OFNBAKAÐAR KJÚKLINGABRINGUR

Ég fann þennan rétt á síðunni Mediterranean Dish, en þar er fullt af flottum uppskriftum. Nú þegar páskar eru í nánd og alltaf verið að elda, því allir eru heima, þá er upplagt að hafa þennan einfalda og fljótlega rétt með á matseðlinum. Það má bera hann fram með fersku salati, ofnbökuðu grænmeti eða grilluðum kúrbít – en svo má líka bera hann með hrísgrjónunum sem uppskrift er að hér að neðan.

Á mánudaginn kemur svo uppskrift að páskalambi, sem er aðeins öðruvísi en það hefðbundna sem við erum vön.

INNIHALDSEFNI.

1 kg bein- og skinnlausar kjúklingabringur

Himalajasalt og svartur pipar eftir smekk

2 tsk þurrkað óreganó

1 tsk (2 greinar) timían

1 tsk paprikuduft

4 marin hvítlauksrif

3 msk ólífuolía (extra virgin)

Safi úr ½ sítrónu

1 meðalstór rauðlaukur, skorinn til helminga og sneiddur í þunnar sneiðar

5-6 smátómatar, skornir til helminga

Handfylli af ferskri steinselju til skreytingar þegar rétturinn er borinn fram ásamt nokkrum ferskum basilíkulaufum

AÐFERÐ:

 1. Hitið ofninn í 220°C
 2. Þerrið bringurnar, setjið hverja bringu í plastpoka með rennilás, pressið loftið úr pokanum, lokið hinum og setjið á kjötbretti. Bankið bringurnar með kjöthamri þar til þær eru allar jafn þunnar.
 3. Kryddið með salti og pipar báðum megin og setjið í rúmgóða skál. Bætið öðru kryddi, mörðum hvítlauk, ólífuolíu og sítrónusafa útí. Veltið bringunum í blöndunni, svo þær séu allar þaktar kryddi og hvítlauk.
 4. Smyrjið eldfast mót og raðið lauknum neðst í það, síðan bringunum og svo tómötunum efst.
 5. Breiðið álpappír þétt yfir mótið og bakið bringurnar í ofninum í 10 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið í 8-10 mínútur til viðbótar. Fylgist vel með, því það gæti tekið styttri tíma að elda bringurnar, eftir því hversu þykkar þær eru. Notið kjöthitamæli til að fylgjast með, en bringurnar eru tilbúnar þegar hann sýnir 74°C.
 6. Takið bringurnar úr ofninum, setjið álpappírinn yfir og látið standa í 5-10 mínútur áður en þær eru bornar fram, skreyttar með ferskri steinselju og basilíku.

 

LÍBÖNSK HRÍSGRJÓN

Þessi eru sérlega vinsæl í minni fjölskyldu og Guðjón sonur minn notar þau mikið.

INNIHALDSEFNI:

2 bollar löng basmati grjón (hvít um páska)

Vatn

1 bolli brotið vermicelli pasta (hrísgrjónanúðlur fyrir þá sem eru með glútenóþol)

2 ½ msk ólífuolía

Fínt himalajasalt

½ bolli ristaðar furuhnetur

AÐFERÐ:

 1. Skolið grjónin nokkrum sinnum vel undir köldu vatni og setjið í skál með vatni sem flýtur yfir grjónin. Látið grjónin draga í sig vatnið í 15-20 mínútur. Hellið grjónunum svo í sigti og látið vatnið renna vel af þeim.
 2. Hitið olíuna í meðalstórum potti við rúmlega miðlungshita. Bæti pastanu út í pottinn og hrærið stöðugt í meðan það brúnast aðeins. Ef það brennur, þarf að byrja upp á nýtt.
 3. Bætið grjónunum út í og brúnið þau í olíunni líka. Kryddið með salti.
 4. Hellið 3 ½ bolla af vatni út í pottinn og látið suðuna koma upp. Lækki hitann og setjið lok á pottinn. Sjóðið í 15-20 mínútur.
 5. Slökkvið á hellunni þegar grjónin eru soðin, en látið grjónin standa í pottinum í 10-15 mínútur til viðbótar. Takið lokið af og losið um grjónin með gaffli.
 6. Setjið grjónin í framreiðsluskál og skreytið með ristuðu furuhnetunum.

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 503 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?