UBIQUINOL ER MIKILVÆGT FYRIR LÍKAMANN
Þú þekkir UBIQUINOL kannski betur undir heitinu CoQ10 (CoQ10, ubiquinone, ubidecarenone), en UBIQUINOL er virka efni í CoQ10. Það er líkamanum lífsnauðsynlegt en fram til ársins 2006 var einungis hægt að fá það í gegnum CoQ10.
Þá fyrst kom hið virka form af UBIQUINOL fram sem bætiefni, eftir að japanska fyrirtækið Kaneka hafði rannsakað og þróað tækni til að ná að einangra það sem slíkt. Frekari klínískar rannsóknir leiddu svo í ljós að UBIQUINOL var ekki bara 80%, heldur 99% af því CoQ10 sem fannst í blóðvökva heilbrigðra einstaklinga.
UBIQUINOL frá Dr. Mercola er einmitt framleitt af japanska fyrirtækinu Kaneka, en það fyrirtæki er talið vera fremst í gæðum hvað varðar framleiðslu á þessu virka efni.
UBIQUINOL STUÐLAR AÐ ORKUFRAMLEIÐSLU
Virka efnið í CoQ10 eða UBIQUINOL er framleitt í líkama okkar og geymt í mítókondrunni eða orkuframleiðsluhluta hverrar einustu frumu. UBIQUINOL sér jafnframt um að vernda frumurnar fyrir oxandi skemmdum frá sjúkdómsvaldandi bakteríum og vírusum.
Geta líkamans til að framleiða UBIQUINOL minnkar með aldrinum og ef fólk þjáist af einhverjum sjúkdómum. Framleiðsla á því minnkar með aldrinum og því skortir það oft hjá fólki sem er fertugt eða eldra, en rannsóknir hafa sýnt að það kemur að mörgum mismunandi þáttum í líkamsstarfseminni.
UBIQUINOL ER AUÐUPPTAKALEGT
Sem hið virka samþjappaða form af CoQ10, hefur UBIQUINOL mun meira lífaðgengi (er auðupptakanlegra) en til dæmis Ubiquinone. Það er því öflugt andoxunarefni sem verndar frumuhimnurnar og viðheldur stöðugleika þeirra.
UBIQUINOL hefur áhrif á marga heilsufarsþætti líkamans, stuðlar að betri hjartaheilsu, kemur að framleiðslu á orku í frumunum og að frjósemi karla, stuðlar að heilbrigðu kólesteróli og almennri heilsu og vellíðan, einkum hjá þeim sem eldri eru.
UBIQUINOL er að finna í öllum frumum líkamans, en mest er þó að finna af því í líffærum sem eru með hvað mesta orkuþörf, eins og hjarta, nýru, lungu og lifur.
EINS OG VÍTAMÍN
UBIQUINOL er á vissan hátt eins og vítamín. Vítamín er næringarefni sem líkaminn þarf á að halda í takmörkuðu magni. Samt getur hann ekki náð að mynda það með samruna í nægilegu magni til að fullnægja þörfum sínum.
UBIQUINOL má líkja við D-vítamín. D-vítamín myndast með samruna í líkamanum. Samt er almennt talið að fólk þurfi einnig að taka það inn sem bætiefni, einkum þar sem ekki gætir nægilega mikillar sólar allan ársins hring.
ORKUMYNDUN Í FRUMUNUM
Hlutverk UBIQUINOL í starfsemi mítókondrunnar (orkuframleiðsluhluta frumunnar) er vel þekkt. Þar gegnir það mikilvægu hlutverki við að flytja rafeindir til orkumyndunar í frumum líkamans, en orkumyndunin kallast ATP eða andenosine triphospathe.
Þessi rafeindaflutningseiginleiki gerir UBIQUINOL einnig að öflugu andoxunarefni sem kemur í veg fyrir oxun prótína, lípíða og DNA (erfðavísa).
Þar sem ATP er notað í tengslum við alla starfsemi líkamans og oxandi skemmdir hafa eyðileggjandi áhrif á frumurnar, kemur ekki á óvart að ýmsir krónískir sjúkdómar séu tengdir lágum gildum af CoQ10 eða UBIQUINOL.
TVÖ FORM AF CoQ10
Til eru tvö form af CoQ10. Annars vegar er það UBIQUINONE, sem er oxaða formið. Hins vegar er það UBIQUINOL sem er virka formið. Líkaminn þarf að umbreyta Ubiquinone yfir í UBIQUINOL áður en hann getur nýtt sér það til að styðja við orkuframleiðslu frumnanna.
Þar sem UBIQUINOL hefur yfirgnæfandi betra lífaðgengi (er auðupptakanlegra) er það talið betra fyrir alla þá sem vilja viðhalda góðri heilsu þegar þeir bæta við sig árum. Einnig er það mikilvægt fyrir þá sem vilja verja líkamann fyrir langtíma streituáhrifum og fyrir íþróttamenn og líkamsræktarfólk sem vill viðhalda góðri orku í líkamanum.
Neytendaupplýsingar: UBIQUINOL frá Dr. Mercola fæst í Mamma Veit Best á horninu á Dalbrekku/Auðbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1, Reykjavík
Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni á endilega með öðrum.
Myndir: Af vefsíðu Mamma Veit Best og CanStockPhoto/Eraxion sem sýnir þverskurð mannsfrumu
Heimildir:
www.nutraingredients-asia.com
https://www.kaneka.co.jp/en/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31668616/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25263245/
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025