HJARTASÁRIN

HJARTASÁRIN

Nánast er hægt að segja að það liggi í lífsins eðli að verða fyrir hjartasorg einhvern tímann á lífsleiðinni. Ótal margt getur valdið henni. Kærasti eða kærasta sem slítur sambandi. Eiginmaður eða eiginkona, sem skyndileg yfirgefa maka. Missir ástvina af slysförum eða úr veikindum. Allur missir hefur tilhneigingu til að valda hjartasorg og miklu áfalli.

Við áfall eins og hjartasorg er eins og allar sorgartilfinningarnar setjist að í líkamanum. Samt finnur sé sem verður fyrir hjartasorginni oft til líkamlegs tómleika, á erfitt með einbeita sér, missir oft matarlyst og á erfitt með að setja tilfinningar sínar í orð

HEILUN HJARTASÁRA

Oft skilja svona hjartasár eftir varanleg merki í lífi okkar. Þótt sagt sé að öll sári grói með tímanum, taka hjartasárin oft lengri tíma en önnur. Einnig er mismunandi hvernig þau gróa. Ef bara er breitt yfir sorgina, en ekki unnið úr henni, er hætt við að hún fylgi manni alla tíð.

Ef hjartasárið er hreinsað upp, unnið úr áfallin sem það olli í líkama og tilfinningum, getur sárið gróið, án þess að sorgin sitji föst undir hrúðrinu.

Úrvinnsla áfalla getur oft leitt til mikillar innri vinnu, öflugrar andlegrar vakningar, meiri skilnings og þroska. Það er nefnilega oft í gegnum áföllin sem við þroskumst mest. Smátt og smátt lærum við að opna hjarta okkar og treysta á nýjan leik, njóta gleði og taka fullan þátt í lífinu.

ÞEIR SEM EFTIR SITJA

Án þess að ég geti sagt svo með sanni, lít ég svo á að sá sem fer – einkum ef það er einhver sem deyr – fer ekki í gegnum missinn sem þeir sem eftir sitja fara í gegnum í tilfinningalíkama sínum.

Það eru því þeir sem eftir sitja, sem þurfa að gera breytingar á lífi sínu, finna því nýjan farveg og tilgang, til að geta haldið áfram niður lífsins fljót. Við hættum nefnilega ekki að fljóta niður það fljót fyrr en við yfirgefum sjálf jarðvistina.

Mynd: CanStockPhoto / ilze79

 

 

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 501 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?