EPLAEDIK OG HÖRFRÆ

EPLAEDIK OG HÖRFRÆ

Eftir grein mína í síðustu viku, þar sem ég fjallaði um 9 ÁSTÆÐUR TIL AÐ NOTA EPLAEDIK hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvernig eigi að nota það til að sýra grænmeti. Ég leitaði því á netinu og upp komu um 750.000 slóðir með upplýsingum um slíkt, svo af nógu að taka.

Ég fann eina uppskrift frá Dr. Jocker‘s[i] en hann leggur áherslu á að nota sýrt grænmeti til að styrkja gerlaflóru þarmanna og hún fylgir hér á eftir.

SÝRT GRÆNMETI

Eftirfarnadi uppskrift er auðvitað bara tillag að grænmeti sem hægt er að sýra. Það má sýra gúrkur í sneiðum eða litlar gúrkur heilar, gulrætur, rauðrófur, brokkóli, perlulauka og margt fleira. Úr þessari uppskrift ættu að koma um það bil tveir lítrar af sýrðu grænmeti, sem þýðir tvær stórar krukkur eða nokkrar minni með skrúfuðu loki.

INNIHALDSEFNI:

  • 1 hvítkálshöfuð
  • 3 paprikur
  • 1 hvítlauskrif
  • ½ meðalstór rauðlaukur
  • 2 msk himalajasalt
  • 120 ml eplaedik t.d. frá Omega Nutrition
  • 720-750 ml kalt vatn

AÐFERÐ:

#1 – Takið allt grænmetið til.
#2 – Skerið paprikurnar og laukinn, rífið hvítkálið og pressið hvítlauksrifið.
#3 – Nuddið salti inn í grænmetið og látið það standa í stórri skál í 6 klukkustundir, til að draga safann úr því.
#4 – Setjið grænmetið ásamt safanum úr því í stórar glerkrukkur og hellið eplaedikinu yfir það – og bætið vatni við ef upp á vantar til að grænmetið sé hulið vökva.
#5 – Skrúfið plastlokið á krukkunar og látið standa á eldhúsborð í 24 tíma. Látið krukkurnar „ropa“ á 12 tíma fresti fyrstu vikuna. Það er gert með því að losa aðeins um lokið á krukkunum – en ekki það mikið að loft komist í þær, frekar að loft losni úr þeim.
Sjá myndband!  [ii]

Einnig er hægt að fjárfesta í sérstökum lokum[iii] á krukkur, sem hægt er að tappa af lofti í gegnum lokið – en aftöppun er til að koma í veg fyrir að krukkan springi þegar gerjun fer að eiga sér stað.  

HÖRFRÆ OG HÖRFRÆSOLÍA

En af hverju er ég að tala um eplaedik og hörfræsolíu í sömu grein. Ástæðan er sú að aftan á Omega Nutrition eplaedikinu er mælt með því að gera salatdressingu úr hörfræsolíu og eplaediki.

Ég fór því í Mamma Veit Best til að kanna hvort þau ættu til hörfræsolíu svo ég gæti prófað þetta með henni, þar sem ég hef bara notað ólífuolíu hingað til.

Hún var ekki til í augnablikinu í fljótandi formi, bara í hylkjum en þau eru ekki síðri fyrir heilsun, því þá sleppur maður við beiska bragðið sem óneitanlega fylgir olíunni. Ég fékk mér því ekki olíu í salatdressinguna, heldur hylkin, enda legg ég mikið upp úr að halda losun í lagi.

Í kínverskri læknisfræði er talað um að meltingarvegurinn sé um 9 metra langur og að þegar eitt fari inn, ætti eitthvað annað að fara út. Þess vegna ættum við að vera með losun á minnst 12 tíma fresti ef allt er í góðu lagi í meltingarkerfinu.

HÆGÐALOSANDI

Flestir þeir sem sótt hafa HREINT MATARÆÐI námskeiðin mín (hátt í 2.300 manns) hafa verið með hægðavandamál. Ég hef því ráðlagt hörfræsolíu til inntöku fyrir þá sem eiga erfitt með að losa sig við hægðir. Hún virkar almennt mjög hægðalosandi, auk þess sem hún býr yfir mörgum öðrum eiginleikum.

Hörfræsolían (kölluð flax oil, flax seed oil eða linseed oil á ensku) er unnin úr þurrkuðum, þroskuðum fræjum flax plöntunnar með pressun. Olían er heilsusamleg vegna þess að í henni er svo mikið af Omega-3 fitusýrum, einkum ef hún er kaldpressuð og inniheldur öll upprunaleg næringarefni.

Ef notuð er hörfræsolía í fljótandi formi eru teknar inn 1-2 msk einu sinni til tvisvar á dag, oft á kvöldin fyrir svefn. Þeir sem eiga erfitt með að taka olíuna inn með skeið og þola ekki bragðið, geta nýtt sér Flax Oil olíuna í hylkjum frá Omega Nutrion. Hún er kaldpressuð og óhreinsuð, án allra aukaefna og rotvarnaefna.

HEILANDI FYRIR SLÍMHÚÐINA

Hörfræsolía getur haft ýmis önnur heilsubætandi áhrif[iv] en bara að bæta losun hægða, en þar sem hægðatregða er eitt helsta heilsufarsvandamál hins vestræna heims, tel ég það mikilvægustu virkni hennar.

Hörfræsolían er líka mjög heilandi fyrir alla slímhúð í líkamanum, þar með talið slímhúð í smáþörmum og ristli, en mikilvægt er að halda henni sterkri. Þeir sem greindir eru með candida sveppasýkingu eða með sibo, en þessi skammstöfun stendur fyrir „Small Intestinal Bacterial Overgrowth“ eða of mikið af bakteríum í smáþörmum, sem er í raun það sama og mikið af candida sveppi í þörmum, ættu að skoða að taka inn hörfræsolíu, fljótandi eða í hylkjum.

Sveppir og bakteríur festa sig nefnilega í slímhúð smáþarma og ristils, en olían sér um að losa það tak þeirra og samhliða því losa þær úr líkamanum. Þess vegna er inntaka á góðri hörfræsolíu mikilvæg fyrir heilbrigði smáþarma og ristils.

DREGUR ÚR BÓLGUM

Hörfræsolían dregur líka úr bólgum í líkamanum[v], en bólgur eru yfirleitt grunnur að öllum alvarlegri sjúkdómum. Því er mikilvægt að slökkva bólgueldana í líkamanum ef við viljum halda góðri heilsu.

Omega-3 fitusýrurnar í hörfræsolíunni eru líka góðar fyrir hjarta- og æðakerfið. Þar sem þær draga úr bólgum, opnast æðarnar og blóðflæðið eykst. Við það dregur úr líkum á bæði hjartaáfalli og heilablóðfalli, en þetta tvennt eru mjög algengar dánarorsakir hjá fólki.

Neytendaupplýsingar: Eplaedik og Flax Oil hylki frá Omega Nutrition fást í Mamma Veit Best á horni Dalbrekku og Auðbrekku í Kópavogi eða á Njálsgötu 1 í Reykjavík.

Hægt er að kaupa krukkur til að súrsa í grænmeti á þessari vefsíðu.[vi]

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Skráðu þig á PÓSTLISTANN til að fá ráð og upplýsingar um náttúrulegar leiðir til að varðveita heilsuna. Þú getur líka sótt þér nokkur ókeypis skjöl á forsíðu vefsíðunnar.

Myndir: CanstockPhoto / duckeesue /af vefsíðu Omega Nutrition og af vefsíðunni www.gudrunbergmann.is 

Heimildalisti:

[i] https://drjockers.com/homemade-fermented-veggies/

[ii] https://youtu.be/-kbvOTUSDFQ

[iii] Amazon.com

[iv] https://nwapain.com/flaxseed-oil-benefits-and-how-it-can-help-inflammation/

[v] https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4808865/

[vi] https://www.ubuy.is/en/brand/canning-jar

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram