GENGIÐ Á MANNRÉTTINDIN

GENGIÐ Á MANNRÉTTINDIN

Undanfarið ár og mánuði hefur víða verið gengið á mannréttindi okkar. Allt hefur það verið gert undir því yfirskini að verið sé að vernda heilsu okkar og útbreiðslu á kórónavírusnum, sem leiðir til Covid-19. Þrátt fyrir að talað hafi verið um heimsfaraldur er ekki að sjá að sá faraldur hafi skilað sér í tölfræðinni, því á vef Hagstofunnar eru dánartölur fyrir árin 2019 og 2020 nánast þær sömu.

Ég skrifaði nýlega grein undir heitinu ATHUGASEMDIR VIÐ BÓLUEFNIÐ FRÁ PFIZER, en það bóluefni svo og önnur bóluefni sem verið er að nota hér á landi eru öll tilraunabóluefni, sem veitt hefur verið undanþáguleyfi fyrir. Þau hafa ekki verið fullprófuð, ekki verið prófuð á dýrum fyrst, eins og lög hafa hingað til gert ráð fyrir og fjórða stigs tilraunir eru og verða í gangi fram til 2023.

Ég veit ekki hversu margir þekkja til HELSINKI-YFIRLÝSINGAR ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA, svo ég ákvað að skrifa þessa grein til að fræða fólk. Ég hef undirstrikað þau atriði sem ég tel að ekki hafi verið fylgt nægilega vel eftir í þessu ferli öllu.

Mér þætti líka afar fróðlegt að fá svör við þeim spurningum sem ég set fram í greininni. Hvorki landlæknir né sóttvarnalæknir hafa hingað til séð sér fært um að svara spurningum mínum og hafa borið við önnum – eða bara alls ekki svarað.

HELSINKI-YFIRLÝSING ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA

Í HELSINKI-YFIRLÝSNIGU ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA, sem birt var í Læknablaðinu árið 2014 eru 36 greinar. Ég hef tekið nokkrar þeirra út til að benda á þau brot sem ég tel að séu gerð á henni hér á landi og því gagnsæi sem skortir í tengslum við fjármögnun og hagsmunatengsl í sambandi við þær tilraunir sem hér eru í gangi með bóluefnin.

Yfirlýsingin fjallar um siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegum rannsóknum á mönnum, þar með taldar rannsóknir á persónugreinanlegum gögnum og efnum úr mönnum.

Í 7. grein segir:

Læknifræðilegar rannsóknir eru háðar siðferðislegum viðmiðum sem efla og tryggja virðingu fyrir öllum mann- legum þátttakendum, jafnframt því að vernda heilsu þeirra og réttindi.

Í 9. grein segir:

Það er skylda lækna, sem eiga aðild að læknisfræðilegum rannsóknum, að stand vörð um líf, heilsu, reisn og óskert ástand þátttakenda, sjálfsákvörðunarrétt þeirra og leynd og trúnað um persónuupplýsingar þeirra. Ábyrgð á verndun þátttakenda verður ávallt að hvíla á lækninum eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni og aldrei á þátttakendum í rannsókninni – jafnvel þótt þeir hafi veitt samþykki sitt.

Innskot: Samkvæmt þessari grein hvílir ábyrgðin á þátttakanda í rannsókn eins og tilraunaverkefnið með bóluefnin er, ávallt hjá lækni eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni.

Í 10. grein segir:

Læknar verða að taka tillit til þeirra siðferðislegu reglna og viðmiða, sem og þeirra laga og reglna, sem gilda um rannsóknir á mönnum í heimalandi þeirra, svo og þær alþjóðlegu kröfur og viðmið sem við eiga (Mannréttindasáttmáli Evrópusambandsins, Nurnberg siðareglurnar o.fl.). Engar siðferðislegar kröfur eða lög og reglur í neinu landi eða á heimsvísu, mega draga úr eða afnema neina þá verndun þátttakenda sem sett er fram í yfirlýsingu þessari.

Innskot: Með þeim reglum og lögum, sem beitt hefur verið undanfarið ár og verið er að setja hér á landi og víða um heim er að mínu mati verið að brjóta gegn þessari grein.

Í 21. grein segir:

Læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum verða að samrýmast viðteknum vísindalegum meginreglum, hvíla á ítarlegri þekkingu á vísindaritum og öðrum viðeigandi heimildum, vera byggðar á viðeigandi tilraunum á rannsóknarstofu og, þar sem við á, tilraunum á dýrum.

Innskot: Mér er ekki kunnugt um að Pfizer/BionTech, Moderna og AstraZeneca hafa lagt bóluefni sín fram til ritrýni í þekktum vísindaritum. Því er einungis um „þeirra orð“ að ræða þegar fyrirtækin fullyrða um vernd bóluefnanna. Þau voru ekki prófuð á dýrum og eru því í fullri tilraun á mönnum og algerlega í andstöðu við þessa grein.

Í 23. grein segir:

Rannsóknaráætlun skal senda til umfjöllunar, umsagnar, leiðbeininga og samþykktar í viðeigandi vísindasiða-nefnd áður en rannsókn hefst.

Innskot: Var það gert hér á landi???

Í 23. grein segir ennfremur:

… Rannsakandinn verður að láta nefndinni í té upplýsingar til eftirlits, sérstaklega um öll alvarleg meintilvik. Engar breytingar má gera á rannsóknaráæltun án umfjöllunar og samþykkis nefndarinnar.

Innskot: Er það gert hér á landi???

Í 25. grein segir:

Þátttaka einstaklinga sem færir eru um að veita upplýst samþykki fyrir þátttöku í læknisfræðilegri rannsókn skal vera af frjálsum vilja. Þótt viðeigandi geti verið að ráðgast við aðra í fjölskyldunni og forsvarsmenn samfélagsins, má ekki skrá neinn sem fær er um að veita upplýst samþykki til þátttöku í rannsókn, nema viðkomandi veiti samþykki sitt af frjálsum vilja.

Innskot: Samkvæmt þessari grein má ekki þvinga neinn til þátttöku í tilraununum sem hér eru gerðar með bóluefnin.

Í 26. grein segir:

Í rannsókn á mönnum sem hæfir eru til að veita upplýst samþykki verður að upplýsa hvern mögulegan þátttakanda nægjanlega um markmið, aðferðir, uppsprettur fjármögnunar, alla mögulega hagsmunaárekstra, tengsl rannsakenda við stofnanir, væntanlegan ávinning og hugsanlega áhættu rannsóknarinnar og óþægindi sem í henni gætu falist…..

Innskot: Hafa til dæmis hagsmunatengsl Kára Stefánssonar sem rekur Decode, sem er í eigu Amgen verið könnuð? Er Amgen í samstarfi við eða hefur veitt styrki til fyrirtækja eins og Pfizer/BionTech, Moderna og AstraZeneca eða hafa tengsl þessara fyrirtækja verið könnuð?

Hvað með aðra sem að málinu koma? Af hverju fá þingmenn – og þar með talið almenningur – ekki upplýsingar um samningana sem gerðir hafa verið við lyfjafyrirtækin? Gleyma ráðherrar að þeir voru kosnir af fólkinu í landinu og eru þar með í raun í vinnu fyrir það?

Áfram í sömu grein segir:

Eftir að hafa fullvissað sig um það, að mögulegur þátttakandi hafi skilið upplýsingarnar, skal læknirinn eða annar hæfur einstaklingur leita upplýsts samþykkis mögulega þátttakandans, sem veitt er af frjálsum vilja, helst skriflega. Ef ekki er unnt að afla skriflegs samþykkis, verður að skjalfesta og vottfesta formlega hið óskrifaða samþykki.

Mögulegan þátttakanda verður að upplýsa um réttinn til að neita að taka þátt í rannsókninni eða að draga samþykki sitt til baka hvenær sem er, án eftirmála!

Innskot: Ég veit um tvö dæmi þar sem hringt var í eiginkonur manna sem eru það veikir að þeir gátu ekki veitt samþykki og þær spurðar hvort þær vildu ekki láta bólusetja þá. Hvorug þeirra fékk nokkrar upplýsingar um bóluefnið, aukaverkanir né annað – og ekki var skrifað undir neitt!

Í 31. grein segir:

…. Neiti sjúklingur að taka þátt í rannsókn eða ákveði að draga sig út úr henni, má það aldrei hafa neikvæð áhrif á samband sjúklings og læknis.

GAGNSÆI Í ÖLLUM MÁLUM

Ég treysti því að þessar upplýsingar séu lesendum gagnlegar og að þeir hafi , líkt og ég, áhuga á að fá svör við ýmsum spurningum sem hér koma fram. Við eigum að mínu mati rétt á að gagnsæi sé í öllum málum stjórnvalda og að réttindi okkar séu að fullu varin. Til þess kjósum við fulltrúa til að fara með mál okkar á opinberum vettvangi.

Mynd: CanStockPhoto/NiroDesign

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram