GEGGJAÐ RAUÐRÓFUSALAT

Ég elska  rauðrófur og borða mikið af þeim, enda eru þær góðar og styrkjandi fyrir lifrina. Þessi frábæra uppskrift kemur frá henni Ólöfu í Kryddhúsinu. Salatið var eitt af því sem hún og maður hennar Omry buðu upp á í páskaboðinu sínu sem meðlæti með lambalæri, en það hentar með flestum mat – jafnvel eitt sér með góðu glútenlausu brauði.

Ef ég hef ekki tíma til að sjóða rauðrófur, nota ég forsoðnu lífrænt ræktuðu rauðrófurnar, sem fást yfirleitt í Nettó.

MIÐJARÐARHAFS RAUÐRÓFUSALAT

2-3 rauðrófur
u.þ.b. 1 tsk Cumin malað Kryddhússins
u.þ.b. ½ tsk Cumin fræ Kryddhússins
½ – 1 hvítlauksgeiri, kraminn
1 tsk balsamik edik
1 msk hunang
ólífuolía
örlítill sítrónusafi
salt eftir smekk
ferskt kóríander eða steinselja

 

AÐFERÐ:

  1. Rauðrófurnar soðnar (gott að skera þær til helminga ef þær eru stórar) þar til hægt er að stinga gaffli í þær.
  2. Látið þær kólna. Gott er að sjóða þær fyrr um daginn eða kvöldið áður og geyma í lokuðu íláti inn í ísskáp þar sem þær taka langan tíma í suðu.
  3. Afhýðið rauðrófurnar og skerið í teninga.
  4. Setjið í skál og kryddið með möluðu Cumin og Cumin fræum, balsamik ediki, hunangi, hvítlauk, sítrónusafa og salti.
  5. Dreypið vel af ólífuolíu yfir allt saman og blandið vel saman. Grófsaxið ferskar kryddjurt og blandið saman við.Gott er að láta þetta salat standa aðeins við stofuhita áður en það er borið fram.

Mynd: Ólöf Einarsdóttir Kryddhúsinu
MyndMonika Grabkowska on Unsplash

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?