BANANA-BOLLAKÖKUR með BLÁBERJUM

Matarbloggari síðunnar hún Björg Helen
er svo flink að gera eitthvað bragðgott 
og dásamlegt úr hugmynd eða fáum
hráefnum. Hér eru það Banana-
bollakökur með bláberjum sem
hægt er að gleðja fjölskylduna 
með um helgina.


Kæri lesandi!

Hún Guðrún Bergmann hafði samband við mig um daginn og sagði að hún hefði séð svo spennandi uppskrift á netmiðlunum af bollakökum sem innihéldu banana, möndlusmjör og bláber. Hún spurði hvort ég gæti kannski skellt í uppskrift með þessum hráefnum.

Ég hélt það nú, en eins og mér einni er lagið bætti ég við nokkrum hráefnum og hérna kemur uppskrift frá mér sem ég er bara nokkuð ánægð með. Dásamlegt að fá sér eina eða tvær bollkökur með kaffi- eða tebollanum. Það er líka ekki slæmt að setja á þær smjör eða brauðost.

Þetta er frábær leið til að nota banana sem eru orðnir lúnir og engum langar að borða.

Með dásamlegri matarkveðju
Björg Helen

 

 

BANANA-BOLLAKÖKUR MEÐ BLÁBERJUM…

Hvað eru mörg B í því..?

INNIHALDSEFNI:

350 gr bananar (3 bananar) vel þroskaðir
100 gr möndlusmjör Monki
1 tsk vanilludropar
2 tsk vínsteinslyftiduft
45 gr möndlumjöl
bláber frosin eða fersk

 

AÐFERÐ:

1 – Ég blandaði öllum hráefnunum nema bláberjunum saman í matvinnsluvél og maukaði. Það er líka ekkert mál að stappa bönunum saman og bæta síðan restinni af hráefnunum út í stöppuna.

2 – Smyrjið eða spreyið bollakökuformið með olíu eða smjöri áður og þið setjið blönduna í það. Ég stakk bláberjunum í deigið þegar það var komið í formið en það má líka hræra þeim frosnum eða ferskum saman við deigið.

3 – Bakið við 180 gráðu hita í 30-40 mínútur, en það fer eftir því hvað þið setjið mikið af deiginu í formið, hvað þær verða þykkar. Þær eiga að vera svolítið blautar en alls ekki of mikið.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 586 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram