EDAMAME DÁSEMD

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er þessa vikuna með uppskrift að
Edamame baunum, sem er eins
og svo margar uppskriftir frá
henni alger dásemd. Nú er
um að gera að prófa sig
áfram með eitthvað
nýtt…!
Kæri lesandi!
Ég elska edamame baunir og fékk hjá vinkonu minni um daginn edamame baunir baðaðar í sojasósu, hvítlauk og annarri dásemd.
Ég ákvað að gera uppskriftina aðeins hollari og hún varð sko ekki síðri við það. Þetta er ótrúlega fljótlegur réttur og svo bragðgóður. Mæli sannarlega með að þið prufið.
Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen
EDAMAME DÁSEMD
4-6 msk tamari soya sósa eða sojasósa sem þér finnst góð
1-2 hvítlauksrif
1 tsk chilli flögur frá Kryddhúsinu – eða eftir smekk
1-1 ½ msk dökkt Agave síróp
1 lime
2 msk góð olía
AÐFERÐ:
1 – Setjið olíu og sojasósu á pönnu, rífið hvítlaukinn út í og hitið aðeins.
2 – Setjið Agave sírópið út í og hrærið saman.
3 – Bætið afþýddum edamame baunum út í og stráið chilli flögunum út á.
4 – Leyfið þessu að steikjast í nokkrar mínútur og hrærið í á meðan.
5 – Gott er að kreista lime safa yfir áður en baunirnar eru bornar fram.
Kryddin frá Kryddhúsinu er hægt að fá í öllum helstu stórmörkuðum eins og Krónunni, Nettó,
Hagkaup, Samkaup og Kjörbúðinni. Einnig er hægt að panta þau í gegnum netverslun:
https://www.kryddhus.is/
Um höfund

- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Greinar2023.06.01ALLT Í EINNI SKEIÐ
Greinar2023.05.24VERNDAÐU SJÓNINA
Greinar2023.05.23ÞRJÁR BRAGÐGÓÐAR GRILLSÓSUR!
Greinar2023.05.22PAKKAÐU LÉTT MEÐ ÞESSUM FIMM