FRUMKVÖÐULL FÆR VIÐURKENNINGU

FRUMKVÖÐULL FÆR VIÐURKENNINGU

Stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) veitt nýlega henni Kaju, fullu nafni Karen Emelíu Jónsdóttur, sem rekur Kaja Organic ehf. sem er móðurfyrirtæki Café Kaju og Matbúrs Kaju, á Akranesi viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í sátt við náttúru og umhverfi.

CAFÉ KAJU

Kaja hefur í nokkur ár rekið Café Kaju, sem er eina lífrænt vottaða kaffihús landsins. Það er vel þess virði að renna upp á Skaga og fá sér súpu í hádeginu eða kaffi og meðlæti, enda ekki hvar á landinu sem er að boðið er upp á vegan tertur. Þar er líka hægt að kaupa ýmsar lífrænar vörur, sem ekki hefur verið pakkað í plast, heldur renna ljúflega niður í bréfpoka þegar valið er.

MATBÚR KAJU

Matbúr Kaju er framleiðsluhluti starfsseminnar, en þar eru framleiddar ýmsar lífrænar vörur sem hafa algjöra sérstöðu. Auk þess að framleiða mat og allt meðlæti sem selt er í kaffihúsinu, þar með talið súpur, salöt, brauð, kökur og glútenlaust góðgæti – framleiðir Matbúrið einnig byggmjólk, ýmsa latte-drykki, frækex, vegan tertur, pestó, tómatsúpur og margt fleira.

Stutt er síðan framleiðsla á byggmjólkinni hófst, en hún er unnin úr lífrænu byggi frá Vallanesi og bætt með sólblómaolíu og sjávarsalti. Þar sem byggið er svo bragðmikið þarf einungis 6,8% bygg í mjólkurframleiðsluna. Næringargildi hennar er samt mikið, því Kaja grófsigtar mjólkina.

Til að toppa þetta notar Kaja svo glerflöskur undir mjólkina, bæði til að viðhalda hreinleika afurðana og einnig til að ná góðu geymsluþoli.

LÍFRÆNT FYRIR ALLA

Skýr stefna er hjá fyrirtækjum Kaju um að vinna einungis með hráefni af lífrænum uppruna, enda er slagorð fyrirtækisins „Lífrænt fyrir alla“.

Stefna fyrirtækjanna er líka að vera plastlaus, stunda enga matarsóun (zero waste) og að viðskiptavinurinn fái að njóta þess ef hagstætt verð hjá birgjum

Ég óska Kaju innilega til hamingju með viðurkenningu Náttúrulækningafélagsins. Hún er vel að henni komin, hefur stundað frumkvöðlastarf í mörg ár og er loks að sjá árangur erfiðis síns.

Neytendaupplýsingar: Þið finnið vörur frá Kaju í heisluvörudeildum í verslunum eins Krónunni, Nettó í Mjódd og á Granda og í Fjarðarkaupum.

Myndir: Af vef Náttúrulækningafélagsins – en með Kaju á myndinni eru f.v.: Ingi Þór Jónsson formaður NLFR, Karen Emelía eigandi Matarbúrs Kaju, Brynja Gunnarsdóttir ritari NLFR og Björg Stefánsdóttir meðstjórnandi NLFR.
Aðrar myndir eru frá Kaju.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?