GULLNA REGLAN

GULLNA REGLAN

Um allan heim er til einföld lífsregla. Ef henni væri fylgt af flestum býr hún yfir mætti sem gæti bundið enda á allar deilur og átök manna á milli. Þessa GULLNU REGLU er að finna í heimspekiritum, trúarritum, ýmsum lífsreglum og í ritum um andleg málefni. Hún hvetur okkur til „koma fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur.“

Þótt þessi regla sé gullin er ekki alltaf auðvelt að fylgja henni. Því getur fylgt mikil áskorun að sýna öðrum sömu virðingu og við óskum eftir að okkur sé sýnd. Samt er það nú svo að með því að gera það erum við að sýna náunganum kærleik og gæsku, 0g með því að virða aðra erum við jafnframt að sýna okkur sjálfum virðingu.

EINFÖLD LÍFSREGLA

Þessi GULLNA REGLA er í sjálfu sér mjög einföld lífsregla. Ef við myndum fylgja henni, væri nánast ómögulegt fyrir okkur að skaða náungann. Í grunninn er þessi regla byggð á hluttekningu gagnvart náunganum. Hún hjálpar okkur að láta framkomu okkar gagnvart öðrum vera í samræmi við óskir okkar um framkomu annarra gagnvart okkur.

GULLNA REGLAN minnir okkur á að orð og athafnir geta virkað eins og álög. Hún hvetur okkur því til að velja vel hvað við segjum og gerum og reyna jafnframt að setja okkur í spor hins aðilans og meta hvernig okkur myndi líða ef neikvæðum orðum og athöfnum væri beint að okkur.

Þessi GULLNA REGLA hvetur okkur til að valda öðrum ekki skaða, heldur leita að tækifærum til að koma fram við náungann á sama hátt og við myndum vilja að aðrir kæmu fram við okkur.

Þegar við fylgjum GULLNU REGLUNNI erum við mun líklegri til að sýnum öðrum umburðarlyndi, taka meira tillit til þeirra og sýna þeim sem minna mega sín umhyggju og góðvild.

JÁKVÆÐ ÁHRIF

Í hvert skipti sem við fylgjum GULLNU REGLUNNI hefur það jákvæð áhrif á heiminn í kringum okkur, því kærleiksrík framkoma og vinsemd leiða af sér meira af kærleiksríkri framkomu og vinsemd.

Með því að fylgja GULLNU REGLUNNI búum við til flæði af jákvæðni sem sveipar öllu í kringum okkur kærleiksríkri orku og umhyggju.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Guðrún Bergmann – www.gudrunbergmann.is 

Mynd: CanStockPhoto.com/photobunny

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?