Þessar frábæru uppskriftir að einstakri páskaveislu eru í boði hjónanna Ólafar Einardóttur og Omry Avraham, en þau eru eigendur og framkvæmdastórar Kryddhússins. Það er eftirsótt að komast í páskaboðin þeirra, enda maturinn bæði framandi og einstaklega bragðgóður. Hér eru uppskriftir að þeim réttum sem fara á hátíðarborðið hjá þeim.
Hvort sem þú vilt prófa alla réttina eða bara hluta af þeim, er úr nógu að velja.
PÁSKALAMB MEÐ DÁSAMLEGA KRYDDUÐU MEÐLÆTI
1 lambalæri, svona 2-2 1/2 kg að þyngd
KRYDDBLANDA Á LÆRIÐ:
Blandið u.þ.b. 2 msk af Yfir holt og heiðar kryddblöndunni frá Kryddhúsinu í ólífuolíu og nuddið blöndunni svo á lambalærið og saltið svo og piprið vel.
Setjið lærið í steikarpott. Hellið u.þ.b. 5 dl af vatni út í, setjið álpappír yfir og lokið vel fyrir til að ná góðri einangrun.
Setjið í 200°C heitan ofn í u.þ.b. 3 klst.
Takið álpappírinn af eftir 3 klukkustundir og látið lambið vera áfram í ofninum í 10-20 mín eða þar til skorpan er orðin stökk og dökk. Soðið notað í sósu.
SÓSAN:
1 glas af lambasoði sett í pott
látið suðuna koma upp og þykkið með maizenamjöli (sósujafnara)
bætið u.þ.b. 200 ml af rjóma út í (rjómi frá Örnu fyrir þá sem eru með lakótsaóþol)
1 ½-2 tsk bláberjasulta
salt og pipar eftir smekk
Smakkað sósuna til og bætið í hana rjóma, salti eða sætu ef með þarf.
KRYDDAÐ RÓTARGRÆNMETI
Rótargrænmeti skorið í grófa bita (t.d. fennel, rauðrófur, gulrætur, sellerýrót).
Kryddið vel með Grænmetis paradís kryddblöndu eða Rótargrænmetiskryddi Kryddhússins og bætið við ólífuolíu, salti og pipar og smá hunangi ef óskað er (má sleppa).
Blandið þessu öllu vel saman við grænmetið.
Setjið grænmetið í ofnskúffu með álpappír yfir. Setjið inn í ofninn með lambinu eða í 200°C heitan ofn í u.þ.b. 35 mín. Takið þá álpappírinn af og látið bakast í aðrar 10 mín. eða þar til grænmetið er orðið stökkt og fallegt á litinn.
KRYDDAÐ PERLUBYGG
2 bollar perlubygg
2-3 msk af Persnerskri kryddblöndu fyrir grjón og kínóa frá Kryddhúsinu
salt eftir smekk
AÐFERÐ:
- Hitið pott, setjið aðeins af olíu í botninn og hellið bygginu út í.
- Hitið byggið í gegn með Persnersku kryddblöndunni í 2-4 mín. Hrærið stöðugt í svo ekki brenni við.
- Hellið 3 bollum af heitu vatni út í og saltið. Látið suðuna koma upp.
- Lækkið hitann á minnsta straum og sjóðið undir loki í 17-20 mín.
Gott að taka gaffal og hræra í eftir suðu til að losa um byggið áður en það er borið fram.
SALATSÓSA MEÐ REYKTRI PAPRIKU Á GRÆNT SALAT
3 msk hvítvínsedik
2 msk hunang
2 tsk Reykt paprikuduft Kryddhússins
¼ tsk Ungversk paprika Kryddhússins
1 hvítlauksgeiri, kraminn
2 tsk Dijon sinnep
¾ bolli ólífuolía
salt eftir smekk
Öllu hrært sama og hellt yfir grænt salat.
MIÐJARÐARHAFSPAPRIKUR Í KRYDDAÐRI ÓLÍFUOLÍU
3-4 paprikur
1 tsk oreganó Kryddhússins
ólífuolía
salt eftir smekk
AÐFERÐ:
- Stillið ofninn á grillstillingu og á hæsta hita.
- Setjið paprikur á ofngrind og setjið grindina ofarlega í heitan ofninn.
- Grillið paprikurnar þar til þær eru brenndar að utan, gott að snúa þeim reglulega til að þær fái jafna eldun.
- Setjið þær heitar úr ofninum í skál með plastpoka yfir til að auðveldara sé að ná hýðinu utan af þeim. Látið þær bíða í svolitla stund eða þar til það er auðvelt að afhýða þær. Afhýðið og kjarnhreinsið paprikurnar.
- Skerið þær í frekar þunna strimla og setjið í skál.
- Hellið ólífuolíu út í þar til flæðir yfir paprikurnar og kryddið með oreganó og salti. Gott að láta standa aðeins við stofuhita áður en borið fram.
- Paprikurnar geymast í lokuðu íláti inn í ísskáp í 5-6 daga.
HALLUMI OSTUR MEÐ SUMAC, FERSKRI MYNTU OG STEINSELJU
lúkufylli af ferskri myntu
lúkufylli af ferskri steinselju
1 tsk Sumac Kryddhússins
4-6 msk (eða meira) ólífuolía
Hallumi ostur
AÐFERÐ:
- Hallumi ostuerinn skorinn í þunnar sneiðar (ég fékk u.þ.b. 10 sneiðar úr ostinum) .
- Steikjið sneiðarnar á heitri, þurri pönnu báðum megin í u.þ.b. 3 mín. og leggið á fat.
- Saxið myntu og steinselju smátt, setjið í skál ásamt Sumac og ólífuolíu og hrærið öllu vel saman.
- Penslið blöndunni yfir Hallumi sneiðarnar og berið fram sem meðlæti.
MIÐJARÐARHAFS RAUÐRÓFUSALAT
2-3 rauðrófur
u.þ.b. 1 tsk Cumin malað Kryddhússins
u.þ.b. ½ tsk Cumin fræ Kryddhússins
½ – 1 hvítlauksgeiri, kraminn
1 tsk balsamik edik
1 msk hunang
ólífuolía
örlítill sítrónusafi
salt eftir smekk
ferskt kóríander eða steinselja
AÐFERÐ:
- Rauðrófurnar soðnar (gott að skera þær til helminga ef þær eru stórar) þar til hægt er að stinga gaffli í þær.
- Látið þær kólna. Gott er að sjóða þær fyrr um daginn eða kvöldið áður og geyma í lokuðu íláti inn í ísskáp þar sem þær taka langan tíma í suðu.
- Afhýðið rauðrófurnar og skerið í teninga.
- Setjið í skál og kryddið með möluðu Cumin og Cuminfræum, balsamik ediki, hunangi, hvítlauk, sítrónusafa og salti.
- Dreypið vel af ólífuolíu yfir allt saman og blandið vel saman. Grófsaxið ferska kryddjurt og blandið saman við. Gott að láta þetta salat standa aðeins við stofuhita áður en það er borið fram.
TZATZIKI GRÍSK SÓSA
1 góð tsk af Tzatziki kryddblöndu Kryddhússins
1 dós sýrður rjómi (frá Örnu fyrir þá sem eru með laktósaóþol)
Hrærið kryddblöndunni saman við sýrða rjómann og látið standa í a.m.k. 10 mín. til að kryddið taki sig. Ljúffeng og dúndurholl köld sósa með öllum mat, grænmeti og snakki.
Myndir: Ólöf Einarsdóttir
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025