HEILBRIGÐAR FRUMUR

HEILBRIGÐAR FRUMUR – HEILBRIGÐUR LÍKAMI

Hefurðu nokkurn tímann spáð í hvað ræður því hvort þú ert með heilbrigðan líkama eða veikan? Heilbrigði minnstu byggingareininga líkamans getur skipt máli þar.

Fruman er minnsta byggingareiningin í hverju líffæri líkamans og í þínum líkama eru um 70 billjónir frumna, það er að segja 70 milljón milljónir. Frumufjöldinn í líkama þínum er því 4.000 sinnum meiri en íbúafjöldi Jarðar er.

Frumurnar eru að sjálfsögðu sértækar, eftir því hvaða tilgangi þær þjóna, en grundvallar plan (blueprint) hverrar frumu er alltaf það sama. Í plöntum er það einnig mjög líkt planinu sem er í frumum dýra og manna.

DNA-IÐ GEYMIR PLANIÐ

Allar frumur í líkama þínum eru með sama plan sem geymt er í DNA-inu eða erfðaefninu. Sérhver fruma í líkama þínum inniheldur þetta plan fyrir allar aðrar frumur í líkamanum, en hver fruma hefur minnisgetu upp á um það bil 2 gígabæt.

Einungis um 3 prósent af minninu er notað til að geyma erfðaefnisupplýsingarnar. Ekki hefur enn verið hægt að skýra tilganginn með því sem eftir er af geymslurýminu.

FRUMUKJARNINN

Gerð og innri starfsemi hverrar frumu í líkama þínum er að mestu eins.

Frumukjarninn er stjórnandinn, mítókondran (orkuframleiðsluhluti frumunnar) er orkuverið, ATP-ið (Adenosine Triphosphate) sér um að geyma orkuna, frymisnetið þjónar sem þarmar, Golgi-flókinn er ensímframleiðandinn og frumuhimnan er ytri skelin sem heldur öllu saman.

Sérhver fruma er með sín eigin efnaskipti. Vatn, næring og súrefni þurfa að fara inn og efnaskiptaúrgangur þarf að fara út.

EFNASKIPTI FRUMNANNA

Við vitum vel hvernig vatn og næringarefni fara inn í mannslíkamann og hvernig efnaskiptaúrgangur fer út.

Hjá frumunum fer þetta fram í gegnum „loka“ á frumuhimnunni, sem er yfirborð þeirra. Þessir „lokar“ á frumuhimnunni opnast og lokast eftir þörfum.

Sú virkni byggist á mögulegri rafspennu, það er að segja mismuninum á spennunni milli innri hluta frumunnar og á svæðinu milli frumnanna. Rétt eða rangt magn af slíkum möguleika ræður því hvort um heilbrigð eða skert frumuefnaskipti er að ræða.

Þegar rafspennan eða hleðslan í frumunum dettur niður, veikjast frumurnar og um leið verðum við veik. Með því að auka rafspennuna getur við styrkt frumurnar og um leið heilsu okkar.

Þegar notaðar eru tíðnilækningar til að koma á jafnvægi í líkamanum, er unnið út frá því að þessi mögulega rafspenna sé ástæða þess að hægt sé að nota tíðnir til að koma á jafnvægi hjá frumunum.

Mynd: CanStockPhoto / Eraxion

Heimildir: Úr bókunum Biologically Closed Electric Circuits eftir prófessor Björn Nordenström og The Body Electric eftir prófessor Robert O. Becker.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram