FULLT OFURTUNGL Í JÚLÍ

FULLT OFURTUNGL Í JÚLÍ

Þann 13. júlí næstkomandi er Tunglið í fyllingu sinni. Þetta er Ofurtungl sem verður fullt á 21° og 21 mínútu í Steingeitinni kl. 18:37 hér á landi og er mjög magnað, því þetta er það Tungl sem verður næst Jörðu á þessu ári. Að auki er Tunglið svo í samstöðu við Plútó og í 180°spennuafstöðu við Sólina, sem það alltaf er á fullu Tungli.

Þetta Ofurtungl er í innan við hálfrar mínútu fjarlægð frá samstöðunnar milli Satúrnusar og Plútó sem varð á 22° og 45 mínútum í Steingeit í janúar 2020 og hrinti af stað farsóttinni og öllum lokununum – og öllum þeim reglum og reglugerðum sem við höfðum aldrei áður upplifað að þurfa fylgja.

VIÐ ERUM MEÐSKAPENDUR

Þessi spennuafstaða milli Satúrnusar og Plútó snerist að miklu leyti um mjög stífa stjórn stjórnvalda. Því er áhugavert að þetta stóra og bjarta Tungl skuli vera að beina sínu sterka LJÓSI á þá gráðu og þar að auki vera í samstöðu við Plútó, sem í Steingeit tengist stjórnun og völdum ríkisstjórna.

Mikilvægt er að muna að stjörnuspekin er bara helmingur myndarinnar. Við erum meðskapendurnir sem ráðum því hvernig þessi orka kemur fram – eða hvað úr henni verður. En hvernig eru líkur á að spilist úr þessu?

Verður þetta endurtekning á tilraun stjórnvalda til að stýra almenningi á sama hátt og þau gerðu frá árinu 2020 og að meiru eða minna leyti alveg hingað til? Eða kemur Tunglið til með að beina LJÓSI sínu að því hvaða áhrif allar þessar hömlur hafa haft á okkur, mannkynið í heild sinni, síðustu tvö og hálfa árið? Eða á þetta eftir að marka endalok þess sérstaka tíma? – til að við getum haldið áfram með líf okkar.

ÖFGAFULLAR TILFINNINGAR

Þegar Plútó er í samstöðu við Tunglið dregur hann fram mjög öfgafullar tilfinningar hjá fólki. Orkan í kringum fullt Tungl dregur líka alltaf fram feikilegar tilfinningar, hvað þá þegar um Ofurtungl er að ræða eins og í þessu tilviki.

Orkan sem fylgir því gæti birtst sem vald „yfir fólkinu“ – en líka sem „vald fólksins“ ef fólkið velur að nýta það vald sem fylgir Plútó. Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvernig spilast úr þessari orku, vegna þess að við erum nú þegar farin að finna fyrir hinni mjög svo sterku uppreisnar- og byltingarorku, sem bara eykst undir lok þessa mánaðar.

HRÆRINGAR Í JÖRÐU OG Í STJÓRNMÁLUM

Þar sem þetta fulla Ofurtungl er svo nærri Jörðu mun það óhjákvæmilega fela í sér líkur á Jarðskjálftum, því Tunglið kemur til með að vera með meira aðdráttarafl á Jarðflekana. Samkvæmt Astro-Cartography kemur þetta fulla Tungl til með að hafa áhrif víða á Jörðinni, meðal annars í Afríku, Indlandi, Kína, Rússlandi, austurhluta Mexíkó og í gegnum miðhluta Bandaríkjanna og Kanada.

Því eru líkur á að eitthvað af þessum svæðum eigi eftir að vera í fréttum, vegna öfgafullra atburða tengdum Jörðinn eða veðurfarinu, jarðskjálftum eða eldgosum – eða það verður öfgafullt ástand í stjórnmálum og fjármálum í löndum á þessum svæðum í kringum þetta fulla Ofurtungl.

TUNGLIÐ OG ÚRANUS

Það eru líka jákvæðar afstöður í kringum þetta Ofurtungl. Ein þeirra er 120° samhljóma afstaða á milli Tunglsins (fólksins) og Úranusar. Úranus tengist frelsi, nýjum hugmyndum, þróun nýrra kerfa sem tengjast framtíð okkar og auknu frelsi í samfélögum – auk þess sem það gæti tengst því hvernig við ræktum og framleiðum matvæli, en þar er mikið um framþróun.

Nautið tengist bæði Jörðinni og mannslíkamanum, en þar sem Úranus er í Nauti erum þegar farin að sjá nýja heilunartækni, sem vinnur með rafkerfi líkamans (Úranus) og orkubrautir hans, til að stuðla að heilun.

Veggmynd af Neptúnusi og Venus frá Herculaneum, hinni fornu borg Rómverja

SPENNA MILLI NEPTÚNUSAR OG VENUSAR

Við þetta Ofurtungl er líka 90° spennuafstaða, frekar nákvæm, milli Neptúnusar á 25° í Fiskum og Venusar á 25° í Tvíbura. Hún er yndisleg fyrir alla sem eru skapandi í listum eða rithöfunda (þar sem Tvíburinn tengist orðum). Þetta gæti bæði verið tímabil þar sem fólk skapar fallega list eða skrifar falleg orð, sem eru með andlegu innihaldi (Neptúnus).

Stundum getur þessi afstaða líka birtst sem rangar upplýsingar eða hál orð (Neptúnus), svo verið meðvituð um það. Almennt er þetta þó mjög falleg orka einkum fyrir sköpunarkraftinn, svo nýtið hana vel.

MEIRIHÁTTAR UPPLJÓSTRANIR

Líkur eru á að við verðum vitni að MEIRIHÁTTAR uppljóstrunum, heyrum MEIRIHÁTTAR sannleika og verðum vitni að MEIRIHÁTTAR afhjúpunum á næstunni. Allt kann það að hafa mikil áhrif á öryggiskennd okkar.

Þær upplýsingar geta valdið áfalli og komið ýmsum á óvart, en munu leiða til vakningar hjá mörgum. Úranus er pláneta uppvakningar og framtíðar. Hvar sem hann er á leið um kortin okkar, er hann að hrista upp í öllu því sem hefur verið hefðbundið (vanalegt), staðnað og komið er að endalokum.

Við erum einmitt á hápunktinum í því ferli í kringum þetta Ofurtungl.

VELJUM KÆRLEIKANN

Við verðum því að VELJA vitundarástand okkar og öflugast er ef við veljum KÆRLEIKANN. Ef við gerum það, getum við geislað KÆRLEIKA út til heimsins alla daga, alltaf. Veljið því að fylla veruleika ykkar með KÆRLEIKANUM.

Ekki láta neitt trufla ykkur, hvað sem kann að ýta við ykkur eða stuða ykkur. Ef þið fallið fyrir áreitinu lendið þið í fórnarlambshlutverkinu og þá hafið þið gefið í burtu kraft/vald ykkar.

Heimildir:

Útdráttur úr skýringum Pam Gregory stjörnuspekings fyrir þetta fulla Ofurtungl. Þýtt með leyfi frá höfundi.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð deildu henni þá endilega með öðrum.

Þér er velkomið að skrá þig á PÓSTLISTANN minn til að fá reglulega sent efni um sjálfsrækt, andleg mál, stjörnuspeki og náttúrulegar leiðir til að heila og styrkja líkamann.

Myndir:  CanStockPhoto/IgOrZh –

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 601 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram