AUSTURLENSKUR KJÚKLINGARÉTTUR

AUSTURLENSKUR KJÚKLINGARÉTTUR MEÐ BRÚNUM GRJÓNUM

Björg Helen gesta-matarbloggari er með nýja uppskrift í dag, sem varð til eftir að hún fékk innblásur af hugmyndum eftir dásamlegan mat á líbönskum veitingastað:

“Ég er nýkomin heim úr sólinni þar sem ég bætti vel á D-vítamín tankinn og borðaði oft dásamlegan mat. Ég borðaði meðal annars hreint frábæran mat á líbönskum stað sem var uppfullur af dásamlegum og framandi kryddum þannig að bragðið var eftir því. Þvílík upplifun.

Að sjálfsögðu fór hausinn á fullt hjá mér að para saman krydd og bragð, en ég er ákveðin í því að halda áfram á þeirri braut að prufa ný krydd, sem kalla á nýja rétti.

Ég heimsótti eigendur Kryddhúsins nýlega og þau kynntu fyrir mér kryddin sín. Mér fannst þau öll svo spennandi að ég gekk út með fullan poka af dásamlegum kryddum, sem ég stefni á að gera tilraunir með í hina ýmsu rétti.

Þessi austurlenski er einn af þeim – og bragðið af Kryddhús-kryddunum nýtur sín svo sannarlega í honum.”

INNIHALDSEFNI  Í ÞANN AUSTURLENSKA:

700-800 gr kjúklingabringur eða upplæri

1 væn msk Indversk karrýblanda frá Kryddhúsinu

2 vænar msk Tandoori masala frá Kryddhúsinu – 1 msk á kjúklinginn og ein í sósuna

1 væn tsk sítrónupipar frá Kryddhúsinu

2 msk olía yfir kjúklinginn og  til steikingar

2 dósir kókosmjólk frá Biona, því það er gott að hafa nóg af sósu

Himalaya salt

AÐFERÐ:

1 – Skerið kjúklinginn í teninga. Stráið öllu kryddinu yfir hann nema saltinu, ásamt olíunni og látið standa í ca 30 mín.

2 – Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana, báðum megin og saltið þegar þeir eru fullsteiktir.

3 – Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar. Mér finnst best að nota járnpönnu þá festist kryddið aðeins á henni, en það er gott að sjóða það upp með sósunni. Gefur mikið bragð og kraft.

4 – Hellið 2 dósum af kókosmjólk út á pönnuna ásamt vænni msk af Tandoori masala kryddinu. Bætið við salti eftir smekk.

5 – Látið sjóða í 5-10 mínútur þar til sósan þykknar aðeins. Að sjálfsögðu má nota meira af kryddinu ef þið viljið.

 

HRÍSGRJÓNIN SEM MEÐLÆTI:

240 gr brún hrísgrjón frá Anglamark eða önnur góð grjón

5 -6 dl vatn

1 tsk kanill frá Kryddhúsinu

1 tsk Himalaya salt

200 gr Edamame baunir

1 lúka ljósar rúsínur, meira eða minna eftir smekk

Fínt rifinn börkur af einn stórri sítrónu

AÐFERÐ:

1 – Sjóðið hrísgrjónin skv. leiðbeiningum og setjið saltið og kanilinn út í vatnið.

2 – Þegar þau eru soðin setjið þau í sigti og látið renna vel af þeim allan vökva.

3 – Kælið grjónin og látið í stóra skál. Blandið Edamame baununum, sem hafa verið afþýddar, saman við grjónin.

4 – Rífið sítrónubörkinn yfir og blandið rúsínum saman við grjón og baunir.

5 – Saltið meira ef þarf og setjið aðeins meira af kanil yfir grjónin.

Hrærið öllu vel saman og njótið með kjúklingaréttinum.

Uppskrift og myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

 

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 551 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?