KJÖTBOLLUR Í KÓKOSMJÓLKURSÓSU

Kjötbollur

FÖSTUDAGSUPPSKRIFTIN KEMUR FRÁ
BJÖRGU HELEN ANDRÉSDÓTTUR 

Mikið er skrýtið hvað maður festist í að nota sömu kryddin. Ég hlustaði á viðtal við konu um daginn sem sagðist alltaf elda einu sinni í viku eftir nýrri uppskrift. Þannig kynntist hún og keypti ný krydd sem hún myndi annars ekki gera.

Mér fannst þetta svo frábær hugmynd, en þar sem ég elda ekki mikið eftir uppskrift ákvað ég að leggjast í smá rannsóknarvinnu og finna ný og spennandi krydd. Ég vil bara hrein gæðakrydd og valdi þar af leiðandi kryddin frá Kryddhúsinu. Þau eru með þvílíkt úrval.

Ég skellti í yndislegar kjötbollur með dásamlegri sósu. Fljótleg og einföld uppskrift.

KJÖTBOLLUR Í KÓKOSMJÓLKURSÓSU

INNIHALDSEFNI:

½ kíló hreint nautahakk frá Kjöthöllinni

½ meðalstór laukur

Kóríander

Cajun kryddblanda, Kryddhúsið

Sítrónupipar, Kryddhúsið

Hvítlauksduft, Kryddhúsið

Himalaya salt

1-1 ½ dós kókosmjólk

AÐFERÐ:

1 – Kjötið sett í skál ásamt smátt skornum lauk og kóríander.
2 – Bætið 1 tsk af salti, 1 ½ -2 tsk af Cajun kryddblandunni, ásamt 1 ½ tsk af Sítrónupiparnum  útí.
Öllu hrært saman í höndunum.
3 – Bollurnar mótaðar. Pannan hituð og 2-3 msk af ólífuolíu sett út á hana. Mér finnst best að nota járnpönnu.            Það festist aðeins við hana þegar bollurnar eru steiktar en það er svo gott að sjóða það upp með sósunni.
4 – Bollurnar eru steiktar á hæsta hita í smástund en síðan er hitinn lækkaður ca um 1 /3.  Bollunum snúið við              eins og þarf þannig að þær steikist í gegn.

Sósan:

Takið bollurnar af pönnunn og setjið smávegis af kókosmjólkinni á hana þannig að það náist að leysa upp af pönnunni það sem festist á henni þegar bollurnar voru steiktar.

Með því kemur gott bragð og kraftur í sósuna. Setjið síðan alla kókosmjólkina á pönnuna og bæti út í hana

1 msk af Cajun kryddblöndunni,
½ -1 msk af hvítlauksduftinu
1 tsk af sítrónupiparnum.

Hrærið þessu saman við kókosmjólkina, látið  suðuna koma upp, setjið kjötbollurnar út í og leyfið þessu að malla í ca 5-10 mínútur.

Þá er rétturinn tilbúinn.

Gott að borða kjötbollurnar t.d.með salati, ofnsteiktu grænmeti, kínóa eða því sem hugurinn girnist.

Myndir: Björg Helen Andrésdóttir

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 584 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram