÚLLAS

Matarbloggari vefsíðunnar er Björg Helen Andrésdóttir.
Hún kemur reglulega með nýjar uppskriftir að
spennandi og fljótlegum réttum, sem gaman er
að njóta. Þessa vikuna er NAUTAGÚLLAS!


NAUTAGÚLLAS
– MEÐ KÓKOSMJÓLKURSÓSU

Þegar veturinn gengur í garð og vindurinn gnauðar úti er upplagt að elda gúllas. Það er svo þægilegt að skella öllum hráefnunum í einn pott og sjóða saman. Nautagúllas, eða það kjöt sem ykkur finnst gott, með fullt af góðu grænmeti getur varla klikkað.

Ég ákvað að nota kókosmjólk í þessa uppskrift og góða Baharat Líbanon kryddið frá Kryddhúsinu, sem er frábært á kjöt og í pottrétti. Góð kartöflumús er alltaf klassísk með eða soðin hrísgrjón.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

INNIHALDSEFNI: 

650 gr gott nautagúllas eða annað kjöt

1 laukur

250 gr gulrætur

1 box sveppir

1 paprika

1 dós kókosmjólk eða lakósafrír rjómi

50 gr tómatpúrra Himnesk hollusta

3 lárviðarlauf

1 nautakjötsteningur

1 ½ tsk hvítlauksduft frá Kryddhúsinu eða 2 hvítlauksrif

1 msk steikarkrydd frá Kryddhúsinu

1 msk.paprikukrydd frá Kryddhúsinu (gleymdist að hafa með á myndinni)

1 ½ msk Baharat Líbanon Kryddhúsið

1 tsk chilli flögur má sleppa

2 msk hunang má sleppa

vatn

olía

himalajasalt

pipar frá Kryddhúsinu

AÐFERÐ: 

1 – Steikið kjötið aðeins upp úr olíu við nokkuð háan hita til að loka því og lækkið síðan hitann.

2 – Skerið grænmetið niður og setjið út í og steikið með kjötinu í smá stund.

3 – Setjið allt kryddið og tómatpúrruna út í ásamt teningnum (ekki lárviðarlaufin). Steikið áfram við ekki of háan hita í 5-8 mínútur.

4 – Bætið vatn út í pottinn, ásamt lárviðarlaufunum. Látið vatnið næstum fljóta yfir hráefnið en þó ekki alveg.

5 – Ég setti kókosmjólkina út í eftir um það bil 1 klukkustundar suðu ásamt hunanginu. Gúllast þarf langa suðu til að verða mjúkt og gott. Ég sauð það í  potti með lokinu á í um 1 ½ tíma. Hafið hitan ekki of háan en nóg til að það bulli í

Neytendaupplýsingar: Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó, Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun: https://www.kryddhus.is/

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram