GUACAMOLE

GUACAMOLE

Það er Björg Helen Andrésdóttir sem á uppskriftina þessa vikuna og við gefum henni orðið:

Þegar maður á nokkur vel þroskuð avókadó og ferskt kóríander er upplagt að skella í Guacamole. Mér finnst svo frábært að borða það sem meðlæti með mat, ofan kex eða brauð, sem ídýfu, að ég tali nú ekki um með mexíkóskum mat.

Hrein og góð fæða sem gerir manni bara gott.

INNIHALDSEFNI:

2-3 vel þroskuð avókadó

ferskt kóríander eftir smekk

½ meðalstór rauðlaukur

nokkrir litlir tómatar (má sleppa ef vill)

½ sítróna eða 1 lime

1 lauf hvítlaukur

himalaya salt og svartur pipar eftir smekk

AÐFERÐ:

Mér finnst best að nota matvinnsluvél þegar ég geri Guacamole. Það er líka hægt að stappa saman avókadóinu og kreistum safa úr sítrónu eða lime, skera síðan niður tómatana, rauðlaukinn, hvítlaukinn og kóríander og hræra saman við ásamt salti og pipar.

1 – Ef matvinnsluvél er notuð er best að setja avókadóið, hvítlaukinn og kóríander í vélina og kreista sítrónu- eða lime safann yfir.

2 – Blandið þessu vel saman.

3 – Grófsaxið tómatana og skerið rauðlaukinn frekar smátt og setjið í ásamt salti og pipar.

4 – Þetta „púlsa“ ég (læt vélina ekki ganga stöðugt) þannig að þetta blandist þokkalega saman en ég vil samt hafa tómatana og rauðlaukinn í bitum ekki mauki.

Saxið tómata og smá rauðlauk til að nota sem skreytingu áður en guacamole-ið er borðið fram.

Þótt ég setji upp þessi hlutföll, má alltaf setja meira eða minna af hráefnunum, allt eftir smekk.

Uppskrift og myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram