ERTU MEÐ FRJÓKORNAOFNÆMI?

MEGINATRIÐI GREINARINNAR:

  • Til eru náttúruleg lyf eins og Quercetin og Bromelain, sem nota má við frjókornaofnæmi.
  • Andoxunarefnið Quercetin er oft kallað eitt besta náttúrulega and-histamínið.
  • Bromelain er bólgueyðandi efni sem virkar vel til að draga úr bólgum í öndunarvegi og stíflum og öðrum einkennum sem tengjast krónískum kinnholubólgum.

ERTU MEÐ FRJÓKORNAOFNÆMI?

Frjókorn eru þegar farin að fljúga um í andrúmsloftinu í kringum okkur enda er þetta þeirra árstími. Margir taka andhistamín lyf við frjókornaofnæmi, en það er til önnur og náttúrulegri leið til að takast á við ofnæmið.

Andoxunarefnið Quercetin er stundum kallað „aðal-flavonóíðið“ og eitt besta náttúrulega and-histamínið. Það getur komið jafnvægi á mastfrumur líkamans og dregið úr bólgum.

Bromelain er bólgueyðandi efni, sem hentar vel þeim sem eru með asma eða önnur ofnæmi í öndunarveginum. Bromelain hefur meðal annars virkað vel við að draga úr bólgum, stíflum og öðrum einkennum sem tengjast kónískum kinnholubólgum.

Þess vegna virkar Quercetin With Bromelain frá NOW mjög vel fyrir þá sem eru með frjókornaofnæmi.

HVAÐ ERU FLAVONÓÍÐAR?

Flavonóíðar eru andoxunarefni sem finnast í litarefni margra plantna og ávaxta og hafa margvísleg heilsueflandi áhrif á líkamann. Flavonóíðar gefa plöntum lit þeirra og tengjast klasa af pólýfenólum, en þessi efni eru almennt talin draga úr bólgum, vera náttúruleg and-histamín og veita líkamanum andoxandi vernd.

Quercetin er eitt af þessum flavonólum í flavonóíða flokknum. Fólk getur ekki framleitt quercetin í líkama sínum, en mikið af ávöxtum, grænmeti og drykkjum innihalda efnið, þeirra á meðal: Vínber, flest önnur ber, kirsuber, epli, sítrusávextir, laukur, bókhveiti, brokkólí, grænkál, tómatar, rauðvín og svart te.

Quercetin er líka að finna í bætiefnum, sem unnin eru úr jurtum, eins og í Ginkgo Biloba og fleirum. Quercetin er eitt algengasta og mest rannsakaða flavonóíðið.

BROMELAIN ER MELTINGARENSÍM

Bromelain er ensímblanda sem brýtur niður prótín í meltingarveginum. Bromelain er unnið úr stilk, ávaxtakjöti og safa ananasplötunnar. Það á sér langa sögu sem lækningajurt í Mið- og Suður-Ameríku.

Þótt Bromelain sé unnið úr ananasplöntunni, dugar ekki að borða ananas eða drekka ananassafa til að njóta heilandi áhrifa þess, því slík neysla veitir ekki nægilega stóran skammt af efninu til að það skili árangri.

Bromelain er í dag skilgreint sem bætiefni af FDA í Bandaríkjunum og hægt er að nota það eitt og sér eða með öðrum náttúrulyfjum. Við inntöku er það meðal annars notað til að draga úr bólgum, sem meltingarensím, gegn slitgigt og til að draga úr eymslum og verkjum í vöðvum.

ATHUGIÐ! Ekki má taka inn Bromelain ef verið er að taka inn blóðþynningarlyf. Vegna blóðþynnandi eiginleika má heldur ekki nota það rétt fyrir eða fljótlega eftir skurðaðgerð.

Neytendaupplýsingar: Quercetin with Bromelain frá NOW fæst í Nettó, Fjarðarkaupum og í mörgum apótekum.

Mynd: CanStockPhoto / 4774344sean

Heimildir:  Selfhacked.comMedicalNewsToday.comHealthline.com 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram