DREKKUM VATN OG NÆRUM FRIÐINN

DREKKUM VATN OG NÆRUM FRIÐINN

Vinkona mín sem býr í Frakklandi sendi mér þessa áskorun frá Bérengère Loirat, sem er frönsk og hrinti þessu átaki af stað:

Vegna þeirra atburða sem eiga sér stað í heiminum núna, alltaf í þeim tilgangi að innræta ótta (sem er eitt helsta vopnið til að stjórna fólki) af hálfu þeirra sem stjórna heiminum, bið ég þig um að deila þessari hugmynd.

Á sama hátt og fallega lagið hans John Lennon „Imagine“ hefur verið milljónum manna hvatning og innblástur, getum við líka veitt fólki hvatningu og innblástur…

…með ÁTAKINU… DREKKUM VATN OG NÆRUM FRIÐINN!

Með því að deila þessu átaki í gegnum samfélagsmiðlana, náum við að koma því til skila til sem flestra á Jörðinni.

HVERNIG VIRKAR ÞETTA ÁTAK?

Grunnhugmynd átaksins er:  DREKKUM VATN OG NÆRUM FRIÐINN! Með því að fá hvert og eitt okkar, á því augnabliki sem við drekkum vatn, hvenær sem er dagsins til að segja – upphátt eða innra með okkur:

„ÞAÐ ER FRIÐUR Í HEIMINUM OG LÍKA INNRA MEÐ MÉR“.

Á þann hátt munu milljónir manna á hverri klukkustund endurtaka, biðja eða hugleiða þessa setningu áreynslulaust. “ÞAÐ ER FRIÐUR Í HEIMINUM OG LÍKA INNRA MEÐ MÉR!”

Með því að senda þessi orð eða þessa hugsun frá okkur, sendum við frá okkur háa tíðni í þágu friðar. Kraftur bænarinnar margfaldast í hvert skipti sem einhver tekur þátt í átakinu.

Samkvæmt smáskammta eðlisfræðinni (Quantum physics) myndar kerfisbundin endurtekning hugsana, orða eða tónlistar, hagstæð skilyrði fyrir því að ná huglægum markmiðum okkar.

“Ef þessi skilaboð snerta hjarta þitt, þakka ég þér fyrir að styðja við og stuðla að því að gera heiminn að friðarstað”, segir Bérengère Loirat, sem hrinti þessu átaki af stað.

„ÞAÐ ER FRIÐUR Í HEIMINUM OG LÍKA INNRA MEÐ MÉR!“

 Ef þér fannst þessi áskorun áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum!

Mynd: CanStockPhoto / dolgachov og YuliaGlam

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram