VAR DOTTIÐ Í’AÐ UM PÁSKANA?

Ég bara spyr sí svona, því flestir detta í það um matarhelgar eins og páskahelgina. Ég er reyndar ekki að spá í hvort þú hafir drukkið of mikið áfengi. Mín spurning snýr að sykurpúkanum. Féllstu fyrir honum og dast í sælgætisát?

Ég ætla ekki að rekja hér skaðsemi sykurs á líkamann. Í stuttu máli má samt segja að hann er bólgurvaldur í líkamanum, skaðar hjarta- og æðakerfið okkar og er ein helsta ástæða sykursýki 2. Hann er því ekki æskilegar í miklu magni.

SMÁ DÆMISAGA

Mig langar að setja sykurneyslu um hátíðar upp í smá dæmisögu, svona til að fólk geri sér betur grein fyrir mynstrinu sem það er með gagnvart sykri.

Segjum svo að þér hefði verið boðið í veislu, til dæmis á laugardegi fyrir páska. Í veislunni var boðið upp á pinnamat, léttvín og bjór. Þeir sem vildu gátu líka fengið sterkari drykki og margir gerðu það, meðal annars þú.

Þú fannst ansi vel á þér, komst þó klakklaust heim, en vaknaðir næsta dag með hroðalega timburmenn. Eitt af því sem margir gera þegar þeir eru timbraðir er að skella í sig ýmsum kolvetnaríkum mat, meðal annars sætindum.

Stóra spurningin er þó. Hefði þessi drykkja þín í boðinu leitt til þess að þú hefðir hellt í þig áfengi á hverjum degi næstu 10 vikurnar?

SYKUR ER SAMBÆRILEGUR ÁFENGI

Höldum aðeins áfram með dæmisöguna, með það í huga að sykur- og sælgætisát hefur álíka slæm áhrif á líkamann og áfengi.

Segjum svo að þú hafir farið á sykurfyllerí um páskana. Hugsanlega vaknað með timburmenn af sykuráti einhvern morguninn.

Myndirðu þá ákveða, að fyrst þú sért hvort eð er komin/-n í  sykurneysluna, sé í lagi að vera þar áfram. Myndi það hugsanlega leiða til daglegrar neyslu á sætindum næstu 10 vikurnar?

Eða myndir þú taka ákvörðun um að ráðast strax til atlögu við sykurpúkann og segja stopp?

Ég tala oft um sykurpúkann sem hinn nútímalega „púka á fjósbitanum“, sem við flest þekkjum úr Þjóðsögunum. Púkinn leggur alls konar gildrur fyrir okkur til að við séum honum undirgefin.

365 DAGAR Á ÁRI

Mörgum finnst í lagi að drekka tvær hálfs lítra kók á dag (tek kók sem dæmi, en það gæti eins verið 2 dósir af pepsí max, sem er vinsælt hjá mörgum). Ef þessir tveir hálfu lítrar eru margfaldaðir með 365 dögum árs, drekkur viðkomandi 365 lítra af gosi á ári. Stundum er neyslan meiri.

Ef borðuð eru 3-500 gr af sælgæti á dag, á hverjum degi allt árið, myndi heildarneyslan verða rúm 110-182 kíló af sælgæti. Ég er ekki að segja að þetta sá meðalneysla á mann, heldur bara taka dæmi. Meðal súkkulaðipakki er svona 80-120 gr, en margir fara bara á nammibarinn og þá er vigtin fljót að hækka.

ÉG ÞEKKI SYKURPÚKANN

Ég þekki sykurpúkann af eigin raun og meðan ég var í „neyslu“ borðaði ég suma daga ótrúlega mikið af sælgæti. Mér hefur sem betur fer alveg tekist að kveða púkann niður – og jafnframt losnað við ýmis heilsufarsvandamál sem tengja mátti sykurneyslu, eins og bólgur, bjúg og ýmis meltingarvandamál.

Með þessari grein vildi ég bara vekja þig sem þetta lest til umhugsunar um að við „dettum jafnt í‘að“ með sykri og áfengi.

VILTU KVEÐA PÚKANN NIÐUR?

Ég hef haldið HREINT MATARÆÐI námskeið í rétt rúm fjögur ár. Á þeim tíma hafa 1.560  manns sótt námskeiðin. Margir koma vegna þess að þeir ráða ekkert við eigin sykurneyslu. Þeir sem fylgja leiðbeiningum hreinsikúrsins, hafa allir losnað við sykurlöngunina á þeim 24 dögum sem námskeiðið stendur.

Ef þú vilt losna við þína, byrjar næsta og allra, allra síðasta námskeið fyrir sumarið 14. maí n.k.

SMELLTU HÉR ef þú vilt kíkja á málið!

Myndir: Can Stock Photo – pkuger – mikdam

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 582 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram